5. fundur 29. febrúar 2024 kl. 11:00 - 11:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Árbrekka - byggingarleyfi bílskúr og íbúð

Málsnúmer 2312016Vakta málsnúmer

Á 255.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn landeiganda að Árbrekku ( L-220580 ) í landi Hamra (L-136613) um 60-65m2 byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi.Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Umsóknin fellur undir umfangsflokk 1.skv.gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.

2.Innri Látravík - Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús

Málsnúmer 2402030Vakta málsnúmer

Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsum í landi Innri-Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7. Hvert hús er tæpir 37m2 að stærð.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

3.Innri Látravík - Umsókn um byggingaleyfi, viðbygging

Málsnúmer 2402029Vakta málsnúmer

Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi samkvæmt uppdráttum frá W7.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 11:30.