Málsnúmer 2211005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 596. fundur - 09.11.2022

Lögð fram ýmis gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna samstarfs sveitarfélaga um stafræna þróun, m.a. áætlaður kostnaður fyrir árið 2023. Grundarfjarðarbær hefur tekið þátt í því samstarfi.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna þróun og felur skrifstofustjóra að gera ráð fyrir áætluðum kostnaði bæjarins við það í fjárhagsáætlun 2023.