Málsnúmer 2402021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um aðalfund sem haldinn verður 20. mars nk. á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands hf.Aðalfulltrúar með setu á fundi SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Ágústa Einarsdóttir. Varafulltrúar eru Sigurður Gísli Guðjónsson, Signý Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Verði forföll í hópi framangreindra fulltrúa veitir bæjarstjórn Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra,

Samþykkt samhljóða.