275. fundur 12. október 2023 kl. 16:30 - 18:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá haustfundi SSV sem haldinn var í Reykholti 4. október sl. Samþykktur var fjöldi ályktana eftir undirbúning fyrir fundinn og starf þingnefnda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var með erindi á fundinum um verkefni á hans málefnasviði og pallborðsumræður voru um skólamál. Fundargerð SSV af fundinum mun berast á næstunni.

Forseti vísaði í upplýsingar um vinnu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem er þessa dagana að kynna niðurstöður sínar, hugmyndir um sameiningu heilbrigðiseftirlits í landinu og að eftirlitið færist frá sveitarfélögum til ríkis. Hann vísaði í tvær tölvupóstsendingar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þar sem málið er reifað, en gögnin eru framlögð. Forseti væntir þess að málið verði sent sveitarfélögunum formlega og að heilbrigðisnefnd muni fara yfir málið á næstunni.

Forseti vísaði í minnispunkta Garðars Svanssonar, bæjarfulltrúa, af fundi með Vegagerðinni sem hann og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, sóttu í Stykkishólmi þann 6. október sl. Á fundinum var leitað samráðs um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á starfssvæði okkar.

Lögð fram gögn um kvennaverkfall sem fyrirhugað er þann 24. október nk., ákall stéttarfélaga um að vinnuveitendur geri konum og kvárum kleift að taka þátt í deginum. Einnig lagður fram upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 11. okt. sl.

3.Bæjarráð - 610

Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 610. fundar bæjarráðs.
  • Lagður fram tölvupóstur Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA), dags. 22. september 2023. Einnig lagt fram kæruskjal Lex lögmannsstofu til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. september sl., fyrir hönd kærenda, ásamt fylgiskjölum.

    Kærendur krefjast þess að ákvörðun Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja deiliskipulag fyrir hótel í landi Skerðingsstaða verði felld úr gildi. Einnig er þess krafist að úrskurðarnefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 130/2011.

    ÚUA óskar eftir gögnum sem málið varða fyrir 29. september næstkomandi og er Grundarfjarðarbæ gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfuna til sama tíma. Frestur til að skila umsögn um efnisatriði kærunnar er hins vegar 15 dagar frá dagsetningu tilkynningar ÚUA.

    Halldór Jónsson, hrl. hjá Juris, kom inn á fundinn undir þessum lið í gegnum síma.

    Lögð fram drög Juris lögmannsstofu að svarbréfi Grundarfjarðarbæjar til ÚUA, hvað varðar stöðvunarkröfu kærunnar.

    Bæjarráð - 610 Efnisatriði kæru eru í meginatriðum þau sömu og fram komu í athugasemdum kærenda við auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn tóku til úrvinnslu og tóku afstöðu til á því stigi, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

    Afstaða í framlögðum drögum að svarbréfi staðfest. Vegna efnisatriða er bæjarstjóra falið að senda viðeigandi gögn og upplýsa um þau sjónarmið sem réðu ákvörðun á sínum tíma innan veitts frests.


    --

    JÓK vék af fundi eftir lok umræðna og ÁE tók þá sæti á fundinum, kl. 9:02.
    Bókun fundar Síðari hluti svars bæjarins, til Úrskurðarnefndarinnar, var sendur nefndinni í lok síðustu viku.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 610
  • Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2024.
    Bæjarráð - 610 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,74%.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga og samanburður á gjaldskrá vegna sorps í nokkrum sveitarfélögum.
    Bæjarráð - 610 Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2024 kynnt, sem og samanburður. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

    Breyting á sorpmálum, undirbúningur útboðs og endurskoðun sorpsamþykktar eru í vinnslu. Gjaldtaka verður skoðuð samhliða.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 3.5 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lögð fram samþykkt gjaldskrá vegna ársins 2023.

    Bæjarráð - 610 Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023 og áætlaða breytingu árið 2024.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2023 vegna fjárhagsáætlunargerðar.

