270. fundur 09. mars 2023 kl. 16:30 - 17:52 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá fundum og viðburðum sem fyrirhugaðir eru á næstunni:

20. mars og 15. maí: mennta- og barnamálaráðuneyti, fræðslufundur um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskólum fyrir alla á Vesturlandi
21. mars eða síðar: skipulags- og umhverfisnefnd
22. mars: Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Fundirnir verða haldnir í Borgarnesi.
23. mars: Bæjarráðsfundur
23. mars: Fundur Eldvarnabandalagsins, bæjarstjóri verður með erindi um "Eigið eldvarnaeftirlit" sveitarfélagsins, Reykjavík.
24. mars: Bæring Cecilsson, 100 ár frá fæðingu - viðburður í Sögumiðstöðinni
24. mars: Boð í opnun nýrrar þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi
28. mars: Fundur með hagsmunaaðilum v/skemmtiferðaskipa, Áfangastaðastofa Vesturlands og sveitarfélögin á Snæfellsnesi.
31. mars: Aðalfundur SAF, bæjarstjóri með erindi um móttöku skemmtiferðaskipa/ skemmtiferðaskipaferðaþjónustu. Stykkishólmi.
31. mars: Landsþing Sambandsins, Reykjavík (Jósef og Björg)
13. apríl: Bæjarstjórnarfundur
Einnig er stefnt á fund með fulltrúum Skógræktarfélags Grundarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands í byrjun apríl.

GS sagði frá því að ferð sveitarstjórnarfólks á vegum SSV verði 28. ágúst til 1. sept. 2023. Farið verður til Skotlands.

3.Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi - Fundargerðir

Málsnúmer 2303006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi frá fundi sem haldinn var 6. mars sl.

4.Bæjarráð - 601

Málsnúmer 2302002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 601. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 601
  • 4.2 2302010 Greitt útsvar 2023
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2023. Bæjarráð - 601 Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 38,2% hærra í janúar 2023 en í janúar 2022. Ekki er marktækt að horfa eingöngu til janúar mánaðar, þar sem greiðslur vegna fyrra árs berast oft í janúar og þær geta verið mismunandi milli ára.
  • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur vegna álagðra opinberra gjalda, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta.
    Bæjarráð - 601 Bæjarráð samþykkir beiðni Sýslumannsins og Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta.

    Samþykkt samhljóða.
  • Óli Þór Jónsson, hjá Eflu og Sigurbjartur Loftsson, hjá W7 slf., sátu fundinn undir þessum lið.

    Lögð fram skýrsla Eflu með verðkönnunargögnum vegna gerðar borhola fyrir varmadælur við Sundlaug Grundarfjarðar.
    Bæjarráð - 601 Óli Þór og Sigurbjartur kynntu verðkönnunargögnin.

    Óla Þór og Sigurbjarti var þakkað fyrir kynninguna. Unnið verður áfram að framvindu málsins.
    Bókun fundar Vísað er til liðar 7 á dagskrá þessa fundar.
  • 4.5 2301007 Framkvæmdir 2023
    Lögð fram úttekt Eflu á hljóðvist í íþróttahúsi.
    Bæjarráð - 601 Farið yfir úttekt Eflu.

    Til áframhaldandi vinnslu.
  • Lagður fram verðsamanburður á gjaldi árskorta í sundlaugar, ásamt tölvupósti frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

    Bæjarráð - 601 Lagt til að árskort í Sundlaug Grundarfjarðar verði valkostur sem bætist við gjaldskrá ársins 2023. Gjald fyrir árskort yrði 35.000 kr.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.

    Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram erindi SnæHopp ehf. um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
    Bæjarráð - 601 Bæjarráð tekur vel í erindið.

    Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að taka fyrir erindið og leggja mat á það.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • Lagðir fram fundapunktar starfshóps um framkvæmdir að Grundargötu 30.
    Bæjarráð - 601 Bæjarráð samþykkir ákvarðanir starfshópsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram úttekt Óskar Sigurðardóttur um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði.
    Bæjarráð - 601 Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, lét umhverfis- og skipulagssvið gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði. Í skýrslunni koma fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki, t.d. Römpum upp Ísland.

    Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari skoðunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og felur umhverfis- og skipulagssviði frekari framgang málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra frá fundi hennar með formanni Félags eldri borgara í Grundarfirði.
    Bæjarráð - 601
  • Lagt fram til kynningar þakkarbréf bæjarstjóra vegna 2022 til Lionsklúbbs Grundarfjarðar.
    Bæjarráð - 601
  • Lagt fram til kynningar þakkarbréf bæjarstjóra vegna 2022 til Kvenfélagsins Gleym-mér-ei.
    Bæjarráð - 601
  • Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Kvenfélagsins Gleym-mér-ei um búnað í samkomuhúsi.
    Bæjarráð - 601
  • Lögð fram til kynningar áramótakveðja frá Grundapol í Paimpol, Frakklandi, ásamt fréttum.
    Bæjarráð - 601 Bæjarráð þakkar Grundpol fyrir góða kveðju og sendir bestu kveðjur til baka.
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Háskólans á Hólum um stöðu málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar.
    Bæjarráð - 601
  • Lagt fram til kynningar boð Mennta- og barnamálaráðuneytisins til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu, sem haldinn verðu 6. mars nk.
    Bæjarráð - 601
  • Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga varðandi arð af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu.
    Bæjarráð - 601
  • Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins.
    Bæjarráð - 601
  • Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Hafnarsambands Íslands vegna ársins 2022.
    Bæjarráð - 601

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 246

Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 163,6 m2 einbýlishúsi við Hlíðarveg 7 samkvæmt aðaluppdráttum frá Teiknistofunni Kvarða, dagsettum 22. janúar 2023.
    Um er að ræða hús með staðsteyptum undirstöðum og plötu. Burðarkerfi útveggja og þaks er úr timbri, útveggir verða klæddir með báruðum málmplötum og sement-fiber plötum. Nýtingarhlutfallið á lóðinni er 0,28. Þar sem lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 246 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 2, 5, 6 og 9 og Grundargötu 7, 9, 11. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu tillaga landeigenda Skerðingsstaða að deiliskipulagi vegna hótels í landi Skerðingsstaða ásamt samantekt athugasemda og umsagna sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum skipulags- og umhverfisnefndar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. sem byggir á niðurstöðum umræðna á 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 6. desember sl. en þá fól nefndin skipulagsfulltrúa að vinna áfram drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður og tillögur fundarins og leggja fullmótuð drög fyrir fund nefndarinnar.

    Bæjarfulltrúar voru boðnir velkomnir inn á fundinn undir þessum lið og er þeim þakkað fyrir þátttöku í umræðum. Halldór Jónsson hrl. sat einnig fundinn undir þessum lið en auk hans hefur Ívars Pálssonar lögmaður aðstoðað nefndina við mótun umsagna vegna athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Bæjarfulltrúar og Halldór yfirgáfu fundinn áður en nefndin tók málið til afgreiðslu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 246 Skipulags- og umhverfisnefnd telur framlagða tillögu landeigenda Skerðingsstaða að deiliskipulagi fyrir hótel í grundvallaratriðum vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. Nefndin telur að tillagan og umhverfisskýrslan ásamt viðaukum gefi í meginatriðum greinargóða mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum, starfsemi og mögulegum umhverfisáhrifum. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu með eftirfarandi skilyrðum:

    1. Að meginhugmynd sú að hótelbyggingu sem kynnt hefur verið með deiliskipulagstillögunni verði áfram ráðandi í hönnun hennar, enda hefur landeigandi að mati nefndarinnar brugðist við sjónarmiðum umsagnaraðila á margvíslegan hátt, t.d. með formun ráðgerðrar byggingar, vali á yfirborðsefnum, lágmörkun lýsingar o.fl. Verði gerðar umtalsverðar breytingar á útlitshönnun byggingarinnar eða ásýnd, þá geti það kallað á breytingu á deiliskipulagi. Mat á því hvort slíkar breytingar kalli á breytingu á deiliskipulagi er hjá sveitarfélaginu.

    2. Að fornminjar á skipulagssvæðinu, nánar tiltekið gamli bæjarhóllinn, verði verndaður á framkvæmdatíma og að landeigandi geri grein fyrir verndunaráformum í umsókn um byggingar- og/eða framkvæmdaleyfi.

    3. Að fjöldi, gerð, fyrirkomulag og frágangur bílastæða verði bundinn í deiliskipulaginu (þ.e. 0.5 stæði fyrir hvert hótelherbergi og 1 stæði fyrir 60-manna rútu fyrir hver 25 herbergi auk stæða fyrir fatlaða) sbr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Upplýsingar um bílastæði skuli koma fram á uppdrætti og í greinargerð. Breytingar á skilmálum um bílastæði kalla á breytingu á deiliskipulagi.

