242. fundur 15. nóvember 2022 kl. 16:30 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Davíð Magnússon (DM)
 • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
 • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
 • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
 • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
 • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Á fundinum kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4, verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.

Forsaga:
Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022 samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.
Farið var yfir stöðu verkefna og helstu viðfangsefni skipulagsbreytinganna.

Nefndin þakkar Halldóru og Þóru hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta fyrir mjög góða yfirferð.

Gestir

 • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:30
 • Þóra Kjarval, Alta - mæting: 16:30

2.Breyting á deiliskipulagi Ölkeldudals 2022

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar uppfærður deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með minniháttar lagfæringum sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 27. september 2022, staðfest á fundi bæjarstjórnar 20. október 2022, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Uppfærð deiliskipulagstillaga verði auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins sbr. sömu mgr. skipulagslaga og að því búnu send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forsaga:
Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. ágúst sl. voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og tók nefndin afstöðu til þeirra og samþykkti fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar lagfæringum sem lagðar voru til og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum ræddi nefndin einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og benti á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðuna á heimasíðu sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og gera þeim sem gert höfðu athugasemdir við hana viðvart um auglýsinguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að því búnu að senda hið samþykkta deiliskipulag, ásamt samantekt um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir, til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

3.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals 2022 - bréf frá Gunnari Njálssyni

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Borist hefur framhaldserindi frá Gunnari Njálssyni varðandi aðkomusvæði skógræktar frá Ölkelduvegi.
Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar að umrætt svæði, þar sem í dag er aðkoma að skógræktarsvæði, er í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skilgreint sem íbúðarsvæði. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var vel auglýst á sínum tíma og eins og lög gera ráð fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að umrætt svæði er á bæjarlandi og utan þess skógræktarsvæðis sem samningur er um (sjá meðfylgjandi uppdrátt sem jafnframt fylgdi svarbréfi nefndarinnar 5. október 2022).

Lóð nr. 45 við Ölkelduveg nær að litlu leyti inn á umrætt svæði, þ.e. aðkomusvæði skógræktar, eins og tilgreint er í erindinu. Svæðið sem lagt er undir Ölkelduveg 39-45 er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi og því er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessum reit.

Vegna andmæla sem fram komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar, hefur viðbótarskilmálum verið bætt við eftir auglýsingu. Viðbótarskilmálar vegna umræddra lóða við Ölkelduveg eru til þess fallnir að tryggja eins og frekast er unnt að lóðarhafar geri ráðstafanir til þess að færa til gróður áður en til framkvæmda kemur, að þeir velji náttúrulegar lausnir á lóðarmörkum, s.s. trjá- og runnagróður, að þeir vandi almennt frágang á lóðarmörkum og að framkvæmdir fari ekki út fyrir lóðarmörk á framkvæmdartíma.

Jafnframt féllst nefndin á að "aðkoma að skógræktarsvæði" verði fært inn á uppdráttinn þrátt fyrir að umrætt svæði sé utan deiliskipulagsmarka.

Uppfærð deiliskipulagstillaga með minniháttar breytingum verður kynnt á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar á næstu dögum og þeim sem gerðu athugasemdir á auglýsingartímanum gert viðvart um það með tölvupósti. Að því búnu verður skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar eins og lög gera ráð fyrir.

Nefndin leggur til að í framhaldi af deilskipulagsvinnunni, verði aðkomusvæðið hannað í samráði við Skógræktarfélagið, íbúa og aðra hagsmunaaðila.

4.Sólvellir 1_umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2211014Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn frá eldhúsi leikskólans um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr fyrir utan leikskólann að Sólvöllum 1. Skúrinn verður notaður sem köld vörugeymsla fyrir matvæli. Sótt er um leyfi frá 1. október 2022 til 1. júní 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi fyrir kaldri geymslu til 1. júní 2023. Nefndin telur núverandi staðsetningu á skúr ekki vera heppilega með tilliti til aðkomu að leikskólanum og brunavarna og leggur til að fundin verði önnur framtíðarlausn á geymslumálum fyrir leikskólann. Áréttað er að um kalda geymslu er að ræða.

5.Rétt í útsveit

Málsnúmer 2211012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá landeiganda Innri Látravíkur þar sem óskað er eftir rétt í útsveitina.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla upplýsinga um fjárbú, fjölda fjár og aðstæður í útsveit áður en afstaða er tekin til erindisins.
Sviðinu er, eftir atvikum, einnig falið að ræða við landeigendur um mögulegar staðsetningar á rétt í útsveit.

6.Fyrirspurn um smáhýsi

Málsnúmer 2210024Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og umsagnar fyrirspurn um möguleika á að afmarka svæði í bænum fyrir eitt eða fleiri smáhýsi til íbúðar (e. tiny house) sem væru ýmist á sökklum eða færanleg á vagni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í þetta áhugaverða erindi og felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða betur lagalegan grundvöll, hugsanleg fordæmi og undirbúningsvinnu annarra sveitarfélaga.
Ennfremur felur nefndin sviðinu að kanna mögulega staðsetningu fyrir slík smáhýsi í Grundarfirði og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Fyrirspurn um lóðir - skipulagsmál

Málsnúmer 2211028Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn um byggingarlóðir fyrir parhús í Grundarfirði.
Spurt er um hvaða lóðir séu í boði fyrir u.þ.b. 140 m2 parhús.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður fundarins.