    Aukið bæjarráð mun vinna að gerð fjárhagsáætlunar á næstu vikum.
    Bæjarráð - 610 Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 11. október nk.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram bréfaskipti við samstarfssveitarfélögin, Sveitarfélagið Stykkishólm og Eyja- og Miklaholtshrepp, um sameiginlegt svið og embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Einnig lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Þorleifsdóttur, skipulagsfulltrúa, um starf sitt í ljósi breytinga á samstarfi sveitarfélaganna. Þar kemur fram að hún hefur tekið boði Sveitarfélagsins Stykkishólms um starf fyrir sveitarfélagið.
    Bæjarráð - 610 Bæjarstjóri upplýsti að samstarfssveitarfélögin hefðu rætt um að stefna að óbreyttri starfsemi út árið, þó með þeirri breytingu að KÞ verði starfsmaður Sveitarfélagsins Stykkishólms en vinni fyrir Grundarfjarðarbæ í sama hlutfalli og verið hefur.

    Ennfremur lagðar fram starfsreglur bæjarstjórnar við ráðningar starfsfólks frá 2021. Í 2. grein kemur fram að sveitarfélagið ráði skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa í samræmi við samstarfssamning við nágrannasveitarfélögin.

    Í ljósi framangreinds felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa starf skipulagsfulltrúa.

    Bæjarráð leggur jafnframt til að bæjarstjórn geri breytingu á síðari hluta 2. greinar í starfsreglum um ráðningar, í takt við framangreindar boðaðar breytingar á samstarfssamningi sveitarfélaganna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.

    Á 274. fundi bæjarstjórnar, þann 14. september sl., veitti bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis til auglýsingar, en skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi tillöguna til auglýsingar á 251. fundi sínum þann 19. september sl.

    Lögð fram skipulagsgögn frá Eflu, með minniháttar lagfæringum frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

    Samhliða breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðis verður auglýst breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 en tillaga um það var afgreidd af skipulags- og umhverfisnefnd á 249. fundi nefndarinnar þann 5. júní sl. og af bæjarstjórn á 273. fundi sínum þann 8. júní sl.

    Bæjarráð - 610 Bæjarráð samþykkir samhljóða að framlögð tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis norður sbr. uppdrátt (lokadrög dags. 27.09.2023) og greinargerð (lokadrög dags. 15.09.2023) verði auglýst samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 1 . mgr. 41. gr. og 1. mgr.31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.

    Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á Framnesi, rætt um verklag og efnisatriði vinnunnar.
    Bæjarráð - 610 Tekið verður saman, fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn, yfirlit um stöðu og framgang deiliskipulagsvinnu Framness, ferilblað sem er fylgigagn allra stærri skipulagsverkefna og er uppfært jafnóðum. Ennfremur uppfærð tímaáætlun verkefnisins, fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.




  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi. Bæjarráð - 610 Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár.
    Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir og sagði frá því að í dag taki gildi deiliskipulagsbreyting á svæðinu, sem unnið hefur verið að. Heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir allt hverfið er ennfremur í vinnslu.

    Skipulagsfulltrúi sagði einnig frá hönnunarvinnu Eflu vegna breytinga á götuhæð í Hjallatúni, sem er að ljúka.

    Rætt um framboð lóða á svæðinu og er vísað til ákvörðunar bæjarráðs (liður 2.6.) á 606. fundi þann 28. júní sl.

    Hér vék Kristín af fundi og var henni þakkað fyrir upplýsingarnar.

  • Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um mótun málstefnu.
    Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs.

    Bæjarráð - 610 Bæjarráð fór yfir erindið.

    Fjárhagsáætlunargerð er framundan og vinna við ýmis stór verkefni. Bæjarráð leggur til að málið verði tekið fyrir á nýju ári.

