280. fundur 08. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:01 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Í upphafi fundar minntust fundarmenn Ragnars Elbergssonar, sem sat í hreppsnefnd Eyrarsveitar í sex kjörtímabil, á árunum 1978-2002. Ragnar lést þann 20. janúar sl. og færir bæjarstjórn fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra, sbr. framlagt skjal.



2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá fundum sem haldnir hafa verið og fundum framundan.

Fundir bæjarstjórnar fram að sumarleyfi verða haldnir eftirfarandi daga:
þriðjudaginn 12. mars
fimmtudaginn 11. apríl
þriðjudaginn 7. maí
fimmtudaginn 13. júní

Stefnt er að því að bjóða ungmennaráði á fund bæjarstjórnar í mars eða júní.

Aðalfundur SSV verður haldinn 20. mars á Hótel Hamri.

3.Bæjarráð - 616

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 616. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu til og með 31.12.2023.
    Bæjarráð - 616
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu frá og með 01.01.2024 til dagsins í dag.
    Bæjarráð - 616
  • 3.3 2302010 Greitt útsvar 2023
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2023.
    Bæjarráð - 616 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar janúar-desember 2023 hækkað um 9,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Landsmeðaltal greidds útsvar hefur á sama tímabili hækkað um 13,9%.

    Íbúafjöldi 1. janúar 2024 er 864 íbúar.
  • 3.4 2304026 Launaáætlun 2023
    Lagt fram yfirlit yfir raunlaun janúar-desember 2023 í samanburði við áætlun ársins.
    Bæjarráð - 616 Raunlaun fóru 1,37% yfir áætlun ársins m.a. vegna kjarasamningshækkana.
  • Bæjarráð - 616 Sigurbjartur Loftsson, verkefnastjóri, kom inn á fundinn gegnum Teams. Hann fór yfir stöðu orkuskiptaverkefnisins. Hann sagði frá framvindu verkþátta sem einkum felast í að leggja lagnir frá borholum og inn í íþróttahús. RARIK mun koma upp húsi yfir nýjan spenni, en lagður verður háspennustrengur vegna verksins. Sigurbjartur vinnur að frágangi teikninga vegna breytinga á rými í kjallara íþróttahúss. Rætt um verktíma verkefnisins.

    Sigurbjarti var þakkað fyrir góðar upplýsingar.
  • 3.6 2401018 Framkvæmdir 2024
    Bæjarráð - 616 Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

    Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt þeim Ólafi, Sævari og Sigurði Val, þau verkefni sem farin eru af stað sem og verkefni framundan.

    Rætt var um hönnun sundlaugargarðs og hvað felst í þeirri vinnu, rennibraut o.fl.
    Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæði, merkingar á tjaldsvæði, stöðu verkefna í Þríhyrningi, fyrirhugaða uppsetningu leiktækja fyrir yngstu börnin á Hjaltalínsholti, fyrirhugaðar framkvæmdir í kringum gömlu spennistöðina, framkvæmdir í samkomuhúsi vegna gjaldhliðs fyrir salerni sem opin eru ferðafólki og fyrirkomulag salernisaðstöðu. Einnig rætt um gatnagerð næsta sumar, þar sem lögð er áhersla á gangstéttar á Hrannarstíg.

    Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á vesturhlið íþróttahúss, en skipta á um glugga og hurðir og gera múrviðgerðir. Rætt um breytingar á aðkomuleiðum (hurðir) til að bæta aðgengi og neyðaraðkomu. Sigurður Valur sýndi teikningar og tillögur þar að lútandi.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða þá útfærslu sem tillaga er gerð um og verða teikningar unnar um þær.
  • Lagður fram tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 22. janúar sl., varðandi umsóknir um stofnframlög, sem opnað verður fyrir fljótlega.
    Bæjarráð - 616 Rætt um lausar lóðir í Grundarfirði og lóðaskipulag sem er í vinnslu.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að skoða málið í samræmi við umræður fundarins og felur þeim jafnframt umboð til að sækja um framlög.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 20. desember 2023, varðandi sálfræðiþjónustu FSS vorið 2024.
    Bæjarráð - 616
  • Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Ella Bol ehf. vegna snjómoksturs í Grundarfirði veturinn 2023-2024.
    Bæjarráð - 616
  • Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Tóma steypu ehf. vegna snjómoksturs í Grundarfirði veturinn 2023-2024.

