-
Bæjarráð - 598
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 598
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,9% miðað við sama tímabil í fyrra.
-
Bæjarráð - 598
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-september 2022, ásamt málaflokkayfirliti. Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða janúar-september 18 millj. kr. undir áætlun (neikvæð niðurstaða). Jafnframt lögð fram útkomuspá ársins 2022 sem gerir ráð fyrir að rekstur ársins sé á áætlun. Mestu frávikin felast í auknum fjármagnsgjöldum (verðbótum á lán) vegna hækkunar vísitölu neysluverðs.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram og farið yfir samantekinn lista yfir helstu kennitölur sem bæjarráð fylgist með. Jafnframt farið yfir rekstrarbreytingar frá fyrri umræðu.
Lögð fram ýmis gögn um fjárfestingar og farið yfir drög að fjárfestingaáætlun 2023. Gerðar breytingar á fjárfestingum frá fyrri umræðu.
Rætt um bílakaup og framlagðar upplýsingar vegna þeirra. Bæjarstjóra veitt umboð til að kaupa nýja bifreið fyrir áhaldahús/eignaumsjón, skv. umræðum fundarins.
-
Bæjarráð - 598
Lögð fram kostnaðargreining á starfi markaðs- og atvinnufulltrúa. Einnig lagt fram yfirlit yfir styrki sem fengist hafa síðustu ár og upplýsingar frá SSV um þjónustu atvinnuráðgjafa SSV og nýtingu þjónustunnar.
GS reifaði tillöguna og sagðist telja fulla þörf fyrir ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa þar sem það er uppsveifla í sveitarfélaginu. Nýr starfsmaður myndi vinna að atvinnusköpun og markaðssetningu sveitarfélagsins fyrir fyrirtæki og innlenda sem erlenda ferðamenn. Ýmis tækifæri eru á að afla styrkja, innlendis sem erlendis.
SGG sagði að á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi héldu sveitarfélögin úti störfum í atvinnuráðgjöf og starfi menningarfulltrúa, sem m.a. er ætlað að þjónusta fólk sem vill leita eftir stuðningi við stofnun og rekstur fyrirtækja.
Atvinnuráðgjafar á vegum SSV komi reglulega og séu með opna viðtalstíma, auk þess að taka á móti símtölum og bóka fundi ef eftir því er leitað. Nauðsynlegt sé að horfa í það hvernig megi nýta sem allra best þessi störf og þjónustu sem Grundarfjarðarbær kostar, ásamt með öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi til hagsbóta fyrir einstaklinga, frumkvöðla og atvinnulíf á svæðinu.
BÁ sagði að á vegum Svæðisgarðsins Snæfellsness væri einnig unnið að markaðssetningu og svæðismörkun, miklir fjármunir hefðu fengist sem styrkur í "branding" vinnu (mörkun svæðis) og verkefnið yrði kynnt í upphafi komandi árs.
BÁ sagði að breytingar myndu væntanlega verða á næsta ári á starfi í upplýsingamiðstöð o.fl. og að hugsa yrði það í samhengi við markaðsmál.
Rætt um hlutverk menningarnefndar sem hefur skv. erindisbréfi einnig hlutverk sem ráðgefandi nefnd við bæjarstjórn, um markaðsmál.
JÓK velti því upp hvort mæta mætti þörf fyrir vinnu að markaðsmálum með öðrum hætti og hvernig nýta mætti sameiginlega krafta og frumkvæði fólksins í atvinnulífi bæjarins, fulltrúa í nefndum og fleiri, og mögulega kaupa aðstoð að, teljist þörf fyrir það. Hann lagði til að gert yrði ráð fyrir fjármunum til markaðsmála í fjárhagsáætlun 2023 til að sinna ákveðnum verkefnum sem bæjarráð o.fl. myndu skilgreina.
Lagt til að bæjarráð og menningarnefnd vinni að því að skilgreina óskir um markaðsefni og markaðsmál í upphafi komandi árs.
Einnig lagt til að gert verði átak í að vekja athygli fólks á þjónustu atvinnuráðgjafa SSV.
Lagt til að gert verði ráð fyrir fjármagni til markaðsmála/markaðsátaks 2023, í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 598
Lögð fram gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands vegna ársins 2023.