    Samþykkt samhljóða.
  • 3.12 1801048 Sögumiðstöðin
    Lagðir fram nýir aðaluppdrættir vegna breytinga innanhúss á Grundargötu 35, í samræmi við þegar samþykkt áform.

    Einnig lagður fram tölvupóstur með athugasemdum byggingarfulltrúa og tillögu um að láta vinna brunahönnun samhliða til samþykktar, ásamt tölvupósti brunahönnuðar með mati á hólfun rýmis og tilboði um frágang brunahönnunar v. teikninga hússins.

    Bæjarráð - 610 Bæjarráð staðfestir framlagðar teikningar hússins (aðaluppdráttur) og samþykkir að láta fara fram brunahönnun, sbr. framlögð gögn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar bréf Logos lögmannsþjónustu, dags. 11. september 2023, til Framkvæmdasýslu Ríkiseigna. Málið varðar samskipti í kjölfar uppsagnar Ríkiseigna á afnotum ábúenda af ríkisjörðinni Hallbjarnareyri miðað við núverandi afmörkun jarðarinnar, sbr. framlagt bréf á 560. fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022. Afrit bréfsins var sent Grundarfjarðarbæ til upplýsinga.
    Bæjarráð - 610
  • Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður á Ísafirði 12. október nk.
    Bæjarráð - 610 Bókun fundar Forseti sagði frá því að þessum fundi, sem vera átti á Ísafirði í dag, var frestað vegna veðurs. Þema fundarins var áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar NýVest sem haldinn var 28. ágúst sl., ásamt skýrslu stjórnar NýVest 2023.
    Bæjarráð - 610
  • Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar, dags. 14. september sl., um samráðsfundi vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Fundur fyrir Vesturland verður í Stykkishólmi 6. okt. nk.

    Bæjarráð - 610 Fulltrúar munu fara frá Grundarfjarðarbæ á fundinn.
  • Lögð fram til kynningar skýrsla SSV, dags. í september 2023, um viðhorf Íslendinga til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi.
    Bæjarráð - 610
  • Lagt fram til kynningar minnisblað vegna námsferðar til Eistlands 28.-30. ágúst sl. á vegum Félags samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS), stafræns umbreytingarteymis Sambandsins (SUT), stafræns ráðs sveitarfélaga og faghóps um stafræna umbreytingu.
    Bæjarráð - 610
  • Lagt fram til kynningar bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 13. september sl., til stjórna sveitarfélaga á Íslandi, með ályktun félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
    Bæjarráð - 610 Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt skipulags- og umhverfisnefnd.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 8. september sl., um hæðarlínur vegna jarðskorpuhreyfinga og sjávarstöðu.
    Bæjarráð - 610

4.Bæjarráð - 611

Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 611. fundar bæjarráðs.
  • Haustþing SSV er haldið 4. október 2023 í Reykholti.

    Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar með atkvæðisrétt á þinginu eru bæjarfulltrúarnir Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Sigurður G. Guðjónsson.
    Bæjarráð - 611 Bæjarráð veitir Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra, verði forföll í þeirra hópi á haustþinginu.

    Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 251

Málsnúmer 2307003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 251. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Grundargötu 62 um útlitsbreytingu á húsi sem felst í nýrri ljósgrárri bárujárnsklæðningu sem lögð verður lárétt með brúnlituðum timburpanil undir eða yfir gluggum.

    Nýklæðning þegar byggðra mannvirkja er tilkynningarskyld framkvæmd sbr. b-lið 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 2.3.4. gr. reglugerðarinnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd telur útlitsbreytinguna vera óverulega og að ekki þurfi að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Sólvalla 5, KB bílaverkstæði ehf., um endurbyggingu á iðnaðarhúsi sem brann.

    Erindið var áður tekið fyrir á 249. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. júní sl. og lagði nefndin til að uppdrættir yrðu grenndarkynntir þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðum reit og umfang fyrirhugaðrar byggingar var meira en þeirrar byggingar sem áður stóð á lóðinni. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.

