596. fundur 09. nóvember 2022 kl. 08:30 - 12:49 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir var í fjarfundi, en Ólafur Ólafsson og Hafsteinn Garðarsson komu á fund bæjarráðs.
Rætt var um verkefni og stöðu mála á þeim sviðum sem undir viðkomandi forstöðumenn heyra. Farið var yfir óskir/þarfir m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Ennfremur lögð fram gögn frá N4 um markaðsefni, m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna og góðar umræður á fundinum.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi
  • Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri
  • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - Sameiginleg verkefni og kostnaður þeirra fyrir fjárhagsáætlanagerð stafrænna sveitarfélaga árið 2023

Málsnúmer 2211005Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna samstarfs sveitarfélaga um stafræna þróun, m.a. áætlaður kostnaður fyrir árið 2023. Grundarfjarðarbær hefur tekið þátt í því samstarfi.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna þróun og felur skrifstofustjóra að gera ráð fyrir áætluðum kostnaði bæjarins við það í fjárhagsáætlun 2023.

3.N4 - Samstarf 2023

Málsnúmer 2211009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur N4 dags. 2. nóvember sl. með beiðni um þátttökugjald Grundarfjarðarbæjar vegna þáttagerðar "Að vestan 2023." Sveitarfélög á Vesturlandi hafa tekið þátt í kostun þáttanna og Grundarfjarðarbær síðan 2016.

Í tilboði N4 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun gjalds. Bæjarráð tekur jákvætt í að vera með á árinu 2023, en felur bæjarstjóra að kanna með fjárhæð gjaldsins og um aðra þjónustu samhliða, sbr. umræður undir dagskrárlið 1.

4.Íslenska gámafélagið ehf. - Tilboð í ílát, dreifingu og merkingu

Málsnúmer 2210025Vakta málsnúmer

Lagður fram bæklingur um samræmt flokkunarkerfi úrgangsflokkunar, eftir breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem fram kemur tilboð sem greinir kostnað bæjarins við dreifingu og útskipti á ílátum við heimili (án aukinnar sorphirðu). Jafnframt þarf að auka flokkun á grenndarstöðvum.
Fyrir dyrum er ráðstefna Sorpurðunar Vesturlands hf. þann 14. nóvember nk. og til skoðunar er að fara í samstarf um innleiðingu á breytingum í sorpmálum á vegum SSV. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd þessara mála og er því ekki tekin afstaða til fyrirkomulags og tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. að svo stöddu.

5.Skíðadeild UMFG - Þjónustuhús fyrir tjaldsvæði og skíðasvæði

Málsnúmer 2211011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG varðandi hugmynd að nýju þjónustuhúsi fyrir skíðasvæði, sem jafnframt myndi nýtast sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæði á sumrin. Í erindinu er óskað eftir samtali við stjórnendur Grundarfjarðarbæjar um hugmyndina.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna fyrirspurn og hugmynd Skíðadeildarinnar og samþykkir að bjóða fulltrúum Skíðadeildarinnar til fundar um málið. Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, verði jafnframt boðið til fundarins.

6.Deiliskipulag hafnarsvæðis og Framness

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í deiliskipulagsgerð sem nú stendur yfir vegna Framness verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli.
Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við erindinu þar sem lýst er framgangi málsins og deiliskipulagsvinnunnar.

Síðastliðið vor hófst vinna við gerð deiliskipulags á Framnesi og á hafnarsvæði austan Nesvegar. Efla sér um skipulagsráðgjöf við verkið. Í júní sl. fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra til framtíðar.

Eins og fram kemur í svarbréfi skipulagsfulltrúa er um að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið er unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun.

Bæjarráð tekur vel í erindið og staðfestir að gert er ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um nýtingu lóðar inní þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú fer fram í samræmi við verk- og tímaáætlun skipulagsfulltrúa og Eflu.

7.SSV - Úrgangsmál

Málsnúmer 2211006Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar tölvupóstar SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf. um ráðstefnu um úrgangsmál sem haldin verður 14. nóvember nk. í Borgarnesi.
Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu sækja fundinn.

8.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 178. fundar og drög að gjaldskrá

Málsnúmer 2210018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 20. október sl. ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og gjaldskrá 2023 og öðrum gögnum.
Bæjarráð leggur til að gjaldskrá verði vísað til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar.

9.Fjölmenningarsetur - Upplýsingafundur og gögn um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara

Málsnúmer 2211008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fjölmenningarseturs dags. 26. október sl. ásamt glærukynningu um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara.

10.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og_eða miklar þroska- og geðraskanir sem eru vistuð utan heimilis á árinu 2022.

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins um framlag vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem eru vistuð utan heimilis á árinu 2022.

11.Innviðaráðuneytið - Bréf til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðherra dags. 5. október sl. um alþjóðlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa, sem haldinn verður þann 20. nóvember nk.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:49.