277. fundur 14. desember 2023 kl. 16:30 - 19:03 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá því að hann hefði sótt óformlegan fund á Breiðabliki í vikunni. Um var að ræða fund fulltrúa sveitarfélaga á Snæfellsnesi og Dölum, í umsjón Vífils Karlssonar, en skipaðir voru fulltrúar frá hverju sveitarfélagi til að leggja upp þá valkosti um sameiningar sem fyrir hendi eru. Er þetta í framhaldi af fundi sem haldinn var til umræðu um sameiningar þann 6.nóv. sl. í Laugagerðisskóla.

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd er fyrirhugaður milli jóla og nýárs.

Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn 11. janúar 2024.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjóra sé veitt umboð til að tilnefna tímabundið skipulagsfulltrúa, til Skipulagsstofnunar, við starfslok Kristínar Þorleifsdóttur, en starfið er í auglýsingarferli.

Samþykkt samhljóða.

3.Bæjarráð - 615

Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 615. fundar bæjarráðs.
 • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  Bæjarráð - 615
 • 3.2 2309033 Gjaldskrár 2024
  Gjaldskrá vegna sorpgjalda tekin til afgreiðslu. Bæjarráð - 615 Farið yfir drög að gjaldskrá vegna sorpgjalda.

  Drög að gjaldskrá samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
  Bókun fundar Vísað til 7. liðar þessa fundar.
 • Lögð fram endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2024 og rekstraráætlun 2024, sem sýnir breytingar á rekstri frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bæjarráð - 615 Uppfærð fjárfestingaáætlun samþykkt samhljóða.
 • Lagt fram bréf frá Gunnari Kristjánssyni vegna ástands hlaupabrauta við íþróttavöll. Jafnframt lögð fram gróf kostnaðaráætlun vegna endurbóta á hlaupabrautum.
  Bæjarráð - 615 Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

  Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfritara um ástand hlaupabrauta.

  Farið yfir kostnaðartölur sem Ólafur hefur aflað að beiðni bæjarstjóra vegna endurbóta á hlaupabrautum. Tölurnar sýna kostnað við að leggja varanlegt efni á hlaupabrautir.

  Rætt um leiðir til lagfæringa á hlaupabrautum.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að afla upplýsinga um kostnað við einfaldar jarðvegslagfæringar á hlaupabrautum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram til kynningar dagskrá Sjávarútvegsfundar 2023 sem haldinn verður á vegum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 8. desember nk.
  Bæjarráð - 615
 • Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember sl., um styrk sem Grundarfjarðarbær hefur hlotið vegna reynsluverkefnis um stuðning barna á flótta.
  Bæjarráð - 615
 • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Snæfellinga vegna EarthCheck umhverfisvottunar; fundargerð frá 9. nóvember sl. og fundargerð frá 20. nóvember sl.
  Bæjarráð - 615
 • Lögð fram til kynningar beiðni stjórnar Björgunarsveitarinnar Klakks um leyfi lóðareiganda vegna flugeldasölu í húsnæði sveitarinnar um áramótin 2023-2024 ásamt svarbréfi umhverfis- og skipulagssviðs við erindinu, þar sem fram kemur að leyfið hafi verið veitt.
  Bæjarráð - 615
 • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) dags. 27. nóvember sl., með hlekk á upptökur frá afmælisráðstefnu SAF.
  Bæjarráð - 615
 • Lagt fram til kynningar bréf frá fræðsluyfirvöldum Grindavíkurbæjar með upplýsingum til sveitarfélaga varðandi fræðslumál vegna neyðarstigs Almannavarna á Grindavíkursvæðinu. Einnig lögð fram eyðublöð til útfyllingar.
  Bæjarráð - 615
 • Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Þorgrími Þráinssyni, dags. 24. september sl., ásamt skjali með 30 hugmyndum sem gætu nýst til að bæta samfélög.
  Bæjarráð - 615
 • Lögð fram til kynningar beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn við 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
  Bæjarráð - 615

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 110

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 110. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
 • Fram voru lagðar þrjár tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2023 frá íþróttafélögum.
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

  Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

  Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

 • Nefndin fór yfir reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Nefndin leggur til breytingar og sendir áfram til bæjarráðs/bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðar reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Góðar umræður fóru fram um hvatagreiðslur.
  Nefndin telur að hvatapeningar geti virkað sem hvati fyrir börn til að stunda íþróttir.
  Nefndin telur einnig að með hvatagreiðslum geti það aukið fjölbreytileika á vali barna til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
  Nefndin óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið til umræðu.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Góðar umræður fóru fram um göngu- og hjólreiðastíga í og við Grundarfjörð.

  Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna hvaða göngu- og hjólaleiðir eru kortlagðar í og við Grundarfjörð.

 • 4.5 2311030 Þríhyrningur
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Nefndin leggur áherslu á að klára gerð og uppsetningu á sögu Þríhyrningsins.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna stöðu á styrk sem fékkst til skiltagerðar og kanna með útfærslu og hönnun á skiltum. Einnig óskaði nefndin eftir því að það yrði haldið áfram að bæta við leiktækjum fyrir yngri börn, bæta við lýsingu í garðinn og ganga frá sviði, í samræmi við hugmyndavinnu um gerð/hönnun garðsins.

5.Hafnarstjórn - 8

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjóri fór yfir framlagt yfirlit um stöðu hafnarsjóðs í lok nóvember 2023, samanborið við fjárhagsáætlun 2023 og viðauka nr. 1 (breytingu) við fjárhagsáætlun, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember sl.  Hafnarstjórn - 8 Tekjur voru áætlaðar samtals 153 millj. kr. árið 2023 (hafnargjöld og þjónustugjöld) og mun höfnin standast þá áætlun og gott betur, en tekjur fyrstu ellefu mánuði ársins eru ríflega 12 millj. kr. yfir áætlun ársins.
  Við gerð viðauka 1 við fjárhagsáætlun var tekjuáætlun hafnarinnar 2023 breytt og hún hækkuð í 182,4 millj.kr. Á móti er rekstrarkostnaður hafnarinnar einnig hærri, einkanlega launakostnaður, vegna aukinna umsvifa o.fl., og var sömuleiðis hækkaður í viðauka 1.

  Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 60 millj. kr. fyrir árið 2023, með fyrirvara um uppgjör vegna framkvæmda. Að teknu tilliti til kostnaðarframlags Hafnabótasjóðs, þá er áætlun um nettó framkvæmdakostnað ársins 2023 lækkuð verulega.

  Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með góða afkomu og færir hafnarstjóra þakkir.

 • Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2024.
  Hafnarstjórn - 8 Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu.
  Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.
  Fyrirvari er gerður á sorpgjaldi, sem gæti breyst í gjaldskrá síðar á árinu vegna breytinga í sorpmálum og vegna útboðs.
  Lagt er til að tekið verði upp sérstakt gjald fyrir farþegaskip sem liggja við akkeri en nota flotbryggju, á þann veg að þau greiði 50% af bryggjugjaldi á mælieiningu.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.

  Bæjarstjórn staðfestir tillögu hafnarstjórnar að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2024.

  Samþykkt samhljóða.
 • Umræða um umfang starfseminnar og um fyrirkomulag í starfsmannahaldi 2024.

  Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjóri sagði frá fyrirkomulagi við starfsmannahald á árinu sem nú er að líða.
  Tekið var upp vaktakerfi sumarið 2022 og hefur það verið endurskoðað á árinu 2023.

  Rætt um þörf fyrir afleysingar og viðbótarstarfsfólk á komandi ári og um mikilvægi þess að halda yfirvinnu í lágmarki, þó eðli starfseminnar kalli alltaf á slíkt.

  Hafnarstjóra falið að leggja drög að mönnun og ráðningu í afleysingar á komandi ári.
 • Tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.

  Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2024.

  Tekjur eru áætlaðar rúmlega 170 millj. kr.

  Útgjöld eru áætluð rúmlega 85 millj. kr., með markaðsstarfi og afskriftum.

  Gert er ráð fyrir rúmum 38 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir (fjármagnskostnaður er enginn).

  Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, til umræðu.

  Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024, en fyrirvari er um að rýna vel launaáætlun, sbr. umræður sem urðu á fundinum, auk þess sem framkvæmdir 2024 munu koma til nánari umræðu/ákvörðunar hafnarstjórnar á næsta fundi.

  Hafnarstjórn vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

 • Lögð fram umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar til hafnarinnar með beiðni um rekstrarstyrk vegna hátíðarinnar til næstu þriggja ára.
  Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjórn telur verkefnið ekki falla að eðli starfseminnar og skyldum hafnarsjóðs, og sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 • Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis, með tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi, sem og næstu skref.
  Hafnarstjórn - 8 Þann 24. nóvember sl. lauk athugasemdafresti vegna auglýsingar tillögu um nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis, norðurhluta.
  Nokkrar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og tvær athugasemdir íbúa/fyrirtækja.

  Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman yfirlit um innkomnar athugasemdir og verður það tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd á næstunni. Hafnarstjórn mun sömuleiðis fá gögnin til yfirferðar og umsagnar. Í framhaldinu afgreiðir bæjarstjórn málið.

