107. fundur 01. febrúar 2023 kl. 16:15 - 18:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðs

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

Tómas Freyr Kristjánsson sat fundinn undir þessum lið.

Ný útgáfa af kynningarmyndbandi um íþróttir og tómstundir í Grundarfirði varð lögð fram til kynningar og umræðu.

Farið var yfir myndbandið og líst nefndinni mjög vel á það.
Lagðar voru til nokkrar breytingar.
Stefnt er að því að myndbandið verði fullunnið fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er 1. mars nk.

Tómas vék af fundinum og var honum þakkað fyrir komuna og upplýsingar.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 16:15

2.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við íþróttamannvirki á árinu 2023.
Ólafur fór yfir framkvæmdir við íþróttamiðstöð á árinu 2023 og kynnti stöðu þeirra. Nú hefur verið skipt um gólfefni í anddyri og á gangi íþróttahúss, loft hefur verið tekið niður með loftaplötum og ný lýsing er að hluta til komin upp. Búið er að panta nýjar skóhillur og snaga. Von er á málurum mjög fljótlega og skoðað verður með viðbótarefni á veggi. Að mati Ólafs hefur hljóðvist batnað með þessum framkvæmdum.

Gluggar eru komnir í tengigang milli íþróttahúss og grunnskóla, og bíða þeir þess að veður leyfi gluggaskipti. Þak tengigangs var endurnýjað sl. sumar/haust.

Fyrir liggur nú greinargerð hljóðvistarsérfræðings frá Eflu, um hljóðvist í íþróttasal og verður unnið úr henni í framhaldinu.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að þarfagreiningu fyrir sundlaugargarð sem hann hefur unnið. Drögin voru lögð fram til umræðu, en þau voru einnig til kynningar og umræðu í bæjarráði fyrr um daginn.

Góðar umræður fóru fram.

3.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Kynning á undirbúningsvinnu sem er í gangi, vegna fyrirhugaðra orkuskipta fyrir íþróttamiðstöð og grunnskóla.

Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir og upplýsti um stöðu mála.

Hann sagði frá undirbúningsvinnu vegna orkuskipta í íþrótta- og skólamannvirkjum, sem nú er í gangi. Skipta þarf úr olíukyndingu og nýta varmadælutækni til húshitunar mannvirkja.

4.Samningur við íþróttafélag

Málsnúmer 2301038Vakta málsnúmer

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Framlögð voru til kynningar og umræðu drög að samstarfssamningi milli Grundarfjarðarbæjar og Ungmennafélags Grundarfjarðar. Drögin eru í vinnslu.

Björg fór yfir aðdraganda og þörfina á að gera samning við UMFG. Ætlunin er að byrja á þeim samningi en gera síðan samninga við önnur íþróttafélög í bænum.

Góðar umræður fóru fram. Samningsdrögin eru til áframhaldandi vinnslu.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 17:15

5.90 ára afmælishátíð

Málsnúmer 2301039Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Grundarfjarðar verður 90 ára þann 10. júlí nk.
Aðalstjórn stefnir að því að halda veglega afmælishátíð í júlí.
Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hugmyndir aðalstjórnar Ungmennafélagsins um viðburði vegna afmælisins.

Góðar umræður fóru fram.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:15.