    Nú liggja fyrir uppfærðar teikningar, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyttir uppdrættir, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni, kalli ekki á nýja grenndarkynningu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn lóðarhafa að Fellasneið 10 varðandi breytingar á á skráningu bílskúrs í íbúð sbr. framlagða teikningu og ljósmyndir en bílskúrinn var innréttaður sem íbúð af fyrri eigendum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyta skráningu bílskúrs í íbúð og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingareglugerðar uppfylltum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til afgreiðslu umsókn Mæstro street food um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matvagn á miðbæjarreit eða frá 1. október 2023 til 1. október 2024. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita áframhaldandi stöðuleyfi til 1. október 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Vísað til hjálagðs yfirlits yfir meðferð málsins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 23/2010 ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 í samræmi við 1. mgr. 36. gr., 31. gr. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, sbr. einnig afgreiðslu á 610. fundi bæjarráðs.

  • Lögð fram til kynningar afgreiðsla Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi, vegna Þórdísarstaða. Reiknað er með að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild 28. september nk. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa vegna beiðni um endurupptöku á umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á hesthúsi og hlöðu á Þórdísarstöðum.

    Umsóknin var tekin fyrir á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. apríl sl. og taldi nefndin að fyrirhuguð breyting samræmdist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og að slík breyting kallaði á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Í kjölfarið létu landeigendur vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og kynnti breytinguna á síðu stofnunarinnar. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Stofnunin staðfesti breytinguna 13. september sl. reiknað er með að skipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 28. september nk.

    Þann 4. júlí sl. barst ábending um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilins byggingarleyfis. Í vettvangsskoðun byggingarfulltrúa reyndist ábendingin vera rétt og voru framkvæmdir stöðvaðar, sbr. bréf til landeigenda dags. 6. júlí sl.

    Þann 11. júlí sendu landeigendur inn beiðni um endurupptöku máls á grundvelli þess að nefndin hefði afgreitt byggingarleyfisumsóknina á röngum forsendum. Byggingarfulltrúi svaraði erindinu með bréfi dags. 11. september þar sem endurupptöku var hafnað. Sviðstjóri ítrekaði við landeigendur í tölvupósti 12. september sl. að verði uppfærð gögn í fullu samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi, þyrfti ekki að taka málið aftur fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd heldur myndi byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt er fram til kynningar og umræðu erindi Leifs Harðarsonar um leiðir í Grundarfjarðarbæ sem hentað gætu fyrir fjallahjól, sem njóta vaxandi vinsælda.
    Svipuð erindi hafa borist nágrannasveitarfélögum og eru þar til skoðunar. Svæðisgarðurinn er einnig að skoða stíga og leiðir til ýmissa nota í verkefninu Fyrirmyndarstígar á Snæfellsnesi og er þar m.a. verið að skilgreina og kortleggja hjólaleiðir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar hverskyns nýjungum í útivist og heilsubót. Nefndin leggur til að skilgreindar verði sérstakar leiðir sem henta fjallahjólum s.s. malarstígar, götur o.fl en bendir jafnframt á að víða í umhverfinu séu viðkvæm svæði og hætta á gróður- og jarðvegsrofi sem taka þurfi tillit til. Nefndin leggur til að fulltrúar úr skipulags- og umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd fundi með aðilum ásamt starfsmönnum nefndanna. Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd að fulltrúar nefndarinnar haldi fund með aðilum ásamt fulltrúum í íþrótta- og tómstundanefnd varðandi stígamál.
  • 5.9 2301007 Framkvæmdir 2023
    Lagt fram til kynningar hönnun á neðri hluta Hrannarstígs sem gönguvænni miðbæjargötu, sbr. afgreiðslu bæjarráðs á fundum í sumar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Beiðni um umsögn vegna deiliskipulags frístundabyggðar á Stóra-Kambi í Snæfellsbæ með allt að 12 frístundahúsum, þjónustusvæðis við þjóðveg og opins svæðis austan frístundabyggðarinnar.