  Rætt um þörf og tímasetningar vegna áframhaldandi vinnu við að deiliskipuleggja hafnarsvæðið, til suðurs. Rætt um samhengi þess við deiliskipulagsgerð fyrir iðnaðarsvæðið við Kverná, ekki síst vegna hugmynda í deiliskipulagsvinnunni um breytingar á skipulagi námumála þar.

  Nokkur umræða varð um lóðina Norðurgarður 6, einnig í samhengi við umræðu undir næsta dagskrárlið. Frekari umræðu frestað vegna nánari skoðunar.

 • Í undirbúningi er veruleg stækkun iðnaðarsvæðisins vestan við Kverná, sbr. fundargerð síðasta fundar skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar, sbr. einnig auglýsingu á vef bæjarins um skipulagslýsingu: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/auglysing-um-skipulag

  Þar sem svæðið er nátengt atvinnuupbyggingu og hafnarstarfsemi, vill hafnarstjórn fylgjast með þessari vinnu.

  Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Alta, var gestur fundarins undir þessum lið.

  Hafnarstjórn - 8 Halldóra fór yfir stöðuna og ferlið framundan í vinnu við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár.
  Ennfremur var rætt um breytingar á legu gatna, einkum Hjallatúns, vegtengingar á svæðinu og um efnistökusvæðið (námuna) í Lambakróarholti.

  Iðnaðarsvæðið er höfninni mjög mikilvægt. Annars vegar er það vegna þess að efnistaka fer þar fram, fyrir hafnargerð, uppbyggingu lóða og tilheyrandi framkvæmdir, en auk þess er þörf fyrir efnistöku úr sjó til slíkra framkvæmda. Hins vegar er það vegna þess að hafnarsvæði og iðnaðarsvæði eru nátengd, og uppbyggingu lóða á báðum svæðum þarf að hugsa í samhengi.

  Af þessum sökum er æskilegt að skipulag og framkvæmdir á svæðunum haldist í hendur. Hafnarstjórn óskar eftir að fá að fylgjast náið með skipulagsvinnunni á iðnaðarsvæðinu við Kverná, m.t.t. hagsmuna hafnarinnar.

  Halldóru var þakkað fyrir upplýsingarnar og samtalið um skipulagsverkefnið.

 • Lagt var fram uppfært skjal hafnarstjóra um komur skemmtiferðaskipa, fjölda skipa, tekjur og fleira.

  Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjóri sagði frá skemmtiferðaskipakomum sumarsins og ræddi horfur til næstu ára.

  Sl. sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðarhafnar 62 talsins og skipin samtals rétt rúmlega 2,9 millj. brúttótonn að stærð.

  Á næsta ári hafa verið bókaðar 75 skipakomur, nokkuð er enn um afbókanir og breytingar, og að skráningar séu að rokka til og frá. Sumarið 2025 hafa verið bókaðar 78 komur og sumarið 2026 er 21 koma bókuð.

  Í gangi er samstarfsverkefni hafna og sveitarfélaga á Snæfellsnesi, með aðkomu SSV, um samtal við þjónustuaðila á svæðinu, íbúa og hagaðila vegna skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi. Verkefnið var unnið fyrri hluta þessa árs, en mun halda áfram.

 • Hafnarstjóri og bæjarstjóri sögðu frá samskiptum og ályktunum sem lúta að komum skemmtiferðaskipa, umræðum á vettvangi Cruise Iceland samtakanna o.fl.

  Hafnarstjórn - 8 Lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum, sem mun m.a. fela í sér breytingu á lögum um gistináttaskatt, sem skemmtiferðaskipum verður ætlað að greiða. Einnig um áform um afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa, sem ljóst er að getur haft áhrif til fækkunar á komum skemmtiferðaskipa í hringsiglingum til minni hafna á landsbyggðinni.
 • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af 455. fundi, sem haldinn var 18. ágúst sl., 456. fundi sem haldinn var 19. september, 457. fundi sem haldinn var 19. október og af 458. fundi, sem haldinn var 17. nóvember 2023.

  Hafnarstjórn - 8
 • Hafnarstjórn - 8 Lagt fram bréf formanns stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 6. október 2023, um samstarfsfundi Hafnasambandsins og Fiskistofu.
 • Lagður fram tölvupóstur þar sem vakin er athygli á að upptökur erinda og umræðna á 25 ára afmælisráðstefnu SAF séu nú aðgengilegar á vef samtakanna.

