Málsnúmer 2303007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 271. fundur - 13.04.2023

Til máls tóku JÓK og DM.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 168. fundar skólanefndar.
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskólans, var gestur fundarins í fjarfundi.

    Var hann boðinn velkominn á fundinn.
    Skólanefnd - 168 Skólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi grunnskólans, Eldhamra og tónlistarskólans:

    - Eldhamrar: starfið hefur gengið vel og nýir nemendur aðlagast vel, þau sem verða fimm ára á árinu og eru komin á Eldhamra nokkru fyrr en ætlað var.
    - Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grunnskólanum í dag, en það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt í henni. Síðar fer fram keppni skólanna á Snæfellsnesi.
    - Árshátíð nemenda verður á morgun, 30. mars. Hún er tvískipt, fyrir yngri og eldri nemendur.
    - Skólalóðin og endurbætur á henni: sérstakur starfshópur hefur verið með hana til skoðunar og hefur skipulagsfulltrúi/sviðsstjóri aðstoðað hópinn. Nemendur hafa unnið tillögur um skólalóðina og Sigurður sagði frá fundi með arkitekt, sem fenginn var til að rýna lóðina og þau atriði sem fram komu í vinnu starfshópsins og nemenda.
    - Vortónleikar tónlistarskólans verða 17. maí nk.
    - Átta nemendur fara á Landsmót lúðrasveita í Vestmannaeyjum 19.-20. maí nk.

    Bæjarstjóri og skólastjóri sögðu frá framkvæmdum sem eru í gangi og í undirbúningi (grunnskóli, íþróttahús, skólalóð).

    Sérstaklega hafa reglulegar öryggisúttektir vegna eldvarna og skólalóðar verið til úrvinnslu að undanförnu, þ.e. að atriði í úttektum slökkviliðsstjóra, heilbrigðiseftirlits, skoðunarúttekt leiksvæða o.fl. hafa verið framkvæmd og/eða komið í vinnslu.

  • .2 2207023 Skólastefna
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi frá Ásgarði er gestur undir þessum lið í gegnum fjarfund og var hann boðinn velkominn.

    Áfram situr fundinn Sigurður Gísli, skólastjóri grunnskóla, sem og Margrét Sif, Elísabet Kristín og Kristín Alma, sbr. næsta lið fundarins.



    Skólanefnd - 168 Farið var yfir markmið og helstu þætti í vinnu við endurskoðun skólastefnu, sem er framundan, í samræmi við verkáætlun Ásgarðs.

    Gunnþór leggur til að skipaðir verði fulltrúar í stýrihóp um endurskoðunina.
    Skólanefnd leggur til að bæjarstjórn taki það fyrir og skipi fulltrúa í stýrihópinn.

    Gunnþór mun leggja nánari tíma- og verkáætlun fram, til skólanefndar.

    Gunnþóri var þakkað fyrir góðar upplýsingar og umræður.



  • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla sat þennan lið í fjarfundi, Elísabet Kristín Atladóttir sem fulltrúi foreldra (úr foreldraráði) og Kristín Alma Sigmarsdóttir sem fulltrúi kennara/starfsfólks leikskólans.

    Voru þær boðnar velkomnar á fundinn.
    Skólanefnd - 168 Margrét Sif skólastjóri Leikskólans Sólvalla sagði frá því helsta úr skólastarfinu að undanförnu:

    - Inntaka nýrra barna, 12 mánaða, hefur gengið vel
    - Aðlögun 5 ára barna gengið vel á Eldhömrum, en þar er um að ræða samstarf Sólvalla og Eldhamra.
    - Starfsmannamál, leikskólastjóri sagði frá stöðu í starfsmannamálum, sem standa ágætlega núna.
    - Breytingar sem gerðar voru á starfsemi eldhúss hafa mælst mjög vel fyrir. Leikskólastjóri leggur til að fyrirkomulag þetta verði einnig haft á komandi skólaári.
    - Skóladagatal: leikskólastjóri er komin með drög að starfsáætlun/skóladagatali, sem þarf að samræma/vinna með skólastjóra grunnskólans.

    Skólanefnd staðfestir breytingu á skóladagatali leikskólans, um að starfsdagur þann 19. apríl nk. falli niður og verði því almennur kennsludagur. Skólanefndin hafði áður gefið rafrænt samþykki og leikskólastjóri hefur kynnt foreldrum þessa breytingu.
    Starfsdagurinn var ætlaður í námsferð erlendis, sem ekki er farin í ár en stefnt er að því að fara á næsta ári í staðinn.

    Skólanefnd ræddi breytingar á vistunartíma barna og breytingar á gjaldskrá.
    Leikskólastjóri leggur til að tekið verði upp 15 mínútna gjald, fyrir tímann frá 7:45-8:00 og 16:00-16:15. Hún vísar í að slíkt fyrirkomulag myndi auka verulega yfirsýn stjórnenda leikskólans og gera það að verkum að auðveldara verði að sjá þörf fyrir starfsfólk á þessum tíma. Slíkt fyrirkomulag er á mörgum leikskólum.
    Rætt ítarlega og farið yfir mögulegt fyrirkomulag, kosti og galla.

    Skólanefnd mælir með við bæjarstjórn að tekið verði upp það fyrirkomulag að foreldrar/forráðamenn geti valið um að hafa börn sín í auka korter fyrir og eftir reglulegan opnunartíma, sem er 8-16, og greiði þá sérstakt, hóflegt gjald fyrir þann tíma, sbr. gjaldskrá.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, DM og SGG.

    Bæjarstjórn vísar tillögu um breytingu á fyrirkomulagi/gjaldskrá til bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar. Skólanefnd - 168
  • Lagt fram til kynningar efni um fund sem haldinn var 6. mars sl. Skólanefnd - 168