Málsnúmer 2306018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 250. fundur - 26.06.2023

Lögð er fram fyrirspurn vegna klæðningar á raðhúsi við Sæból 31-31c. Húseigendur hafa í hyggju að klæða húsið með grárri aluzink klæðningu. Byggingarfulltrúi telur málið falla undir gr. 2.3.4 í byggingareglugerð nr. 112/2012 en þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrirhugaða breytingu vera óverulega skv. 2.3.4 gr. byggingarreglugerðar og ekki skerða hagsmuni nágranna. Breytingin kallar því ekki á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.