Málsnúmer 2211004

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 167. fundur - 14.12.2022

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. október 2022 um úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir skólaárið 2022-2023.

Námsgagnasjóður hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa´og miðast greiðsla fyrir hvern grunnskóla við fjölda skráðra nemenda. Verja skal úthlutuðum fjármunum til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun og skulu námsgögnin samrýmast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla.

Árið 2022 hefur Námsgagnasjóður 72,5 millj. kr. til ráðstöfunar og Grundarfjarðarbær fær 156.000 kr. fyrir yfirstandandi skólaár.
Þeim Ingibjörgu og Margréti Sif var þakkað fyrir komuna á fundinn og fyrir góðar umræður.