Málsnúmer 2402007

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 171. fundur - 13.02.2024

Farið var yfir hlutverk og verkefni skólanefndar við innleiðingu nýsamþykktrar menntastefnu Grundarfjarðarbæjar.

Gunnþór fór yfir sameiginlegt skjal skólanefndar þar sem skilgreind eru hlutverk og verkefni nefndarinnar yfir heilt ár. Hann útskýrði einnig matskerfi samkvæmt menntastefnunni nýju og verklag í starfi með skólunum öllum á þeim grunni.

Til frekari skoðunar á næstu fundum.

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 18:30

Skólanefnd - 172. fundur - 07.03.2024

Hér komu Davíð Magnússon og Hólmfríður Hildimundardóttir til fundarins.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.Gunnþór fór yfir stöðuna í starfi með starfsfólki leikskóla, leikskóladeild, grunnskóla og tónlistarskóla við innleiðingu menntastefnunnar. Rætt var m.a. um stofnun gæðaráða/matsteyma innan hvers skóla og hvernig staða gæðaviðmiða er metin í hverjum skóla og aðgerðir settar fram í samræmi við þá stöðu.

Haldið var áfram umræðu frá síðasta fundi um verkefni skólanefndar við innleiðingu nýrrar menntastefnu og einkum um verkefni samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar.

Skólanefnd styðst nú við starfsáætlun sem tilgreinir skyldur og verkefni nefndarinnar og deilir þeim niður á starfstíma nefndarinnar.

Farið var yfir verkefni mars- og aprílmánaðar í starfsáætlun skólanefndar.

Næsti fundur er 2. apríl nk. og verður leitað svara og upplýsinga í samræmi við efni þess fundar.

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 17:30