8.Hlíðarvegur 7 - Skil á lóð

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Kristín Soffaníasdóttir skilar inn lóð við Hlíðarveg 7 sem hún fékk úthlutað skv. afgreiðslu á 237. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. júní sl. og staðfest var á 590. fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022.
Lóðinni Hlíðarvegi 7 er skilað inn með bréfi til byggingarfulltrúa þann 14.11.2022.
Í samræmi við grein 1.2. í samþykktum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða hefur byggingarfulltrúi fært lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir framangreinda meðferð erindisins.

9.Hlíðarvegur 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2211022Vakta málsnúmer

Valdimar Elísson sækir um lóðina við Hlíðarveg 7 til byggingar á einbýlishúsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni við Hlíðarveg 7 til byggingar íbúðarhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.

10.Skíðadeild UMFG - Þjónustuhús fyrir tjaldsvæði og skíðasvæði

Málsnúmer 2211011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG vegna mögulegrar uppbyggingar á þjónustuhúsi sem nýst geti skíðasvæðinu og tjaldsvæðinu.

Forsaga:
Árið 2020 markaði bæjarstjórn fjármuni í deiliskipulagsvinnu fyrir útivistarsvæði ofan byggðar, þ.e. skíðasvæði undir Eldhömrum (ÍÞ-3), Frístundahúsabyggð (F-2) ásamt vegi sem liggja eigi frá Grundargötu austan við hestahúsahverfi (ÍÞ-1) og tengir svæðin saman.
Vegna heimsfaraldurs og fleira varð ekki úr þeirri vinnu.

Á 596. fundi sínum þann 9. nóvember sl. tók bæjarráð fyrir erindi Skíðadeildar UMFG, sem hér er einnig framlagt, og samþykkti að bjóða fulltrúum Skíðadeildarinnar til fundar um málið með skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindi Skíðadeildar UMFG og telur vera þörf fyrir slíkt þjónustuhús.

Nefndin leggur á það áherslu að skoða þurfi vel staðsetningu þjónustuhúss þannig að það nýtist fjölbreyttri árstíðabundinni notkun.

Nefndin leggur áherslu á að hefja þurfi deiliskipulagsvinnu fyrir framtíðarskíðasvæðið uppundir Eldhömrum (ÍÞ-3) og frístundahúsabyggð (F-2) og veg sem liggi frá Grundargötu fram hjá hesthúsabyggð (ÍÞ-1) og að nýju skíðasvæði, og að tekin verði ákvörðun um framtíðarstaðsetningu þjónustuhúss í þeirri vinnu.

Þar sem deiliskipulag fyrir ofangreind svæði taki tíma, leggur nefndin til að skoðuð verði staðsetning til bráðabirgða á núverandi skíðasvæði (ÍÞ-4) þannig að það samnýtist afþreyingar- og ferðamannasvæðinu (AF-2 tjaldsvæðið) og sundlaugar- og íþróttasvæðinu (ÍÞ-5). Nefndin leggur til að annaðhvort verði valin bygging sem mögulegt verði að flytja á nýtt skíðasvæði þegar þar að kemur eða að byggingunni verði valinn staður til frambúðar þannig að hún nýtist í framtíðinni sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið.

11.Deiliskipulag hafnarsvæðis og Framnes - skipulagslýsing

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes, fyrir breytingu á deilskipulagi Framness austan Nesvegar og breytingu á aðalskipulagi sem unnin verður samhliða deiliskipulagsáætlununum.

Forsaga:

Á 235. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 12. apríl 2022 kynnti skipulagsfulltrúi grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofunni EFLU vegna þessarar vinnu.

Í júní á þessu ári fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra um landnýtingu/uppbyggingu til framtíðar.

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 27. september sl. kynnti skipulagsráðgjafi stöðuna í deiliskipulagsverkefnunum og að gera þyrfti samhliða breytingu á aðalskipulagi til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.

Á 596. fundi bæjarráðs 9. nóvember 2022 var tekið fyrir erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í yfirstandandi deiliskipulagsgerð fyrir Framnes verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli. Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við fyrirspurn fyrirtækisins um framgang deiliskipulagsvinnunnar. Í svarbréfi skipulagsfulltrúa kemur fram að um sé að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið sé unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun. Bæjarráð tók vel í fyrispurn fyrirtækisins og staðfesti að þegar hefði verið gert ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um byggingu fyrir hótel og íbúðir á lóð fyrirtækisins nyrst á Framnesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr., með vísun í 1. mgr. 30. gr. og verður aðalskipulagsbreytingin unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:30.