Sótt er um að endurnýja ytri klæðningar og útlit á bílskúr til samræmis við einbýlishús á lóðinni við Hlíðarveg 5. Einnig er sótt um að reisa skyggni á vesturhlið bílskúrs með því að framlengja þak út á stálburðarvirki. Skyggnið er u.þ.b. 12 m2, sem er um 25% stækkun á þaki miða við núverandi bílskúrsþak og fellur þ.a.l. ekki undir lið e. í gr. 2.3.6 um lítilsháttar breytingar á burðarvirki sem nemur minna en 5% af hjúpfleti, þó aldrei meira en 5m2. Er það mat byggingafulltrúa að umrædd framkvæmd falli í umfangsflokk 1, í gr.1.3.2. í byggingareglugerð: "Minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð."
Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingafulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita byggingarheimild fyrir skyggni að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.