Málsnúmer 2210025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 596. fundur - 09.11.2022

Lagður fram bæklingur um samræmt flokkunarkerfi úrgangsflokkunar, eftir breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem fram kemur tilboð sem greinir kostnað bæjarins við dreifingu og útskipti á ílátum við heimili (án aukinnar sorphirðu). Jafnframt þarf að auka flokkun á grenndarstöðvum.
Fyrir dyrum er ráðstefna Sorpurðunar Vesturlands hf. þann 14. nóvember nk. og til skoðunar er að fara í samstarf um innleiðingu á breytingum í sorpmálum á vegum SSV. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd þessara mála og er því ekki tekin afstaða til fyrirkomulags og tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. að svo stöddu.