Málsnúmer 2301022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Ragnar Ásmundsson frá Orkusetri/Orkustofnun sat fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað. Jafnframt sátu Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri, Jósef Ó. Kjartansson og Ágústa Einarsdóttir fundinn undir þessum lið.

Ragnar fór yfir þá styrki sem Grundarfjarðarbær hefur fengið loforð fyrir úr Orkusjóði, til verkefna um orkuskipti í íþrótta- og skólamannvirkjum.

Rætt um og farið var yfir möguleika Grundfirðinga til orkuöflunar og dreifingar, þannig að kyndingarkostnaður íbúa og fyrirtækja lækki.

Málið er til áframhaldandi skoðunar.

Gestir

  • Ragnar Ásmundsson, Orkusetri - mæting: 08:30
  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri - mæting: 08:30
  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi - mæting: 08:30
  • Ágústa Einarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 08:30