    Skipulagsfulltrúi hefur sent eftirfarandi umsögn: Grundarfjarðarbær gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð o.fl. á Stóra-Kambi í Snæfellsbæ. Deiliskipulagssvæðið er ekki talið hafa áhrif á svæði eða hagsmuni innan lögsögu Grundarfjarðarbæjar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Til fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar bréf Sveitarfélagsins Stykkishólms frá 25. ágúst sl. um aðgerðir vegna ágangs sauðfjár.

    Ennfremur vakin athygli á meðferð bæjarráðs á fundi þann 19. júlí sl. á máli varðandi ágangsfé, sbr. bókun máls: https://www.grundarfjordur.is/is/moya/one/meeting/case/2307006
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um lágmarks land- og gólfhæð á lágsvæðum við strendur Grundarfjarðarbæjar. Samkvæmt reiknilíkani siglingasviðs Vegagerðarinnar er:

    -Lágmarkslandhæð á lágsvæðum við strönd: 6,67m í hafnarkerfi Grfj, 4,48m í eldra landhæðakerfi og 4,47 skv. landmælingum meðalsjávarhæðar.

    -Lágmarksgólfhæð á lágsvæðum við strönd: 6,97m í hafnarkerfi Grfj, 4,78m í eldra landhæðakerfi og 4,77 skv. landmælingum meðalsjávarhæðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem lagður var fram á Alþingi vorið 2021 en náði ekki fram að ganga. Með nýrri skipan stjórnarráðsins færðust skipulagsmál undir nýtt embætti innviðaráðherra en heyrðu áður undir umhverfis- og auðlindaráðherra.

    Nú hefur innviðaráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun vill því vekja athygli aðila á samráðsvettvangi á breytingum sem gerðar voru á skipulagslögum nr. 123/2010 með nýjum lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Breytingarnar snerta m.a. gildistíma stefnunnar og ferlið við gerð landsskipulagsstefnu.

    Í nýjum lögum er kveðið á um skipun sérstaks húsnæðis- og skipulagsráðs sem vinnur, í samstarfi við Skipulagsstofnun, tillögu að landsskipulagsstefnu ásamt aðgerðaáætlun í samræmi við áherslur ráðherra. Ráðgjafarnefnd, skipuð af ráðherra, verður húsnæðis- og skipulagsráði og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við gerð tillögunnar eftir sem áður.

    Í lögunum er jafnframt kveðið á um að landsskipulagsstefna skuli unnin til fimmtán ára, í stað tólf ára áður. Þá er þar einnig að finna nýmæli um aðgerðaáætlun sem lögð skal fram samhliða framlagningu tillögu að landsskipulagsstefnu og hefur að geyma aðgerðir sem ráðast skal í á fyrstu fimm árum gildistíma landsskipulagsstefnu.

    Stefnan verður unnin eftir sporbaug stefnumótunar hjá stjórnarráðinu, þ.e. unnið verður stöðumat sem sett er fram í svokallaðri grænbók og drög að stefnu sem sett er fram í hvítbók. Að því loknu leggur innviðaráðherra fram tillögu að þingsályktun um endurskoðaða landsskipulagsstefnu.

    Gert er ráð fyrir að grænbók og hvítbók verði kynnt á samráðsgátt stjórnvalda innan tíðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð er fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar sem hluta af styrkumsókn íslenskra stjórnvalda í LIFE sjóð Evrópusambandsins (LIFE ICEWATER) en samtals standa 17 opinberar stofnanir og sveitarfélög að umsókninni.