  Hafnarstjórn - 8 Bæjarstjóri tók þátt í pallborðsumræðum í málstofu um skemmtiferðaskip á þessum fundi.
 • Lagðar fram til fróðleiks, upplýsingar um dagskrá ársfundar náttúruverndarnefnda, sem frestað var vegna óveðurs í október sl., en til stendur að halda í mars nk.
  Hafnarstjórn - 8 Bæjarstjóri verður með erindi á fundinum.

6.Greitt útsvar 2023

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2023. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 8,9% miðað við sama tímabil í fyrra.Íbúafjöldi Grundarfjarðarbæjar í desember er 866.

7.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna sorpgjalda og hreinsigjalds fráveitu.Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga um hreinsigjald fráveitu (rotþrær), en viðkomandi sveitarfélög leggja á árlegt hreinsigjald í dreifbýli, sem ætlað er að standa undir kostnaði við hreinsun rotþróa, sem sveitarfélögin sjá um, og fram fer á 3ja ára fresti.Lagt til að tekið verði upp það fyrirkomulag að sveitarfélagið sjái um að láta hreinsa reglulega rotþrær í dreifbýli og að lagt verði hreinsigjald á fasteignir í dreifbýli.

Tillögur að gjaldskrá vegna sorpgjalda og hreinsigjalds fráveitu samþykktar samhljóða.

8.Fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2309032Vakta málsnúmer

Vísað til 7. liðar á dagskrá um gjaldskrá vegna sorpgjalda og fráveitugjalda (hreinsigjald).

9.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Styrkumsóknir teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Yfirlit yfir styrkumsóknir rætt ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2024, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tóku JÓK, GS og ÁE.

GS vék af fundi fyrir afgreiðslu styrkveitinga ársins.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2024 samþykktar samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

10.Grundarfjarðarhöfn - Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar vegna ársins 2024, sem samþykkt var af hálfu hafnarstjórnar á fundi þann 4. desember sl. (sjá lið 5 á fundinum). Áætlunin er hluti af fjárhagsáætlun bæjarins 2024, sbr. næsta dagskrárlið.

11.Fjárhagsáætlun 2024 - síðari umræða

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun 2024-2027 ásamt greinargerð með fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun ársins 2024 kynnt við síðari umræðu í bæjarstjórn. Farið yfir áætlaðan rekstur, efnahag og sjóðsstreymi, auk útlistunar á breytingum sem hafa orðið milli umræðna. Jafnframt farið yfir þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2024 fyrir A- og B-hluta eru heildartekjur áætlaðar 1.729,8 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 936,4 millj. kr., önnur rekstrargjöld 516,1 millj. kr. og afskriftir 74,7 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 202,6 millj. kr. Gert er ráð fyrir 153,3 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2024 gerir ráð fyrir 49,2 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu (A- og B-hluta).

Skv. sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar er veltufé frá rekstri 260,3 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2024. Ráðgert er að fjárfestingar verði 214,0 millj. kr., afborganir lána 164,8 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 100 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 17,1 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2024 er því áætlað 49,2 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2024 fram eins og ráðgert er.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 samþykkt samhljóða.

12.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - 2023-028427 BOX7 - minna gistiheimili

Málsnúmer 2305043Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Box7 ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Fellasneið 10.Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra eftir úttekt.

Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð og því er lagt til að farið verði í grenndarkynningu.

Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði grenndarkynning vegna umsagnar bæjarins um fyrirliggjandi umsókn. Kynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi húsa; Fellasneið 4, 8 og 14 og Hellnafell 2. Skipulags- og umhverfissviði falið að láta fara fram grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

13.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2312012Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um áframhaldandi afslátt gatnagerðargjalda fyrir árið 2024, af tilteknum eldri íbúðarlóðum. Fyrir fundinum liggja uppfærðir skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum vegna umræddra lóða.Afsláttur skv. síðustu samþykkt bæjarstjórnar (bæjarráðs) var 50% út desember 2023.Lagt til að afsláttur af tilgreindum eldri lóðum verði framlengdur út árið 2024 og verði áfram 50%. Einnig verði veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á viðbyggingum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum verði veittur út árið 2024 af tilteknum eldri íbúðarlóðum, sbr. framlagða tillögu.

14.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt og tillaga um að rýna og undirbúa mögulega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.Um er að ræða hugmynd sem rædd var á sameiginlegum vinnufundi bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar þann 27. nóvember sl. um skipulagsmál, lóðir, framtíðarverkefni og tækifæri.Lagt til að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.

