Málsnúmer 2312007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli (Grundargata) fyrir árið 2023, ásamt minnisblaði Vegagerðarinnar um samningsgerðina.

Af hálfu Grundarfjarðarbæjar hefur verið gerð athugasemd við fjárhæðir samningsins undanfarin ár, þar sem þær hafa ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.

Fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar að fjárhæðir þéttbýlissamninganna séu í endurskoðun.