244. fundur 12. desember 2022 kl. 16:30 - 20:01 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Davíð Magnússon (DM) varaformaður
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Davíð Magnússon varaformaður stýrði fundi og bauð hann fundarfólk velkomið. Gengið var til dagskrár.

1.Ártún 3 - Byggingarleyfi vegna viðbyggingar, síðari hluti

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Vélsmiðja Grundarfjarðar leggur fram umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Ártún 3. Um er að ræða seinni hluta viðbyggingar, en fyrri hlutinn var byggður vorið 2020.
Framlögð gögn eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir lóðina, að undanskildu misræmi í upplýsingum um nýtingarhlutfall á teikningunni sjálfri.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að nýtingarhlutfall á lóðinni sé í samræmi við gildandi deiliskipulag (hámark 0,32) og að öllum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. uppfylltum.

2.Grundargata 82 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2212017Vakta málsnúmer

Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina Grundargötu 82 til byggingar parhúss.

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-4). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-4 segir að "[heimilt sé] að byggja íbúðarhús sem falla vel að þeirri byggð sem fyrir er s.s. hvað varðar hæð húsa."

Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir jafnframt að "Þegar sótt [sé] um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn [...] ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr."
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni við Grundargötu 82 til Leiguþjónustunnar ehf. sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum. Lóðinni er úthlutað með fyrirvara um að umboð eigenda Leiguþjónustunnar ehf. vegna undirritunar umsóknar berist.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að fyrirhuguð bygging verði hönnuð með hliðsjón af byggðarmynstri, götumynd og þéttleika byggðar m.a. hvað varðar byggingarlínu við götu, hæð húsa og aðkomu úr botnlanga.

Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 65, 67, 69, 76, 78, 80, 84 og 86.

3.Grundargata 90 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2212018Vakta málsnúmer

Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina við Grundargötu 90 til byggingar á parhúsi.

Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-4). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-4 segir að "[heimilt sé] að byggja íbúðarhús sem falla vel að þeirri byggð sem fyrir er s.s. hvað varðar hæð húsa."

Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir jafnframt að "Þegar sótt [sé] um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn [...] ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr."
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni við Grundargötu 90 til Leiguþjónustunnar ehf. til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum. Lóðinni er úthlutað með fyrirvara um að umboð eigenda Leiguþjónustunnar ehf. vegna undirritunar umsóknar berist.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að fyrirhuguð bygging verði hönnuð með hliðsjón af byggðarmynstri, götumynd og þéttleika byggðar m.a. hvað varðar byggingarlínu við götu, hæð húsa og aðkomu úr botnlanga.

Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 69, 84, 86, 88, 92 og 94.

4.Ölkelduvegur 17 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2212015Vakta málsnúmer

Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina Ölkelduveg 17 til byggingar parhúss.

Lóðin er á deiliskipulögðu svæði (Ölkeldudalur 2003 m.s.br.). Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina, takmarkast uppbygging við byggingu 1-2 hæða einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn Leiguþjónustunnar ehf. um lóðina við Ölkelduveg 17 til byggingar parhúss, þar sem deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir einbýlishúsi á 1-2 hæðum.

Hafi umsækjandi áhuga á að byggja einbýlishús á lóðinni samþykkir nefndin fyrir sitt leyti slíka úthlutun lóðarinnar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Samþykkt með fyrirvara um að umboð eigenda Leiguþjónustunnar ehf. vegna undirritunar umsóknar berist.

5.Ölkelduvegur 19 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2212016Vakta málsnúmer

Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina Ölkelduveg 19 til byggingar parhúss.

Lóðin er á deiliskipulögðu svæði - Deiliskipulag Ölkeldudals frá 2003 m.s.br. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum takmarkast uppbygging á lóðinni við byggingu 1-2 hæða einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn Leiguþjónustunnar ehf. um lóðina við Ölkelduveg 19 til byggingar parhúss, þar sem deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir einbýlishúsi á 1-2 hæðum.

Hafi umsækjandi áhuga á að byggja einbýlishús á lóðinni samþykkir nefndin fyrir sitt leyti slíka úthlutun lóðarinnar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Samþykkt með fyrirvara um að umboð eigenda Leiguþjónustunnar ehf. vegna undirritunar umsóknar berist.

6.Ölkelduvegur 17 og 19 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2212020Vakta málsnúmer

Leiguþjónustan ehf. óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal vegna lóðanna við Ölkelduveg 17 og 19.

Í gildandi deiliskipulagi Ölkeldudals eru lóðirnar skilgreindar sem einbýlishúsalóðir á 1-2 hæðum. Óskað er eftir að breyta þeim í parhúsalóðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagssviði að fylgja málinu eftir og skoða nánar forsendur fyrirspurnarinnar og mögulegar útfærslur.

Er það mat nefndarinnar að breyting úr einbýlishúsalóð(um) í parhúsalóð(ir) kalli á meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (veruleg deiliskipulagsbreyting).

7.Deiliskipulag Ölkeldudals 2020-2022

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lagður er aftur fram til kynningar uppfærð breytingartillaga með minniháttar lagfæringum er varða Fellasneið 5 og 7.

Forsaga:
Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. ágúst sl. voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar.