    Umsóknin er leidd af Umhverfisstofnun og er markmiðið að flýta fyrir innleiðingu Vatnaáætlunar og veita tækifæri til nýsköpunar í tengslum við áætlunina þ.m.t. meðferð vatns og bætt vatnsgæði. LIFE sjóðurinn styrkir 60% af umsókninni á móti 40% mótframlagi hagaðilar. Umsóknin er í 2 þrepum; forumsókn sem skilað var 5. september 2023 og fullbúinni umsókn sem skila á 5. mars 2024 ef fyrri umsóknin fær jákvæðar viðtökur. Í forumsókninni var lögð fram gróf lýsing á verkefnum, kostnaðartölur og skipting fjármagns.

    Umsóknin inniheldur 7 vinnupakka sem innihalda 30 aðgerðir. Grundarfjörður er í 5. vinnupakka (coastal water).
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 251
  • Lagt fram til kynningar afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 2 frá 2. ágúst 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.3 frá 23. ágúst 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd - 251 Laagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 252

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 252. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Prjónað á plani sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðbæjarreit til 12 mánaða, þ.e. frá 1. október 2023 - 30. september 2024. Skipulags- og umhverfisnefnd - 252 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja stöðuleyfi Prjónað á plani á miðbæjarreit, sem er í biðstöðu skipulagslega séð, til 30. september 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til kynningar kæra til Úrskurðarnefndar umhverfi og auðlindamála (ÚUA) frá landeigendum Mýrarhúsa vegna deiliskipulags Skerðingsstaða. Skipulags- og umhverfisnefnd - 252 Lagt fram til kynningar
  • Lagt fram til kynningar. Á fundinum fara Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi, og Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, yfir verk- og tímaáætlun deiliskipulagsvinnunnar og frumtillögur að hóteli á Framnesi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 252 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju fyrir góða yfirferð. Góðar umræður voru um viðfangsefni skipulagsins og uppbyggingu á svæðinu. Í næstu viku eru áætlaðir fundir með lóðarhöfum á Framnesi. Nefndin kemur saman til vinnufundar um málið að þeim loknum.
  • Sviðstjóri gerir grein fyrir öðrum málum í vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.
    1. Þórdísarstaðir - staða á byggingarleyfi
    2. Drekahausinn á leiksvæðinu í þríhyrningi
    3. Deiliskipulag hafnarsvæðis og breyting á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes verður auglýst í næstu viku
    4. Deiliskipulag Iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár hefur tekið gildi
    5. Aðalskipulagsbreyting á Þórdísarstöðum hefur tekið gildi
    6. Önnur mál
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 252 Til kynningar

7.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2205026Vakta málsnúmer

Kosning nýs aðalmanns í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Eymars Eyjólfssonar, sem tilkynnti með tölvupósti þann 16. september sl. að hann óskaði eftir að hætta í nefndinni.



Lagt til að Lísa Ásgeirsdóttir verði kosin aðalmaður í skipulags- og umhverfisnefnd, en hún hefur verið varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar Eymari fyrir hans störf í skipulags- og umhverfisnefnd.

8.Álagning útsvars 2024

Málsnúmer 2309031Vakta málsnúmer

Tillaga um álagningarprósentu útsvars 2024, sbr. tillögu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,74% fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

9.Bókasafn, upplýsingamiðstöð o.fl. - Starfslýsing

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga starfshóps sem falið var það hlutverk að vinna nýja starfslýsingu fyrir starfsmann bókasafns o.fl.



Einnig lagðir fram til hliðsjónar, minnispunktar Sunnu Njálsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns bókasafnsins, um starfsemina.



MM, sem er formaður menningarnefndar og fulltrúi í starfshópnum, sagði frá starfi hans og efni tillögunnar.

Allir tóku til máls.

Tillaga starfshópsins að stafslýsingu samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vinnuna.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa nýtt starf í samræmi við tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

10.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að menntastefnu Grundarfjarðarbæjar til umsagnar/afgreiðslu bæjarstjórnar. Skólanefnd mun fjalla um drögin í næstu viku. Í framhaldi af því verður unnin aðgerðaráætlun sem verður hluti af stefnunni.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að menntastefnu til áframhaldandi vinnslu.

