Málsnúmer 2302024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 270. fundur - 09.03.2023

Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um aðalfund sem haldinn verður 22. mars nk. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Jafnframt lögð fram dagskrá aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands.
Aðalfulltrúar með setu á fundi SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Ágústa Einarsdóttir. Varafulltrúar eru Sigurður Gísli Guðjónsson, Signý Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.

Til máls tóku JÓK og GS.

Verði forföll í hópi framangreindra fulltrúa veitir bæjarstjórn Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra,

Samþykkt samhljóða.