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. september sl. tók nefndin afstöðu til framkominna athugasemda og fól skipulagsfulltrúa að vinna að minniháttar breytingum til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust. Bæjarstjórn staðfesti á 264. fundi sínum þann 20. október sl. afgreiðslu nefndarinnar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 15. nóvember sl. samþykkti nefndin uppfærða deiliskipulagsbreytingu með minniháttar lagfæringum. Á 265. fundi sínum þann 24. nóvember sl. staðfesti bæjarstjórn tillögu að minniháttar breytingum að undanskilinni einni óbókaðri minniháttar breytingu á lóðum við Fellasneið 5 og 7, en skipulagsfulltrúi gerði bæjarstjórn grein fyrir því atriði á fundi bæjarstjórnar.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni ástæður þess að ein minniháttar breyting sem nefndin hafði lagt til er varðar lóðir nr. 5 og 7 við Fellasneið var felld út á fundi bæjarstjórnar þann 24. nóvember sl. en bæjarstjórn taldi breytinguna ekki þjóna hagsmunum núverandi lóðarhöfum við götuna.

Deiliskipulagsbreytingin, með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartímanum, fer nú til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samtímis verður uppfærð tillaga birt á vefsíðu sveitarfélagsins og þeim sem gert höfðu athugasemdir tilkynnt um það.

Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar tekur skipulagsbreytingin gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tilkynning um gildistökuna verður send til þeirra sem gerðu athugasemdir við tillöguna ásamt upplýsingum um kærufrest, sem er 1 mánuður eftir gildistöku.

8.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagsbreytingu á athafna- og iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár.

Forsaga:
Í gildi er deiliskipulag frá 1999 með síðari breytingum frá 2008 (Ártún 1, 2, 3 og 5), 2015 (Ártún 1), 2021 (Ártún 3) og 2022 (Ártún 4 - tekur gildi í desember 2022).

Á 263. fundi sínum þann 13. september sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 15. nóvember sl. kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4 (tekur gildi í desember 2022), verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.

Deiliskipulagsbreyting þessi tekur til þess hluta skipulagssvæðisins sem í dag er að mestu byggður. Markmiðið með deiliskipulagsbreytingunni er að auka nýtingu á svæðinu með því að hliðra til lóðarmörkum, breyta hluta metralóða við Hjallatún í 1-2 lóðir, bæta við lóð við Ártún 8, laga göturnar Ártún og Hjallatún betur að raunnotkun og að finna hentuga staðsetningu fyrir útivistarstíg í gegnum eða framhjá iðnaðarsvæðinu.

Skipulagsfulltrúi fór yfir framlögð drög að tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

Nefndinni líst vel á framlögð drög og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjöfum að mótun tillögunnar.

Göngustígur er til áframhaldandi skoðunar og telur nefndin að huga þurfi sérstaklega að leiðbeinandi legu útivistarstígs meðfram Kverná austan við deiliskipulagssvæðið.

9.Grundarfjörður skíðasvæði - Greinargerð

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð Guðmundar Jónssonar frá 29. nóvember sl. um framtíðarskíðasvæði ofan við núverandi skíðasvæði en hann og Guðmundur Pálsson frá stjórn Skíðasvæðis Snæfellsness skoðuðu svæðið í haust.

Forsaga:
Greinargerðin var tekin fyrir á 598. fundi bæjarráðs þann 7. desember sl. og vísaði bæjarráð erindinu til kynningar hjá íþrótta- og tómstundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarstjóri hefur einnig sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.

Stefnt er að fundi fulltrúa bæjarins og Skíðadeildar/Skíðasvæðis í janúar um erindi skv. máli nr. 2211011.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargerðina og líst vel á að fyrirhugað framtíarskíðasvæði ofan byggðar verði skoðað heildstætt og með hliðsjón af fjölbreytileika í mögulegri nýtingu svæðisins og búnaðar og fyrirhugaðri landnotkun aðliggjandi svæða skv. aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 þ.m.t. frístundahúsabyggð og skógrækt ofan byggðar.

10.Kirkjufell - þátttaka í samráðshópi

Málsnúmer 2211036Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur með erindi frá eigendum jarðanna Búða, Háls og Kirkjufells með ósk um að Grundarfjarðarbær skipi fulltrúa í samráðshóp landeigenda og hagsmunaaðila. Hópurinn hafi það hlutverk að svara ýmsum spurningum um aðgengi að og öryggi fólks á Kirkjufelli.

Forsaga:
Á 598. fundi bæjarráðs 7. desember sl. samþykkt bæjarráð að tilnefna bæjarstjóra sem fulltrúa bæjarstjórnar í samráðshópinn og að skipulagsfulltrúi komi að vinnunni eftir þörfum.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir aðdraganda erindisins. Hún sagði frá mótaðri skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar og áformum um uppsetningu skilta á næstunni, sem m.a. eru viðvörunarskilti um hættur tengdar Kirkjufelli.

11.LBHÍ - Kynning lokaverkefna í Arkitektúr og skipulag 2022

Málsnúmer 2212029Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi sagði frá kynningum nemenda í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands sem fram fóru 7. desember sl. í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Nemendur unnu hönnunarverkefni sem öll höfðu Grundarfjörð sem viðfangsefni. Kynningarnar verða gerðar nefndarfólki aðgengilegar í fundarkerfi.

12.Mál frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2009012Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu ýmissa mála sem eru í vinnslu hjá sviðinu.

Minnt var á að opið hús er á morgun, 13. desember, til kynningar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis og Framness.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 20:01.