Málsnúmer 2212016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina Ölkelduveg 19 til byggingar parhúss.

Lóðin er á deiliskipulögðu svæði - Deiliskipulag Ölkeldudals frá 2003 m.s.br. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum takmarkast uppbygging á lóðinni við byggingu 1-2 hæða einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn Leiguþjónustunnar ehf. um lóðina við Ölkelduveg 19 til byggingar parhúss, þar sem deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir einbýlishúsi á 1-2 hæðum.

Hafi umsækjandi áhuga á að byggja einbýlishús á lóðinni samþykkir nefndin fyrir sitt leyti slíka úthlutun lóðarinnar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Samþykkt með fyrirvara um að umboð eigenda Leiguþjónustunnar ehf. vegna undirritunar umsóknar berist.