251. fundur 19. september 2023 kl. 16:30 - 20:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Davíð Magnússon (DM)
 • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
 • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
 • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
 • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár

1.Grundargata 62 - klæðning húss og endurnýjun á þaki

Málsnúmer 2309021Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Grundargötu 62 um útlitsbreytingu á húsi sem felst í nýrri ljósgrárri bárujárnsklæðningu sem lögð verður lárétt með brúnlituðum timburpanil undir eða yfir gluggum.Nýklæðning þegar byggðra mannvirkja er tilkynningarskyld framkvæmd sbr. b-lið 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 2.3.4. gr. reglugerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur útlitsbreytinguna vera óverulega og að ekki þurfi að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lísa Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

2.Sólvellir 5 - Umsókn um byggingarleyfi, endurbygging

Málsnúmer 2210013Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Sólvalla 5, KB bílaverkstæði ehf., um endurbyggingu á iðnaðarhúsi sem brann.Erindið var áður tekið fyrir á 249. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. júní sl. og lagði nefndin til að uppdrættir yrðu grenndarkynntir þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðum reit og umfang fyrirhugaðrar byggingar var meira en þeirrar byggingar sem áður stóð á lóðinni. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.Nú liggja fyrir uppfærðar teikningar, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyttir uppdrættir, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni, kalli ekki á nýja grenndarkynningu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Lísa kemur aftur inn á fund.

3.Fellasneið 10 - breyting á nýtingu á húsnæði

Málsnúmer 2309029Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn lóðarhafa að Fellasneið 10 varðandi breytingar á á skráningu bílskúrs í íbúð sbr. framlagða teikningu og ljósmyndir en bílskúrinn var innréttaður sem íbúð af fyrri eigendum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyta skráningu bílskúrs í íbúð og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingareglugerðar uppfylltum.

4.Mæstro street food - umsókn um stöðuleyfi 2023-2024

Málsnúmer 2309010Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Mæstro street food um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matvagn á miðbæjarreit eða frá 1. október 2023 til 1. október 2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita áframhaldandi stöðuleyfi til 1. október 2024.
Björg Ágústsdóttir og Arnar Kristjánsson f.h. hafnarstjórnar sátu fundinn undir þessum lið.

5.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Vísað til hjálagðs yfirlits yfir meðferð málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 23/2010 ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 í samræmi við 1. mgr. 36. gr., 31. gr. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

Gestir

 • Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu - mæting: 17:00

6.Þórdísarstaðir - óveruleg br. á aðalskipulagi

Málsnúmer 2306022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi, vegna Þórdísarstaða. Reiknað er með að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild 28. september nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Þórdísarstaðir - Stöðvun framkvæmda

Málsnúmer 2307004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa vegna beiðni um endurupptöku á umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á hesthúsi og hlöðu á Þórdísarstöðum.Umsóknin var tekin fyrir á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. apríl sl. og taldi nefndin að fyrirhuguð breyting samræmdist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og að slík breyting kallaði á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Í kjölfarið létu landeigendur vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og kynnti breytinguna á síðu stofnunarinnar. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Stofnunin staðfesti breytinguna 13. september sl. reiknað er með að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 28. september nk.Þann 4. júlí sl. barst ábending um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilins byggingarleyfis. Í vettvangsskoðun byggingarfulltrúa reyndist ábendingin vera rétt og voru framkvæmdir stöðvaðar, sbr. bréf til landeigenda dags. 6. júlí sl.Þann 11. júlí sendu landeigendur inn beiðni um endurupptöku máls á grundvelli þess að nefndin hefði afgreitt byggingarleyfisumsóknina á röngum forsendum. Byggingarfulltrúi svaraði erindinu með bréfi dags. 11. september þar sem endurupptöku var hafnað. Sviðstjóri ítrekaði við landeigendur í tölvupósti 12. september sl. að verði uppfærð gögn í fullu samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi, þyrfti ekki að taka málið aftur fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd heldur myndi byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Lagt fram til kynningar.

