Málsnúmer 2211004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 266. fundur - 15.12.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Markmið vinnufundarins er að rifja upp ferli málsins, fara yfir framkomin gögn og undirbúa afgreiðslu á svörum við umsögnum og athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Eftirfarandi gögn voru lögð fyrir fundinn, alls 55 skjöl:

  -Deiliskipulagstillaga fyrir hótel í landi Skerðingstaða (dags. 2. júní 2022) ásamt eftirfarandi fylgskjölum:
  -Greinargerð með deiliskipulagi
  -Umhverfis og framkvæmdarskýrsla
  -Skýrsla um neysluvatn og fráveitulausnir
  -Rannsóknir á Lárvaðli
  -Ásýndarstúdía
  -Fornleifaskráning
  -Skýrsla um gróður og fuglalíf

  Eftirfarandi gögn voru einnig lögð fram:
  -Svör landeigenda við athugasemdum vegna skipulagslýsingar 2019.
  -Allar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar 20.07.-15.09.2022 og samantekt skipulagsfulltrúa um þær.
  -Tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við umsögnum og athugasemdum vegna auglýsingar tillögunnar 2022 (drög, vinnuskjal).
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 243 Farið var yfir allar athugasemdir, með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum deiliskipulagstillögunnar, sbr. framlagða samantekt skipulagsfulltrúa. Drög að svörum við hverja athugasemd rædd.

  Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bæjarfulltrúum og Ívari Pálssyni hrl. fyrir komuna á vinnufundinn.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður og tillögur fundarins og leggja fullmótuð drög fyrir fund nefndarinnar.