Málsnúmer 2212024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 266. fundur - 15.12.2022

Lögð fram til kynningar vinnugögn sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa látið vinna fyrir sveitarfélögin á Snæfellsnesi, um möguleika á að samtvinna almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi. Málið er áfram til skoðunar.
Í tölvupósti SSV segir að framkvæmdastjóri SSV og ráðgjafi frá VSÓ hafi átt fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar varðandi almenningssamgöngur á Snæfellsnesi.

Verið er að skoða það sem heitir í samantekt VSÓ tillaga 1 með breytingu og viðbótarakstri en sú tillaga hafði mestan hljómgrunn meðal fulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórarnir á Snæfellsnesi fólu framkvæmdastjóra SSV að koma fram fyrir hönd sveitarfélaganna í viðræðum við Vegagerðina.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða það fyrirkomulag.