Málsnúmer 2306003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 249. fundur - 05.06.2023

Lagt er fram til kynningar áskorun frá Eyja- og Miklaholtshreppi vegna sauðfjárveikivarna.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur hreppsnefndar Eyja- og Miklaholtshrepps og áskorun til viðeigandi aðila um að koma sauðfjárveikivarnagirðingum í betra horf.

Bæjarstjórn - 273. fundur - 08.06.2023

Lögð fram til kynningar áskorun Eyja- og Miklaholtshrepps vegna sauðfjárveikivarna, sem einnig var lögð fyrir 249. fund skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarstjórn tekur undir áskorun Eyja- og Miklaholtshrepps og lýsir yfir áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga sem tryggja eiga einangrun og heilbrigði sauðfjár í Snæfellsneshólfi. Veruleg þörf er á endurnýjun og endurbótum girðingarinnar.

Í ljósi þess að Snæfellsneshólf gegnir mikilvægu hlutverki sem líflambasölusvæði, m.a. í fjárskiptum, er brýnt að halda hólfinu hreinu og er girðingin lykilþáttur í því.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á matvælaráðuneytið og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í t.d. Miðfjarðarhólfi.

Bæjarstjóra falið að koma bókun bæjarstjórnar á framfæri við matvælaráðuneytið, MAST, fjármála- og efnahagsráðuneytið, aðliggjandi sveitarstjórnir og þingmenn NV-kjördæmis.

Samþykkt samhljóða.