Leiguþjónustan ehf. óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal vegna lóðanna við Ölkelduveg 17 og 19.
Í gildandi deiliskipulagi Ölkeldudals eru lóðirnar skilgreindar sem einbýlishúsalóðir á 1-2 hæðum. Óskað er eftir að breyta þeim í parhúsalóðir.
Er það mat nefndarinnar að breyting úr einbýlishúsalóð(um) í parhúsalóð(ir) kalli á meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (veruleg deiliskipulagsbreyting).