Málsnúmer 2306020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Lögð fram fyrirspurn Vélsmiðju Grundarfjarðar dags. 12. júní 2023 um byggingarlóðir fyrir iðnaðarhúsnæði, en Vélsmiðjan hefur áhuga á að byggja á tveimur nýjum lóðum. Spurst er fyrir um lóðirnar Hjallatún 1 og 3.

Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og vísar í afgreiðslu sína undir lið 2.6. hér að framan, um deiliskipulag iðnaðarsvæðisins við Kverná og auglýsingu á lausum lóðum.