Málsnúmer 2306024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Lagt fram uppgjör skólaaksturs á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en taprekstur á haustönn 2022 nam kr. 1.920.679,-
Hlutur Grundarfjarðarbæjar og greiðsla vegna þess er 537.790 kr.

Í erindinu fer skólameistari FSN fram á að sveitarfélögin þrjú á norðanverðu Snæfellsnesi beiti sér í sameiningu fyrir breytingu á strætóakstri þannig að nemendur geti nýtt sér ferðir Strætó frá og með janúar 2024.
Bæjarráð tekur jákvætt í það og tekur undir með skólameistara um nauðsyn þess að samnýta/samhæfa skólaakstur FSN og ferðir Strætó á Snæfellsnesi, í samræmi við þá vinnu sem fram hefur farið undanfarin misseri við að undirbúa þetta, með aðkomu SSV.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessu á framfæri á viðeigandi stöðum.