Málsnúmer 2401004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

  • Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um breytingu á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes.

    Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og tillaga að svörum (nær yfir bæði aðalskipulag og deiliskipulag, sjá næsta lið). Svörin hafa verið samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.

    Hafnarstjórn - 9 Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

  • Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um deiliskipulag fyrir hafnarsvæði norður- og miðhluta.

    Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og þau svör sem skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi 29. desember sl. og bæjarstjórn 11. janúar sl. (sem ná yfir bæði deiliskipulagið og aðalskipulagsbreytingu Framness og hafnarsvæðis, sbr. dagskrárlið 1).

    Hafnarstjórn - 9 Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

  • Rætt um skipulagsmál á hafnarsvæðinu og framhald skipulagsvinnu, tengsl við aðra skipulagsvinnu sem er í gangi, um undirbúningsvinnu vegna umsóknar um leyfi til efnistöku úr sjó og fleira.

    Halldóra Hreggviðsdóttir, jarðfræðingur og skipulagsráðgjafi hjá Alta, aðstoðar hafnarstjórn við undirbúning leyfisumsóknar vegna efnistöku úr sjó. Halldóra og Árni Geirsson hjá Alta sátu í fjarfundi undir þessum lið.

    Hafnarstjórn - 9 Rætt var um skipulag hafnarsvæðis og mikilvægi tenginga við önnur svæði, þannig að heildstæð hugsun verði í því hvernig dýrmætt land og aðstaða verði nýtt.

    Í gangi er deiliskipulagsvinna við önnur svæði, sem mikilvægt er að horfa til í samhengi við þróun og skipulag hafnarsvæðis, eins og aðalskipulag gerir ráð fyrir. Nefna má breytingu á aðal- og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis vestan Kvernár, sem ætlunin er að stækki umtalsvert, og rætt var á 8. fundi hafnarstjórnar þann 4. desember sl. Einnig má nefna nýtt deiliskipulag Framness, en Framnesið hefur mikilvæga tengingu við hafnarsvæðið og tengingu við miðbæ.

    Rætt var um þörf fyrir og öflun á efni í landfyllingar á hafnarsvæðinu. Í samræmi við fyrri ákvörðun hafnarstjórnar/bæjarstjórnar er verið að skoða möguleika á efnisöflun af hafsbotni, gagnaöflun og leyfisveitingar sem því tengjast.

    Hafnarstjóri sýndi gögn sem í vinnslu eru hjá honum og Vegagerðinni, vegna landfyllinga á hafnarsvæði.

    Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar, sem er til suðurs, frá Miðgarði og að Suðurgarði.
    Byrjað verði á greiningu á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag sem gæti hentað þeirri fjölbreyttu og eðlisólíku starfsemi sem höfnin þjónar. Sérstaklega verði skoðað hvernig fyrirkomulag innan hafnarinnar tengist nálægum svæðum í bænum, t.d. Framnesi, miðbæ og iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár, auk íbúðarbyggðar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með hafnarstjórn og samþykkir tillögu/áform um að hefja undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar, til suðurs, frá Miðgarði og að Suðurgarði, og að fyrstu verkþættir séu greining á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag þeirrar starfsemi sem höfnin þjónar og tengingu við nálæg svæði og starfsemi, eins og bókun hafnarstjórnar felur í sér.
  • Umræðu um helstu framkvæmdir hafnarinnar á árinu 2024 frestað til næsta fundar.

    Hafnarstjórn - 9 Þó var rætt um salernismál á hafnarsvæði á komandi sumri, fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Gert er ráð fyrir að leysa þau með svipuðum hætti og á síðasta ári, þ.e. með því að leigja salernishús.

    Stefnt er að því að fá Margréti Björk frá Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands (SSV) á fund með hafnarstjórn fljótlega, til að fara yfir stöðu í "skemmtiferðaskipaverkefni" sem fram fór á síðasta ári í samvinnu hafna og sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Niðurstöðurnar nýtast höfninni og bænum í að skipuleggja móttöku skemmtiferðaskipa og þjónustu við gesti. Þörf er á framhaldandi vinnu og samtali á svæðinu og mun hafnarstjórn ræða það við Margréti/SSV.

    Rætt um uppsetningu á loftgæðamáli, sem er í vinnslu.

    Arnar, sem einnig situr í Breiðafjarðarnefnd, sagði frá því að búið sé að koma fyrir búnaði á eða við hafnarsvæðið til að greina hvort hingað berist framandi ágengar lífverur, sem líklegar væru til að taka sér bólfestu eða "taka yfir svæði". Rannsóknin er á vegum Breiðafjarðarnefndar og er framkvæmd af Nátturustofu Suðvesturlands.
  • Lagður fram tölvupóstur Hafnasambands Íslands um hafnasambandsþing sem verður haldið 24.-25. október nk. á Akureyri. Formlegt boð um þingið verður sent síðar.

    Grundarfjarðarhöfn á fjóra fulltrúa með atkvæðisrétt á þinginu, en fulltrúafjöldi ræðst af tekjum hafnarsjóða.

    Hafnarstjórn - 9 Rætt um þátttöku á þinginu.