Málsnúmer 2211043

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 166. fundur - 23.11.2022

Eins og fram hefur komið (fundur bæjarstjórnar 3. maí sl.) hefur Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri sagt starfi sínu lausu og er nú á leiðinni í fæðingarorlof.

Skólanefnd þakkar Heiðdísi fyrir vel unnið starf sem leikskólastjóri síðastliðið ár.

Starfið var auglýst tvívegis, nú síðast í október. Ein umsókn barst.

Lögð voru fram umsóknargögn frá Margréti Sif Sævarsdóttur, auk samantektar úr starfsviðtali við umsækjandann sem fór fram í gær, með Lofti Árna Björgvinssyni bæjarfulltrúa og formanni skólanefndar, Ágústu Einarsdóttur bæjarfulltrúa og Björgu bæjarstjóra.
Gerð var grein fyrir þessum gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum.

Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um umsækjandann skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum.

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Starf leikskólastjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar tvívegis, nú síðast í október. Ein umsókn barst um starfið, frá Margréti Sif Sævarsdóttur. Bæjarstjóri sagði frá starfsviðtali sem hún, Loftur Árni Björgvinsson, formaður skólanefndar, og Ágústa Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, áttu við umsækjanda, í framhaldi af viðtali sem hún hafði átt við umsækjanda. Gerð grein fyrir gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum. Skólanefnd hefur veitt jákvæða umsögn um umsækjandann.

Bæjarstjórn samþykkir að Margrét Sif Sævarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Sólvelli. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Margréti, sem mun hefja störf í upphafi ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.