Málsnúmer 2211024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 242. fundur - 15.11.2022

Kristín Soffaníasdóttir skilar inn lóð við Hlíðarveg 7 sem hún fékk úthlutað skv. afgreiðslu á 237. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. júní sl. og staðfest var á 590. fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022.
Lóðinni Hlíðarvegi 7 er skilað inn með bréfi til byggingarfulltrúa þann 14.11.2022.
Í samræmi við grein 1.2. í samþykktum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða hefur byggingarfulltrúi fært lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir framangreinda meðferð erindisins.