Málsnúmer 2301029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Starfandi hefur verið að undanförnu starfshópur um öldrunarþjónustu á Vesturlandi. Hópurinn kynnti tillögur sínar í skýrslu sem kom út á sl. ári.

Í lok síðasta árs var Guðjón Brjánsson ráðinn sem ráðgjafi til að vinna að frekari útfærslum á tillögum hópsins. Guðjón fundaði nýverið með verkefnisstjórn um endurskoðun á öldrunarþjónustu á landsvísu. Í kjölfar fundarins var ákveðið að þau Ólafur Þór Gunnarsson formaður hópsins og Berglind Magnúsdóttir verkefnisstjóri myndu funda með fulltrúum af Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundar um öldrunarþjónustu, sem haldinn verður 3. febrúar nk. á Hótel Hamri í Borgarnesi, kl. 14.00.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn.