Málsnúmer 2312016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Lögð fram til afgreiðslu umsókn landeigenda Árbrekku (L-220580) í landi Hamra (L-136613) um byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi. Um er að ræða 60-65 m2 hús með hallandi þaki og verður það klætt stálplötum.Þann 25. ágúst sl. spurðust landeigendur fyrir um afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar til byggingar bílageymslu og gestahúss við núverandi íbúðarhús sbr. meðfylgjandi skissu. Í svarbréfi skipulagsfulltrúa 31. ágúst sl. gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemdir við fyrirhugaða byggingu bílgeymslu og gestahúss.Skipulagsfulltrúi hvatti landeigendur til þess að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina þannig að frekari uppygging þróist með skýrum og heildrænum hætti til framtíðar og minnti á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vega, sem þurfi að vera í samræmi við skipulag.Í framhaldi af samskiptum sem fram fóru milli embættisins og umsækjenda/eigenda Árbrekku um flokkun og skráningu hússins, óskuðu umsækjendur eftir því að byggingin verði skráð sem tveir matshlutar, þ.e. bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511) og að hún teljist vera í beinum tengslum við íbúðarhús þeirra sem fyrir er.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.

Nefndin tekur undir orð skipulagsfulltrúa um mikilvægi þess að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina þannig að frekari uppbygging þróist með skýrum og heildrænum hætti til framtíðar.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5. fundur - 29.02.2024

Á 255.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn landeiganda að Árbrekku ( L-220580 ) í landi Hamra (L-136613) um 60-65m2 byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Umsóknin fellur undir umfangsflokk 1.skv.gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.