-
Bæjarráð - 598
Lagt til að Ágústa Einarsdóttir og Garðar Svansson verði skipuð í starfshóp sem taki ákvörðun um frekari skref við þróun og uppbyggingu samvinnurýmisins að Grundargötu 30.
Hópurinn taki afstöðu til efnisvals og áfangaskiptingar í framkvæmdum sem eftir eru m.v. hönnun sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu.
Ennfremur geri nefndin tillögur til bæjarstjórnar um fyrirkomulag í rekstri og starfsemi rýmisins. Gerð gjaldskrár verði þó í höndum bæjarráðs.
Einnig lagt fram skjal hönnuðar um litaval - ekki gerðar athugasemdir við framlagða tillögu.
-
Bæjarráð - 598
Lögð fram ýmis gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku sveitarfélaga í þróun á sameiginlegu spjallmenni sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til að ekki verði tekið þátt í verkefninu að sinni.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram tölvupóstur f.h. eigenda jarðanna Búða, Háls og Kirkjufells með ósk um að Grundarfjarðarbær skipi fulltrúa í samráðshóp landeigenda og hagsmunaaðila. Hópurinn hafi það hlutverk að svara ýmsum spurningum um aðgengi að og öryggi fólks á Kirkjufelli.
Lagt til að bæjarstjóri verði fulltrúi bæjarstjórnar í samráðshópnum. Skipulagsfulltrúi komi að vinnunni eftir þörfum.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 598
Lagðir fram til kynningar minnispunktar um sérsöfnun úrgangs í Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæ eftir spjallfund bæjarstjóra beggja sveitarfélaga með Stefáni Gíslasyni umhverfisráðgjafa Environice, þann 30. nóvember sl.
Bæjarstjóra veitt umboð til að vinna áfram í málinu.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 598
Lögð fram til kynningar greinargerð frá Guðmundi Jónssyni um framtíðarskíðasvæði, dags. 29. nóvember sl. en Guðmundur fór ásamt nafna sínum Pálssyni frá stjórn Skíðasvæðis Snæfellsness til að skoða mögulegt framtíðarskíðasvæði ofan núverandi svæðis.
Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð.
Bæjarráð vísar greinargerð Guðmundar til íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar/skipulagsfulltrúa, til skoðunar.
Bæjarstjóri hefur þegar sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember sl., um ýmis mál, m.a. undirbúning Grænbókar (drög) í málaflokki sveitarstjónarmála.
Grænbókin byggir á stefnumótun stjórnvalda, upplýsingum frá hagsmunaaðilum og víðtæku samráði innanríkisráðuneytis við á fjórða tug sveitarfélaga.
Frestur er til 16. desember nk. til að veita umsögn um drögin.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Leigufélaginu Bríet, dags. 30. nóvember sl.
Fram kemur að félagið tók ákvörðun um lækkun á leigu í desember 2022 og 4% lækkun á leigu árið 2023.
Bæjarráð fagnar ákvörðun Bríetar.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dags 28. nóvember sl., um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Frestur til að veita umsögn er til og með 12. desember nk.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dags 24. nóvember sl., um tillögur til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 56. mál. Frestur til að veita umsögn er til og með 8. desember nk.
-
Bæjarráð - 598
Lagt fram til kynningar minnisblað frá netfundi um stöðu innleiðingar farsældarlaganna hjá Barna- og fjölskyldustofu. Fundurinn var haldinn þann 17. nóvember sl.
Næsti fundur verður haldinn 15. desember nk.
-
Bæjarráð - 598
Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2021.
-
Bæjarráð - 598
Lagt fram til kynningar ársuppgjör Handverkshóps eldri borgara vegna ársins 2021.
-
Bæjarráð - 598
Lagður fram til kynningar ársreikningur Skotfélags Snæfellsness vegna ársins 2021.
Forseti óskaði eftir að tekin yrðu á dagskrá fundarins með afbrigðum tvær fundargerðir, skipulags- og umhverfisnefndar sem yrði liður nr. 5 og skólanefndar, sem yrði liður nr. 6 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Gengið var til dagskrár.