    Bæjarráð - 616
  • Lagt fram til kynningar þinglýst afsal vegna atvinnuhúsnæðis að Nesvegi 19, ásamt yfirlýsingu Grundarfjarðarbæjar, þar sem fallið er frá forkaupsrétti á eignarhlutnum.
    Bæjarráð - 616
  • Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar sl., þar sem boðað er til 39. landsþings sambandsins þann 14. mars nk.
    Bæjarráð - 616
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Matvælaráðuneytisins, dags. 22. janúar sl., þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 3/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.
    Bæjarráð - 616
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarr vegna ársins 2021-2022.
    Bæjarráð - 616

4.Hafnarstjórn - 9

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

  • Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um breytingu á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði og Framnes.

    Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og tillaga að svörum (nær yfir bæði aðalskipulag og deiliskipulag, sjá næsta lið). Svörin hafa verið samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.

    Hafnarstjórn - 9 Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

  • Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um deiliskipulag fyrir hafnarsvæði norður- og miðhluta.

    Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og þau svör sem skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi 29. desember sl. og bæjarstjórn 11. janúar sl. (sem ná yfir bæði deiliskipulagið og aðalskipulagsbreytingu Framness og hafnarsvæðis, sbr. dagskrárlið 1).

    Hafnarstjórn - 9 Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

  • Rætt um skipulagsmál á hafnarsvæðinu og framhald skipulagsvinnu, tengsl við aðra skipulagsvinnu sem er í gangi, um undirbúningsvinnu vegna umsóknar um leyfi til efnistöku úr sjó og fleira.

    Halldóra Hreggviðsdóttir, jarðfræðingur og skipulagsráðgjafi hjá Alta, aðstoðar hafnarstjórn við undirbúning leyfisumsóknar vegna efnistöku úr sjó. Halldóra og Árni Geirsson hjá Alta sátu í fjarfundi undir þessum lið.

    Hafnarstjórn - 9 Rætt var um skipulag hafnarsvæðis og mikilvægi tenginga við önnur svæði, þannig að heildstæð hugsun verði í því hvernig dýrmætt land og aðstaða verði nýtt.

    Í gangi er deiliskipulagsvinna við önnur svæði, sem mikilvægt er að horfa til í samhengi við þróun og skipulag hafnarsvæðis, eins og aðalskipulag gerir ráð fyrir. Nefna má breytingu á aðal- og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis vestan Kvernár, sem ætlunin er að stækki umtalsvert, og rætt var á 8. fundi hafnarstjórnar þann 4. desember sl. Einnig má nefna nýtt deiliskipulag Framness, en Framnesið hefur mikilvæga tengingu við hafnarsvæðið og tengingu við miðbæ.

    Rætt var um þörf fyrir og öflun á efni í landfyllingar á hafnarsvæðinu. Í samræmi við fyrri ákvörðun hafnarstjórnar/bæjarstjórnar er verið að skoða möguleika á efnisöflun af hafsbotni, gagnaöflun og leyfisveitingar sem því tengjast.

    Hafnarstjóri sýndi gögn sem í vinnslu eru hjá honum og Vegagerðinni, vegna landfyllinga á hafnarsvæði.

    Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar, sem er til suðurs, frá Miðgarði og að Suðurgarði.
    Byrjað verði á greiningu á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag sem gæti hentað þeirri fjölbreyttu og eðlisólíku starfsemi sem höfnin þjónar. Sérstaklega verði skoðað hvernig fyrirkomulag innan hafnarinnar tengist nálægum svæðum í bænum, t.d. Framnesi, miðbæ og iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár, auk íbúðarbyggðar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með hafnarstjórn og samþykkir tillögu/áform um að hefja undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar, til suðurs, frá Miðgarði og að Suðurgarði, og að fyrstu verkþættir séu greining á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag þeirrar starfsemi sem höfnin þjónar og tengingu við nálæg svæði og starfsemi, eins og bókun hafnarstjórnar felur í sér.
  • Umræðu um helstu framkvæmdir hafnarinnar á árinu 2024 frestað til næsta fundar.

    Hafnarstjórn - 9 Þó var rætt um salernismál á hafnarsvæði á komandi sumri, fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Gert er ráð fyrir að leysa þau með svipuðum hætti og á síðasta ári, þ.e. með því að leigja salernishús.

    Stefnt er að því að fá Margréti Björk frá Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands (SSV) á fund með hafnarstjórn fljótlega, til að fara yfir stöðu í "skemmtiferðaskipaverkefni" sem fram fór á síðasta ári í samvinnu hafna og sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Niðurstöðurnar nýtast höfninni og bænum í að skipuleggja móttöku skemmtiferðaskipa og þjónustu við gesti. Þörf er á framhaldandi vinnu og samtali á svæðinu og mun hafnarstjórn ræða það við Margréti/SSV.