8.Stígamál í Grundarfirði - Fjallahjólaleiðir

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar og umræðu erindi Leifs Harðarsonar um leiðir í Grundarfjarðarbæ sem hentað gætu fyrir fjallahjól, sem njóta vaxandi vinsælda.

Svipuð erindi hafa borist nágrannasveitarfélögum og eru þar til skoðunar. Svæðisgarðurinn er einnig að skoða stíga og leiðir til ýmissa nota í verkefninu Fyrirmyndarstígar á Snæfellsnesi og er þar m.a. verið að skilgreina og kortleggja hjólaleiðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar hverskyns nýjungum í útivist og heilsubót. Nefndin leggur til að skilgreindar verði sérstakar leiðir sem henta fjallahjólum s.s. malarstígar, götur o.fl en bendir jafnframt á að víða í umhverfinu séu viðkvæm svæði og hætta á gróður- og jarðvegsrofi sem taka þurfi tillit til. Nefndin leggur til að fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd fundi með aðilum ásamt starfsmönnum nefndanna.

9.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar hönnun á neðri hluta Hrannarstígs sem gönguvænni miðbæjargötu, sbr. afgreiðslu bæjarráðs á fundum í sumar.
Lagt fram til kynningar.

10.Beiðni um umsögn dsk frístbyggð á Stóra-Kambi

Málsnúmer 2307010Vakta málsnúmer

Beiðni um umsögn vegna deiliskipulags frístundabyggðar á Stóra-Kambi í Snæfellsbæ með allt að 12 frístundahúsum, þjónustusvæðis við þjóðveg og opins svæðis austan frístundabyggðarinnar.Skipulagsfulltrúi hefur sent eftirfarandi umsögn: Grundarfjarðarbær gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð o.fl. á Stóra-Kambi í Snæfellsbæ. Deiliskipulagssvæðið er ekki talið hafa áhrif á svæði eða hagsmuni innan lögsögu Grundarfjarðarbæjar.
Til fram til kynningar.

11.Sveitarfélagið Stykkishólmur - Ágangur búfjár

Málsnúmer 2309001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sveitarfélagsins Stykkishólms frá 25. ágúst sl. um aðgerðir vegna ágangs sauðfjár.Ennfremur vakin athygli á meðferð bæjarráðs á fundi þann 19. júlí sl. á máli varðandi ágangsfé, sbr. bókun máls: https://www.grundarfjordur.is/is/moya/one/meeting/case/2307006
Lagt fram til kynningar.

12.Lágmarkshæðarviðmið Vegagerðar vegna landhæðar og gólfkóta

Málsnúmer 2309012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um lágmarks land- og gólfhæð á lágsvæðum við strendur Grundarfjarðarbæjar. Samkvæmt reiknilíkani siglingasviðs Vegagerðarinnar er:-Lágmarkslandhæð á lágsvæðum við strönd: 6,67m í hafnarkerfi Grfj, 4,48m í eldra landhæðakerfi og 4,47 skv. landmælingum meðalsjávarhæðar.-Lágmarksgólfhæð á lágsvæðum við strönd: 6,97m í hafnarkerfi Grfj, 4,78m í eldra landhæðakerfi og 4,77 skv. landmælingum meðalsjávarhæðar.
Lagt fram til kynningar.

