253. fundur 23. október 2023 kl. 16:30 - 19:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Silja Traustadóttir sat fundinn undir lið nr. 2 og fór yfir verkefnið með nefndinni.

1.Mýrar - Endurútgáfa byggingarleyfis

Málsnúmer 2310031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn landeigenda að Mýrum um endurútgáfu á byggingarleyfi sem veitt hafði verið árið 2016 fyrir þremur gestahúsum. Búið er að byggja og gera öryggis- og lokaúttekt á tveimur gestahúsum.Þar sem áður útgefið byggingarleyfi er útrunnið, er óskað eftir endurútgáfu á leyfi svo hægt sé að byggja þriðja gestahúsið í samræmi við upphafleg áform.

Byggingafulltrúi vísaði erindi til nefndar þar sem um ódeiliskipulagt svæði er að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurútgáfu á byggingarleyfi/heimild og felur byggingafulltrúa að ganga frá því, sbr. 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, m.s.br.

2.Deiliskipulag Framnes 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Vinnufundur um þróun og stöðu mála og næstu skref vegna deiliskipulag Framness.

Í síðustu viku var fundað með lóðarhöfum á Framnesi og farið yfir þeirra óskir um framtíðaruppbyggingu á Framnesi, í tengslum við deiliskipulagsvinnuna sem nú stendur yfir.

Einnig farið yfir fundarpunkta frá þeim fundum.

Fundargerð lesin yfir og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:59.