11.Svæðisgarðurinn - Um endurnýjun samstarfssamnings og endurskoðun samþykkta

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, sbr. ákvörðun stjórnarfundar 9. okt. 2023.



Í erindinu er tilkynnt um árlegan fulltrúaráðsfund sem haldinn verður 14. nóvember nk. að Breiðabliki.



Einnig er kynnt að til standi að endurnýja samstarfssamning, en þann 4.4.2024 verða 10 ár frá stofnun Svæðisgarðsins. Upphaflegi samningurinn var gerður til 10 ára (með möguleika á uppsögn eftir 5 ár).



Á fulltrúaráðsfundinum 14. nóvember nk. þarf að liggja fyrir ákvörðun samstarfsaðila um þátttöku í áframhaldandi samstarfi um Svæðisgarð. Leitað er eftir afstöðu bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að standa að endurnýjun samstarfssamnings og áframhaldandi samstarfi í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og felur bæjarstjóra að svara stjórn Svæðisgarðsins þess efnis.

12.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Ums.b. rekstrarleyfi G.II-Hafnaríbúðir, Grundargötu 12-14, Grundarfj.

Málsnúmer 2309005Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um að bæjarstjórn veiti umsögn um umsókn Hafnaríbúða ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Grundargötu 12-14, neðri hæð.



Um er að ræða húsnæði í íbúðarhverfi, skv. aðalskipulagi. Erindið var því grenndarkynnt með fresti til 20. október nk.



Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins að lokinni grenndarkynningu.

13.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar af verkfundum vegna orkuskipta dags. 3. okt., 10. okt. og 12. okt. sl.



Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur skilað bæjarstjórn minnisblaði, dags. 10. október 2023, sem lagt er fram til kynningar með tilheyrandi gögnum. Í minnisblaðinu er tekið saman stutt yfirlit um jarðhitaleit sem fram hefur farið í Grundarfirði, að viðbættum niðurstöðum borunar á 10 varmasöfnunarholum sl. sumar. Einnig leggur jarðfræðingurinn fram tillögur um hver næstu skref ættu að vera í jarðhitaleit.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka minnisblað jarðfræðingsins til efnislegrar umfjöllunar og mögulega að fá hann inná fundinn til frekara samtals, eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

14.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 185. fundar

Málsnúmer 2310017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 9. október sl.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 932. fundar sem haldinn var 8. september sl., fundargerð 933. fundar sem haldinn var 18. september sl. og fundargerð 934. fundar sem haldinn var 29. september sl.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - Reynslunni ríkari - málþing um skólamál

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um málþing um skólamál undir yfirskriftinni "Reynslunni ríkari", sem haldið verður 30. október nk.

17.Umboðsmaður barna - Barnaþing 17. nóvember 2023

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna, dags. 10. október sl., um barnaþing sem haldið verður 16.-17. nóvember nk.

Erindið var kynnt á fundi ungmennaráðs í gær.

18.Innviðaráðuneytið - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins, dags. 29. september sl., með tilmælum til fjölkjarna sveitarfélaga um að móta þjónustustefnu.



19.Alþingi - Til umsagnar 182. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dags. 29. september sl., þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2028, 182. mál.

20.Innviðaráðuneytið - Hvítbók um skipulagsmál

Málsnúmer 2310013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins, dags. 27. september sl., þar sem vakin er athygli á hvítbók um skipulagsmál sem nú er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.

21.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2309039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins um framlag vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir og vistuð eru utan heimilis á árinu 2023.

22.Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - Tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra

Málsnúmer 2310012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 27. september sl., með tilmælum félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33. gr. laga um útlendinga.

Bæjarstjórn tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

23.Innviðaráðuneytið - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 29. september sl., um minningardag um fórnarlömb umferðarslysa 2023 sem haldinn verður 19. nóvember nk.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:50.