Lagt fram til kynningar bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 27. september sl., með tilmælum félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33. gr. laga um útlendinga.
Bæjarstjórn tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.