Málsnúmer 2310016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lagt fram erindi frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, sbr. ákvörðun stjórnarfundar 9. okt. 2023.



Í erindinu er tilkynnt um árlegan fulltrúaráðsfund sem haldinn verður 14. nóvember nk. að Breiðabliki.



Einnig er kynnt að til standi að endurnýja samstarfssamning, en þann 4.4.2024 verða 10 ár frá stofnun Svæðisgarðsins. Upphaflegi samningurinn var gerður til 10 ára (með möguleika á uppsögn eftir 5 ár).



Á fulltrúaráðsfundinum 14. nóvember nk. þarf að liggja fyrir ákvörðun samstarfsaðila um þátttöku í áframhaldandi samstarfi um Svæðisgarð. Leitað er eftir afstöðu bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að standa að endurnýjun samstarfssamnings og áframhaldandi samstarfi í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og felur bæjarstjóra að svara stjórn Svæðisgarðsins þess efnis.