Málsnúmer 2212014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 598. fundur - 07.12.2022

Greinargerð frá Guðmundi Jónssyni, um framtíðarskíðasvæði.
Lögð fram til kynningar greinargerð frá Guðmundi Jónssyni um framtíðarskíðasvæði, dags. 29. nóvember sl. en Guðmundur fór ásamt nafna sínum Pálssyni frá stjórn Skíðasvæðis Snæfellsness til að skoða mögulegt framtíðarskíðasvæði ofan núverandi svæðis.

Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð.

Bæjarráð vísar greinargerð Guðmundar til íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar/skipulagsfulltrúa, til skoðunar.
Bæjarstjóri hefur þegar sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Lögð fram til kynningar greinargerð Guðmundar Jónssonar frá 29. nóvember sl. um framtíðarskíðasvæði ofan við núverandi skíðasvæði en hann og Guðmundur Pálsson frá stjórn Skíðasvæðis Snæfellsness skoðuðu svæðið í haust.

Forsaga:
Greinargerðin var tekin fyrir á 598. fundi bæjarráðs þann 7. desember sl. og vísaði bæjarráð erindinu til kynningar hjá íþrótta- og tómstundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarstjóri hefur einnig sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.

Stefnt er að fundi fulltrúa bæjarins og Skíðadeildar/Skíðasvæðis í janúar um erindi skv. máli nr. 2211011.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargerðina og líst vel á að fyrirhugað framtíarskíðasvæði ofan byggðar verði skoðað heildstætt og með hliðsjón af fjölbreytileika í mögulegri nýtingu svæðisins og búnaðar og fyrirhugaðri landnotkun aðliggjandi svæða skv. aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 þ.m.t. frístundahúsabyggð og skógrækt ofan byggðar.