    Rætt um uppsetningu á loftgæðamáli, sem er í vinnslu.

    Arnar, sem einnig situr í Breiðafjarðarnefnd, sagði frá því að búið sé að koma fyrir búnaði á eða við hafnarsvæðið til að greina hvort hingað berist framandi ágengar lífverur, sem líklegar væru til að taka sér bólfestu eða "taka yfir svæði". Rannsóknin er á vegum Breiðafjarðarnefndar og er framkvæmd af Nátturustofu Suðvesturlands.
  • Lagður fram tölvupóstur Hafnasambands Íslands um hafnasambandsþing sem verður haldið 24.-25. október nk. á Akureyri. Formlegt boð um þingið verður sent síðar.

    Grundarfjarðarhöfn á fjóra fulltrúa með atkvæðisrétt á þinginu, en fulltrúafjöldi ræðst af tekjum hafnarsjóða.

    Hafnarstjórn - 9 Rætt um þátttöku á þinginu.

5.Öldungaráð - 11

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 11. fundar öldungaráðs.
  • Bæjarstjóri fór yfir breytingar á lögum um málefni aldraðra og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar öldungaráð. Rætt var um hlutverk ráðsins og verkefni.

    Fram fór kosning formanns og varaformanns ráðsins.
    Öldungaráð - 11
    Ragnheiður Sigurðardóttir tók að sér formennsku og Sunneva Gissurardóttir tók að sér varaformennsku í öldungaráði.

    Samþykkt samhljóða með lófataki.
  • Siðareglur samþykktar af bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar voru lagðar fram.
    Öldungaráð - 11
  • Rætt var um helstu helstu verkefni bæjarins, þjónustu og hagsmunamál sem snúa að eldri íbúum.
    Öldungaráð - 11 - Bæjarstjóri rifjaði upp þau hagsmunamál sem verið hafa á borði öldungaráðs á síðustu árum, en mörg þeirra hafa fengið góðan framgang. Hún fór yfir ýmis mál sem eru í gangi hjá Grundarfjarðarbæ um þessar mundir sem snúa að eldri borgurum, svo sem snjómokstri á stígum og götum, félagsþjónustu, matarsendingar eldri íbúa, heilsueflingu og fleira.

    - Ingveldur Eyþórsdóttir hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn og kynnti verkefni sem unnið er að á Vesturlandi undir fyrirsögninni „Gott að eldast“. Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist nú hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Mikilvægt er að hafa virkt samstarf á milli ríkis og sveitarfélaga, milli stofnana sem koma að þjónustu við eldri íbúa. Verkefnið "Gott að eldast" snýst um samstarf stofnana á Vesturlandi og hvernig taka megi utan um málefni og þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk sé ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði, eins og segir í verkefnislýsingu.
    Sjá nánar á vefnum https://island.is/lifsvidburdir/ad-eldast

    - Ingveldur svaraði ýmsum fyrirspurnum um verkefnið og um félagsþjónustu og þjónustu við aldraða, á vegum FSS.
    Vék hún síðan af fundi og var henni þakkað fyrir upplýsingarnar.

    - Olga fór yfir samantekt sína um félagsstarf aldraðra, en Olga er í hlutastarfi hjá Grundarfjarðarbæ sem tengiliður vegna málefna eldri borgara og stendur m.a. að vikulegri samkomustund í Sögumiðstöðinni á miðvikudögum. Allir eru velkomnir, en einkum er höfðað til þess að eldra fólk hittist og eigi notalega samverustund. Olga fór einnig yfir annað félagsstarf sem fram fer í Sögumiðstöðinni. Bæjarstjóri rifjaði upp hugmyndafræði hússins og þeirra breytinga sem þar hafa verið gerðar og þeirra sem eru á döfinni.

    - Rætt um heilsueflingu 60 ára og eldri og þeirra sem búa við örorku, en Félag eldri borgara í Grundarfirði er í forsvari fyrir verkefnið, með stuðningi Grundarfjarðarbæjar, sem m.a. greiðir allan húsnæðis- og leigukostnað vegna þess. Skipulagðir eru fjórir íþróttatímar í viku, tveir í íþróttahúsinu og tveir í Líkamsrækt Grundarfjarðar. FEBG ræður þjálfara og hefur að hluta til fengið styrki út á starfsemina. Mikil ánægja er með verkefnið.

