Lögð fram til umræðu og umsagnar fyrirspurn um möguleika á að afmarka svæði í bænum fyrir eitt eða fleiri smáhýsi til íbúðar (e. tiny house) sem væru ýmist á sökklum eða færanleg á vagni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í þetta áhugaverða erindi og felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða betur lagalegan grundvöll, hugsanleg fordæmi og undirbúningsvinnu annarra sveitarfélaga. Ennfremur felur nefndin sviðinu að kanna mögulega staðsetningu fyrir slík smáhýsi í Grundarfirði og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Ennfremur felur nefndin sviðinu að kanna mögulega staðsetningu fyrir slík smáhýsi í Grundarfirði og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.