    4. Að uppfylltar verði ítrustu kröfur um fráveitu- og hreinsibúnað (ítarlegri en tveggja þrepa skv. umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands), vöktun og mótvægisaðgerðir komi til bilana og/eða skyndimengunar í fráveitukerfi bygginga og/eða svæða utanhúss. Þar sem um er að ræða sérstaklega viðkvæman stað við Lárvaðal, sem er á verndarsvæði Breiðafjarðar, skal við veitingu byggingar- og/eða framkvæmdaleyfis leggja sérstaka áherslu á að fráveitu- og heilbrigðismál séu með þeim hætti að ekki stafi af þeim hætta á mengun.

    5. Að gerðar verði ítrustu kröfur um frágang vegna framkvæmda sem tengjast vatnsöflun. Bæta skal við í greinargerð að vatnsból og lagnir frá því skuli uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 536/2001 og að slík vatnsból séu háð starfsleyfi.

    6. Að landeigandi leitist sérstaklega við að lágmarka hverskyns truflun eða neikvæð áhrif sem starfsemi hótelsins kann að hafa á fugla, fiska og annað lífríki í, á og við Lárvaðal, sem tilheyrir verndarsvæði Breiðafjarðar. Lögbundnir umsagnaraðilar skulu leggja mat á þennan þátt við meðferð starfsleyfisumsóknar.

    7. Að landeigandi hefti ekki aðgengi almennings að Lárvaðli sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 en þar segir: "... Við afmörkun lóða á svæðum utan þéttbýlis skal þess gætt að rými sé fyrir aðkomu að og meðfram vötnum, ám og sjó".

    8. Að engar framkvæmdir verði innan 50 m frá Lárvaðli og að framkvæmdasvæðið fari ekki inn fyrir þau fjarlægðarmörk sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013: "Utan þéttbýlis skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m“.

    9. Að bæta skuli við örnefnunum „Breiðafjörður“ og "Lárvaðall-sjávarlón" á skipulagsuppdráttinn og sýna afmörkun verndarsvæðis Breiðafjarðar. Jafnframt skal í greinargerðinni árétta að Lárvaðall sé á verndarsvæði Breiðafjarðar, að þar sé mikilvægt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki og að hönnun hótelsins og starfsemi þess taki mið af því.

    10. Að bæta skuli við greinargerðina að vegtenging við þjóðveginn verði útfærð nánar í hönnun svæðisins og skuli það gert í fullu samráði við Vegagerðina eins og gildir um allar framkvæmdir innan 50 m veghelgunarsvæðis. Kalli hönnun vegstæðis á verulega breytingu, skal það gert á grundvelli breytingar á deiliskipulagi.

    11. Að leitað verði leiða til þess að lágmarka ljós- og hávaðamengun sem starfsemin kann að valda utan svæðisins. Lögbundnir umsagnaraðilar skulu leggja mat á þennan þátt við meðferð starfsleyfisumsóknar.

    12. Að brunahönnun hótelsins taki mið af hæð og umfangi byggingarinnar með tilliti til aðgengis að slökkvivatni í samræmi við gildandi reglugerðir og þess búnaðar sem tiltækur er hjá slökkviliði sveitarfélagsins og áætlaðs viðbragðstíma. Staðsetja skal brunahana á uppdrætti.

    13. Að eftirfarandi upplýsingar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt: 1 m hæðarlínur, leiðbeinandi staðsetning rotþróar, leiðbeinandi staðsetning hreinsibúnaðar fráveitukerfis. Að öðru leyti er vísað til 7. kafla skipulagsreglugerðar nr 90/2013.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023 að umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar, með þeim ábendingum sem fram hafa komið á fundinum.
    Bókun fundar ÁE vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK, BS, GS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða deiliskipulagstillögu með þeim skilyrðum og óverulegu breytingum, sem skipulags- og umhverfisnefnd bókaði í liðum 1-13 (sjá fundargerð nefndarinnar).

    Bæjarstjórn samþykkir einnig tillögu skipulagsfulltrúa að svörum/umsögn skipulags- og umhverfisnefndar við athugasemdum/umsögnum sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að koma svörum til þeirra sem gerðu athugasemdir og umsagnir um deiliskipulagstillöguna.

    Ennfremur felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi deiliskipulagsins með því að hlutast til um lagfæringar á því í samræmi við afgreiðslu þessa og senda það með öllum tilheyrandi gögnum til Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 41.gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

    Einnig liggur fyrir fundargerð svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, sbr. dagskrárliður 3, þar sem svæðisskipulagsnefnd fjallaði um málið.

    Samþykkt samhljóða.

    ÁE tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lögð fram til kynningar tölvupóstsamskipti bæjarstjóra við Vegagerðina um frekari öryggisráðstafanir á vegi í og við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss.

