Málsnúmer 2304009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 248. fundur - 08.05.2023

Sótt er um að endurnýja ytri klæðningar og útlit á bílskúr til samræmis við einbýlishús á lóðinni við Hlíðarveg 5. Einnig er sótt um að reisa skyggni á vesturhlið bílskúrs með því að framlengja þak út á stálburðarvirki. Skyggnið er u.þ.b. 12 m2, sem er um 25% stækkun á þaki miða við núverandi bílskúrsþak og fellur þ.a.l. ekki undir lið e. í gr. 2.3.6 um lítilsháttar breytingar á burðarvirki sem nemur minna en 5% af hjúpfleti, þó aldrei meira en 5m2. Er það mat byggingafulltrúa að umrædd framkvæmd falli í umfangsflokk 1, í gr.1.3.2. í byggingareglugerð: "Minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð."

Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingafulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða breytingu á klæðningu þar sem klæðning á bílskúr er í samræmi við klæðningu á húsi sem var grenndarkynnt 21. október 2020. Nefndin telur að fyrirhugað skyggni komi ekki til með að hafa nein grenndaráhrif.
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita byggingarheimild fyrir skyggni að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.