Málsnúmer 2301038

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 107. fundur - 01.02.2023

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Framlögð voru til kynningar og umræðu drög að samstarfssamningi milli Grundarfjarðarbæjar og Ungmennafélags Grundarfjarðar. Drögin eru í vinnslu.

Björg fór yfir aðdraganda og þörfina á að gera samning við UMFG. Ætlunin er að byrja á þeim samningi en gera síðan samninga við önnur íþróttafélög í bænum.

Góðar umræður fóru fram. Samningsdrögin eru til áframhaldandi vinnslu.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 17:15