    Öryggisteymi Vegagerðarinnar skoðaði aðstæður í október/nóvember á sl. ári og hefur nú kynnt afrakstur þeirrar skoðunar. Um er að ræða nokkrar aðgerðir, sem miða að auknu umferðaröryggi vegfarenda. Slík framkvæmd krefst hönnunar og sérstaks fjármagns, að því er fram kemur í tölvupósti Vegagerðarinnar.

    Á 269. fundi sínum þann 9. febrúar sl. benti bæjarstjórn á að skoða þurfi hvort bæta megi úr vatnssöfnun sem verður í leysingum við Þjóðveg 54, neðan Fellsenda, vestan þéttbýlisins.
    Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að vísa framangreindum gögnum til kynningar og umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 246
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 25. janúar sl., varðandi skipulagsáætlanir.

    Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eiga skipulagsáætlanir nú að vera unnar og skilað á stafrænu formi til Skipulagsstofnunar.
    Þetta lagaákvæði tók gildi fyrir svæðisskipulag og aðalskipulag þann 1. janúar 2020 og mun taka gildi fyrir deiliskipulag þann 1. janúar 2025.

    Skipulagsstofnun er ætlað að gera skipulagsáætlanir á stafrænu formi aðgengilegar og hefur stofnunin nú opnað aðalskipulagssjá; vefsjá fyrir stafrænt aðalskipulag sem finna má á vef stofnunarinnar. Þar er nú að finna þær aðalskipulagsáætlanir sem skilað hefur verið til stofnunarinnar á stafrænu formi. Fyrirhugað er að birta stafræn gögn aðalskipulags allra sveitarfélaga á landinu í vefsjánni.

    Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er stafrænt skipulag og er að finna í vefsjánni. Auk þess hefur Grundarfjarðarbær komið sér upp sinni eigin vefsjá, þar sem stafrænt aðalskipulag og fleiri gögn eru birt, sjá: https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 246
  • Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna, dags. 3. febrúar sl., um ágang búfjár, álit umboðsmanns Alþingis og úrskurð dómsmálaráðuneytisins.

    Erindið var lagt fram til kynningar á 269. fundi bæjarstjórnar þann 9. febrúar sl. og vísaði bæjarstjórn erindinu til kynningar hjá skipulags- og umhverfisnefnd þar sem nefndin fer með fjallskilamál skv. ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 246

6.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur rætt við fleiri ungmenni um að taka sæti í ungmennaráði. Þegar hafa verið kosnir þrír aðalmenn.
Lagt til að Áslaug Stella Steinarsdóttir og Telma Fanný Svavarsdóttir verði kosnar aðalmenn í ungmennaráð og Páll Hilmar Guðmundsson og Ívar Orri Sigurðarson verði varamenn í ungmennaráði.

Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

Samþykkt samhljóða.

7.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Lögð fram verðkönnunargögn Eflu ásamt tilboðum í borun á holum vegna varmaskiptalausna fyrir íþrótta- og skólamannvirki. Þrjú tilboð bárust.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

8.SSV - Aðalfundarboð

Málsnúmer 2302024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um aðalfund sem haldinn verður 22. mars nk. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Jafnframt lögð fram dagskrá aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands.
Aðalfulltrúar með setu á fundi SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Ágústa Einarsdóttir. Varafulltrúar eru Sigurður Gísli Guðjónsson, Signý Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.

Til máls tóku JÓK og GS.

Verði forföll í hópi framangreindra fulltrúa veitir bæjarstjórn Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra,

Samþykkt samhljóða.

9.FSS - Fundargerð 129. fundar stjórnar

Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 16. nóvember 2022.

10.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 211. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 17. janúar sl.
Fylgiskjöl:

11.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Fundir um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Mennta- og barnamálaráðuneytis um fræðslu- og umræðufund um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskólum fyrir alla á Vesturlandi. Fundartímar verða 20. mars og 15. maí nk.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Sveitarfélagaskólinn framhald

Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á framhaldsnámskeiði í Sveitafélagaskólanum. Námskeiðið verður haldið 29. mars nk.

13.Innviðaráðuneytið - Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2303003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 28. febrúar sl., vegna fjárhagsáætlunar 2023.

14.Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. - Umhverfisvöktun aflagðs urðunarstaðar í Kolgrafafirði

Málsnúmer 2303001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umhverfisskýrsla Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. vegna vöktunar umhverfisþátta 2022 við aflagðan urðunarstað í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. febrúar sl.

16.Umhverfisstofnun - Loftslagsdagurinn 4. maí 2023

Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar um Loftlagsdag 2023 sem haldinn verður 4. maí nk.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:52.