13.Innviðaráðuneytið - Grænbók um skipulagsmál

Málsnúmer 2307009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem lagður var fram á Alþingi vorið 2021 en náði ekki fram að ganga. Með nýrri skipan stjórnarráðsins færðust skipulagsmál undir nýtt embætti innviðaráðherra en heyrðu áður undir umhverfis- og auðlindaráðherra.Nú hefur innviðaráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun vill því vekja athygli aðila á samráðsvettvangi á breytingum sem gerðar voru á skipulagslögum nr. 123/2010 með nýjum lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Breytingarnar snerta m.a. gildistíma stefnunnar og ferlið við gerð landsskipulagsstefnu.Í nýjum lögum er kveðið á um skipun sérstaks húsnæðis- og skipulagsráðs sem vinnur, í samstarfi við Skipulagsstofnun, tillögu að landsskipulagsstefnu ásamt aðgerðaáætlun í samræmi við áherslur ráðherra. Ráðgjafarnefnd, skipuð af ráðherra, verður húsnæðis- og skipulagsráði og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við gerð tillögunnar eftir sem áður.Í lögunum er jafnframt kveðið á um að landsskipulagsstefna skuli unnin til fimmtán ára, í stað tólf ára áður. Þá er þar einnig að finna nýmæli um aðgerðaáætlun sem lögð skal fram samhliða framlagningu tillögu að landsskipulagsstefnu og hefur að geyma aðgerðir sem ráðast skal í á fyrstu fimm árum gildistíma landsskipulagsstefnu.Stefnan verður unnin eftir sporbaug stefnumótunar hjá stjórnarráðinu, þ.e. unnið verður stöðumat sem sett er fram í svokallaðri grænbók og drög að stefnu sem sett er fram í hvítbók. Að því loknu leggur innviðaráðherra fram tillögu að þingsályktun um endurskoðaða landsskipulagsstefnu.Gert er ráð fyrir að grænbók og hvítbók verði kynnt á samráðsgátt stjórnvalda innan tíðar.
Lagt fram til kynningar.

14.Life Icewater umsókn - Grundarfjarðarbær

Málsnúmer 2309011Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar sem hluta af styrkumsókn íslenskra stjórnvalda í LIFE sjóð Evrópusambandsins (LIFE ICEWATER) en samtals standa 17 opinberar stofnanir og sveitarfélög að umsókninni.Umsóknin er leidd af Umhverfisstofnun og er markmiðið að flýta fyrir innleiðingu Vatnaáætlunar og veita tækifæri til nýsköpunar í tengslum við áætlunina þ.m.t. meðferð vatns og bætt vatnsgæði. LIFE sjóðurinn styrkir 60% af umsókninni á móti 40% mótframlagi hagaðilar. Umsóknin er í 2 þrepum; forumsókn sem skilað var 5. september 2023 og fullbúinni umsókn sem skila á 5. mars 2024 ef fyrri umsóknin fær jákvæðar viðtökur. Í forumsókninni var lögð fram gróf lýsing á verkefnum, kostnaðartölur og skipting fjármagns.Umsóknin inniheldur 7 vinnupakka sem innihalda 30 aðgerðir. Grundarfjörður er í 5. vinnupakka (coastal water).
Lagt fram til kynningar.

15.Önnur mál hjá umhverfis- og skipulagssviði

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 2

Málsnúmer 2308001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 2 frá 2. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
 • Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarheimild vegna viðbyggingar við Ártún 3. Um er að ræða seinni hluta viðbyggingar en fyrri hlutinn var byggður vorið 2020.

  Á 266. fundi bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi nr. 244 vegna málsins en í afgreiðslunni fól nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að nýtingarhlutfall á lóðinni sé í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 2 Í ljós kom við afgreiðslu máls að matshluti 01 var rangt skráður. Lóðarhafi hefur skilað inn uppfærðum aðaluppdráttum dags. 01.08.2023 ásamt uppfærðum skráningartöflum fyrir matshluta 01, 02 og 03.
  Eftir leiðréttingu á skráningu er nýtingarhlutfallið 0,33 en samkvæmt deiliskipulagi er hámarks nýtingarhlutfall 0,32. Byggingarfulltrúi lítur svo á að aukið nýtingarhlutfall sem nemi 0,01 sé óveruleg breyting og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

  Með vísan í 2. og 3. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn.

  Þar sem ofangreint frávik á nýtingarhlutfalli er svo óverulegt, óskar byggingarfulltrúi eftir staðfestingu bæjarstjórnar til útgáfu byggingarheimildar í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 3

Málsnúmer 2308003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.3 frá 23. ágúst 2023.
Laagt fram til kynningar.
Gengið er frá fundargerð í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 20:30.