    - Rætt um aðgengi og snjómokstur og mikilvægi hans fyrir eldra fólk, bæði gangandi og akandi. Rætt um fyrirkomulag til að auka öryggiskennd fólks þegar snjór er mikill og álag vegna snjómoksturs. Til frekari skoðunar.

  • Heilsuefling 60 ára og eldri og þeirra sem búa við örorku er verkefni sem Félag eldri borgara í Grundarfirði er í forsvari fyrir og Grundarfjarðarbær styrkir. Sameinað í umræðum undir dagskrárlið 3.


    Öldungaráð - 11

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fráveitu, sem bæjarstjórn samþykkti í desember sl.



Gjaldskráin er lögð fram með tillögu um orðalagsbreytingar til frekari skýringar og með breyttum tilvísunum í lög vegna lagabreytinga.





Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu, sem felur í sér orðalagsbreytingar og lagfæringu á lagatilvísunum í gjaldskrá um fráveitu.

Samþykkt samhljóða.

7.Starfsreglur um ráðningu starfsmanna

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar um ráðningu starfsmanna. Annars vegar er bætt við nýju starfi forstöðumanns bókasafns og menningarmála og síðan er gerð lagfæring varðandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, sem leiðir af því að samstarfi sveitarfélaga um þau störf er lokið.

Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar starfsreglur um ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

8.Ráðning forstöðumanns bókasafns og menningarmála

Málsnúmer 2402002Vakta málsnúmer

Starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála var auglýst laust til umsóknar í desember og lauk umsóknarfresti þann 17. janúar sl.



Samkvæmt starfsreglum um ráðningar hjá Grundarfjarðarbæ er það bæjarstjórn sem ræður formlega í starfið.

Gerð var grein fyrir ráðningarferli vegna starfsins, sem nú er að ljúka. Sex umsóknir bárust, en ein umsókn var dregin til baka.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Láru Lind Jakobsdóttur í starf forstöðumann bókasafns og menningarmála.

Samþykkt samhljóða.

9.Framnes og hafnarsvæði - Breyting á aðalskipulagi 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem er viðbót við afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 11. janúar sl. um svör við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis og Framness.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.

10.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem er viðbót við afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 11. janúar sl. um svör við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsingu á framangreindri aðalskipulagsbreytingu (dagskrárliður nr. 9) og deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna deiliskipulags hafnarsvæðis.

11.Skerðingsstaðir - kærumál nr. 112_2023

Málsnúmer 2309045Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2024.

12.Sorpútboð 2023-2024 - niðurstöður og samningsmál

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar opnunarskýrsla vegna útboðs sorpmála hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ, en opnun fór fram þann 24. janúar 2024.



Málið er í vinnslu.

13.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Lagðir fram fundarpunktar frá verkfundi um orkuskiptaverkefnið 1. febrúar sl.

14.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar af vinnufundum stýrihóps verkefnisins um Barnvænt sveitarfélag; fundir frá 4. desember 2023 og 12. janúar sl.

15.Leikskólastig - Könnun meðal foreldra um dvalartíma og opnun - janúar 2024

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna á Sólvöllum og Eldhömrum í janúar sl. um dvalartíma og opnun.

Skólanefnd mun hafa fjalla um niðurstöðurnar á fundi sínum í febrúar og hafa hliðsjón af þeim, við ákvörðun um útfærslu á skóladagatali í samráði við skólastjórnendur.

16.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2023

Málsnúmer 2401019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands dags. 13. október 2023 um ágóðahlut bæjarins, 419.000 kr. á árinu 2023.

17.Hafnasamband Íslands - Hafnasambandsþing 2024 á Akureyri

Málsnúmer 2401020Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Hafnasambands Íslands, dags. 12. janúar sl., varðandi Hafnasambandsþing sem haldið verður á Akureyri 24.-25. október 2024.



Grundarfjarðarhöfn á fjóra fulltrúa á þingið.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. janúar sl.

19.Ráðherranefnd - Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning Stjórnarráðs Íslands, dags. 29. nóvember 2023, um aðgerðir ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu. Ráðherranefndina skipa ráðherrar fimm ráðuneyta; Menningar- og viðskiptaráðuneytis, Forsætisráðuneytis, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, Mennta- og barnamálaráðuneytis og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.

Bæjarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs og skólanefndar, í tengslum við mótun málstefnu, sbr. mál nr. 2309020.

Samþykkt samhljóða.

20.Umhverfisstofnun - Loftslagsdagurinn 2024

Málsnúmer 2402001Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhverfisstofnunar, dags. 19. janúar sl., um Loftslagsdaginn 2024 sem fram fer í Hörpu 28. maí nk.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:01.