248. fundur 08. maí 2023 kl. 16:30 - 20:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
    Aðalmaður: Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Arnar Kristjánsson (AK)
    Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Hlíðarvegur 5 - umsókn um byggingarleyfi, skyggni á bílskúr

Málsnúmer 2304009Vakta málsnúmer

Sótt er um að endurnýja ytri klæðningar og útlit á bílskúr til samræmis við einbýlishús á lóðinni við Hlíðarveg 5. Einnig er sótt um að reisa skyggni á vesturhlið bílskúrs með því að framlengja þak út á stálburðarvirki. Skyggnið er u.þ.b. 12 m2, sem er um 25% stækkun á þaki miða við núverandi bílskúrsþak og fellur þ.a.l. ekki undir lið e. í gr. 2.3.6 um lítilsháttar breytingar á burðarvirki sem nemur minna en 5% af hjúpfleti, þó aldrei meira en 5m2. Er það mat byggingafulltrúa að umrædd framkvæmd falli í umfangsflokk 1, í gr.1.3.2. í byggingareglugerð: "Minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð."

Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingafulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða breytingu á klæðningu þar sem klæðning á bílskúr er í samræmi við klæðningu á húsi sem var grenndarkynnt 21. október 2020. Nefndin telur að fyrirhugað skyggni komi ekki til með að hafa nein grenndaráhrif.
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita byggingarheimild fyrir skyggni að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.

2.Sæból 44- umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2305011Vakta málsnúmer

Sótt er um að byggja við húsið á Sæbóli 44. Upphaflegar teikningar af húsinu, frá 1983, gerðu ráð fyrir bílskúr á norðurgafli. Sótt er um að fá að lengja / breikka núverandi hús um 5,4 m, sama fjarlægð og var teiknuð upp 1983. Einnig er sótt um að hækka þakið á bílskúrnum til samræmis við húsið.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkomin gögn ófullnægjandi þar með talið uppáskrifað samþykki annarra eiganda hússins, þar sem um parhús er að ræða. Jafnframt telur nefndin teikningar ófullnægjandi og að þær verði að taka til beggja hluta hússins. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um hvers konar viðbyggingu er að ræða þ.e.a.s. byggingu bílskúrs eða stækkunar á íbúð.
Hafnarstjórn sat fundinn undir þessum lið

3.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lögð er fram til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) ásamt minnisblaði samgöngusérfræðinga ráðgjafarstofunnar Eflu, dags. 04.05.2023, sem unnið var að beiðni bæjarstjórnar (271. fundur 13. apríl sl.). Í minnisblaðinu er lagt mat á umferðarflæði og umferðaröryggi vinnslutillögunnar.

Á fundinn kemur Silja Traustadóttir skipulagsráðgjafi.

Forsaga (stytt og umorðað af skipulagsfulltrúa):
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingar á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði) var auglýst 30. nóvember 2022.

Á 245. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar sl. var lögð fram til kynningar vinnslutillaga með tveimur mismunandi valkostum er varða umferðarflæði og umferðaröryggi vegfarenda á skipulagssvæðinu (valkostur 1B og 1B-bráðabirgðalausn dags. 02.01.2023).

Á 3. fundi hafnarstjórnar 9. jan sl. var ofangreind vinnslutillaga með tveimur valkostum lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn tók jákvætt í helstu atriði en taldi að enn ætti eftir að skerpa á mikilvægum atriðum. Hafnarstjórn taldi nauðsynlegt að taka tillögu að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi hafnarsvæðis til frekari umræðu áður en hún verði lögð fyrir bæjarstjórn. Umfjöllun/afgreiðslu var því frestað.

Á 4. fundi hafnarstjórnar 23. jan sl. var vinnslutillagan (dags. 02.01.2023) lögð fram að nýju. Hafnarstjórn lagði til eftirfarandi meginbreytingar:
-Stækkun landfyllingar í krika Norðurgarðs og lína dregin í stefnu við núverandi brún grjótgarðs við flotbryggju.
-Lenging Miðgarðs um allt að 50 m.
-Færsla deiliskipulagsmarka þannig að þau taki ekki til landfyllingar sunnan Miðgarðs (farið verði í vinnu við deiliskipulag suðurhuta hafnarsvæðisins beint í kjölfar vinnu við þessa deiliskipulagsbreytingu).
-Óbreytt landnotkun á hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir taki mið af starfsemi hafnarinnar og hafnsækinni starfsemi.
-Óbreytt umferðarflæði og rútustæði áfram á hafnarbakka og hugað verði frekar að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn fól jafnframt formanni/bæjarstjóra að taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa, sbr. minnisblað bæjarstjóra til skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar sl., sent 8. febrúar sl.

Á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 4. apríl sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti í grundvallaratriðum að auglýsa breytta deiliskipulagstillöguna, sem uppfærð hafði verið m.t.t. ábendinga hafnarstjórnar (dags.07.02.2023 í samræmi við valkost 1B - bráðabirgðalausn). Skipulagsnefnd óskaði eftir því að lóð umhverfis hjall við Nesveg 14 yrði stækkuð í samræmi við legu fyrirhugaðs útivistastígs og að kvöð um að hjallurinn sé víkjandi á skipulagi verði aflétt.

Á 5. fundi hafnarstjórnar 12. apríl sl. samþykkti stjórnin fyrir sitt leyti tillöguna, sem hafði verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum og ábendingum formanns hafnarstjórnar (dags. 07.02.2023) í samræmi við 1B-bráðabirðalausn þ.m.t. færslu á mörkum skipulagssvæðis og með tillögu/ósk um bráðbirgðanýtingu norðanvert á lóð nr. 4 við Nesveg fyrir biðstæði fyrir rútur (með mögulegu samkomulagi við lóðarhafa) og staðsetningu rútustæða sunnan hafnarvogar.

Á 271. fundi sínum þann 13. apríl sl. fól bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn. Bæjarstjórn fól jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu.

Tillagan ásamt minnisblaði er nú lögð aftur fyrir skipulags- og umhverfisnefnd í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur fyrir greinargóða yfirferð. Nefndin samþykkir framlagða tillögu en leggur jafnframt ríka áherslu á að farið verði í áframhaldandi deiliskipulagsvinnu fyrir "Miðsvæði Hafnar -Reitur 3" sunnan við miðgarð þar sem unnið verður frekar að lausnum hvað varðar umferðaröryggi á hafnarsvæði, þ.m.t. rútustæði til framtíðar.

Jafnframt leggur nefndin til að unnin verði nú þegar aðgerðaáætlun sem taki mið af núverandi ástandi þar sem gert verði ráð fyrir biðstæðum fyrir rútur á landfyllingu sunnan við Borgarbraut 1 og bráðabirgðastæðum sunnan við vigtarskúr þannig að rútur snúi að gamla kaupfélagshúsinu. Nefndin leggur áherslu á samráð við lóðarhafa við gerð þessarar aðgerðaráætlunar.


Gestir

  • Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi - mæting: 17:00
  • Hafnarstjórn - mæting: 17:00

4.Önnur mál hjá umhverfis- og skipulagssviði

Fundi slitið - kl. 20:50.