Málsnúmer 2309021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 251. fundur - 19.09.2023

Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Grundargötu 62 um útlitsbreytingu á húsi sem felst í nýrri ljósgrárri bárujárnsklæðningu sem lögð verður lárétt með brúnlituðum timburpanil undir eða yfir gluggum.Nýklæðning þegar byggðra mannvirkja er tilkynningarskyld framkvæmd sbr. b-lið 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 2.3.4. gr. reglugerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur útlitsbreytinguna vera óverulega og að ekki þurfi að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.