Málsnúmer 2310031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 253. fundur - 23.10.2023

Lögð fram umsókn landeigenda að Mýrum um endurútgáfu á byggingarleyfi sem veitt hafði verið árið 2016 fyrir þremur gestahúsum. Búið er að byggja og gera öryggis- og lokaúttekt á tveimur gestahúsum.Þar sem áður útgefið byggingarleyfi er útrunnið, er óskað eftir endurútgáfu á leyfi svo hægt sé að byggja þriðja gestahúsið í samræmi við upphafleg áform.

Byggingafulltrúi vísaði erindi til nefndar þar sem um ódeiliskipulagt svæði er að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurútgáfu á byggingarleyfi/heimild og felur byggingafulltrúa að ganga frá því, sbr. 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, m.s.br.