Rýndir verði kostir þess að þróa svæði við Ölkelduveg og Hrannarstíg, í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til útivistar og íbúðar. Um yrði að ræða spennandi forgangssvæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþróttamannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis/skólasvæðis til framtíðar.

Bæjarstjórn samþykkir að hafinn verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þá vinnu.

Samþykkt samhljóða.

15.Samstaða bæjarmálafélag - Markaðs- og atvinnufulltrúi

Málsnúmer 2211041Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Samstöðu bæjarmálafélags um ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa Grundarfjarðarbæjar.

SG fór yfir tillögu Samstöðu um ráðningu markaðs- og atvinnufulltrúa, sem myndi leiða til að gerð verði heildarmarkaðssetning fyrir Grundarfjörð.

Allir tóku til máls.

Forseti þakkar fyrir tillöguna. Hann benti á að á fundi bæjarráðs í desember 2022 hafi verið lögð fram kostnaðargreining á starfi markaðs- og atvinnufulltrúa ásamt yfirliti yfir styrki sem fengist hafa síðustu ár. Þá voru jafnframt lagðar fram upplýsingar frá SSV um þjónustu atvinnuráðgjafa SSV og nýtingu þjónustunnar. Á vegum SSV og Svæðisgarðsins Snæfellsness er m.a. unnið að markaðssetningu en Grundarfjarðarbær er aðili að því samstarfi. Menningarnefnd kemur jafnframt að markaðsmálum bæjarins og hefur tekið þátt í gerð markaðsefnis ásamt íþrótta- og tómstundanefnd á yfirstandandi ári.

Fjárhagsáætlun næsta árs hefur þegar verið samþykkt. Forseti leggur til að haldið verið áfram með þá vinnu sem þegar er í gangi og leggur því ekki til, að svo stöddu, að ráðinn verði markaðs- og atvinnufulltrúi, en að bæjarráð taki tillögu Samstöðu til frekari vinnslu, þar sem leitað verði leiða til nýsköpunar og heildarmarkaðssetningar, t.d. með ráðningu verktaka til skamms tíma til verkefnisins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG), þrír voru á móti (GS, SG, LÁB).

16.Alþingi - Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, þingmál 478, ásamt tillögu að umsögn Grundarfjarðarbæjar um málið til þingnefnda Alþingis.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða drög bæjarstjóra að umsögn um þingmál 478, frv. til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

17.GG lagnir - Verksamningur v. orkuskipti við íþrótta- og skólamannvirki

Málsnúmer 2312009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við GG lagnir ehf., en verkið er hluti af orkuskiptum í skóla- og íþróttamannvirkjum.

18.Vegagerðin, Vesturlandsumdæmi - Samningur um veghald þjóðvegar í þéttbýli 2023

Málsnúmer 2312007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli (Grundargata) fyrir árið 2023, ásamt minnisblaði Vegagerðarinnar um samningsgerðina.

Af hálfu Grundarfjarðarbæjar hefur verið gerð athugasemd við fjárhæðir samningsins undanfarin ár, þar sem þær hafa ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.

Fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar að fjárhæðir þéttbýlissamninganna séu í endurskoðun.

19.FSS - Fundargerð 132. fundar stjórnar

Málsnúmer 2312011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 132. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 30. nóvember sl.

20.Grundapol, vinabæjafélag - fundarpunktar 1. des. 2023

Málsnúmer 2312013Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar Grundapol félagsins í Grundarfirði frá 1. desember sl. Tilefni fundar var einkum undirbúningur vegna 20 ára afmælis vinabæjartengsla við Paimpol í Frakklandi á næsta ári og boð franska Grundapol félagsins til afmælishátíðar í Paimpol af því tilefni.

Fundargerðinni er vísað til menningarnefndar til umræðu.

21.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 217. fundar sem haldinn var 28. og 29. ágúst sl. og fundargerð 218. fundar sem haldinn var 18. september sl.

22.SSV - Vinnuhópur um velferðarmál

Málsnúmer 2311005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindisbréf vinnuhóps um velferðarmál sem tekið hefur til starfa á vegum SSV. Hópurinn á að greina hvort tækifæri liggi í auknu samstarfi um velferðarmál hjá sveitarfélögunum á Vesturlandi. Áætlað er að hópurinn ljúki störfum í apríl 2024.Ingveldur Eyþórsdóttir er fulltrúi Snæfellsness í hópnum.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 938. fundar sem haldinn var 24. nóvember sl. og fundargerð 939. fundar sem haldinn var 5. desember sl.

24.HMS - Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 2309015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um umsóknarfresti 2024 fyrir umsóknir um stofnframlög HMS.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:03.