283. fundur 12. mars 2024 kl. 16:30 - 20:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir fundi og viðburði.

28. febrúar sl. komu þingmenn Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi í heimsókn og funduðu með bæjarfulltrúum og bæjarstjóra. Farið var yfir helstu hagsmunamál.

29. febrúar sl. sat forseti sat fund með starfshópi sem skoðar sameiningarkosti á Snæfellsnesi.

1. mars fóru fulltrúar úr bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd, auk bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa í heimsókn til að kynna sér skipulagsmál og uppbyggingarverkefni. Farið var til Orra Hlöðverssonar, fv. bæjarstjóra í Hveragerði sem sagði frá uppbyggingu þjónustuhúss í Hveragerði, farið í Suðurnesjabæ þar sem Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tóku á móti hópnum. Magnús kynnti verkefni sveitarfélagsins og Sigurður Valur skipulagsfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Sandgerði var með leiðsögn um Sandgerði og Garð. Að lokum var heimsókn og umræður um miðbæ og þróun hjá Alta í Ármúla.

Í gær, 11. mars, funduðu fjórir fulltrúar bæjarstjórnar, þ.e. forseti, Sigurður Gísli formaður bæjarráðs, Loftur Árni bæjarfulltrúi og Pálmi varabæjarfulltrúi með stjórn Golfklúbbsins Vestarrs, skv. beiðni klúbbsins.

Í gær sat bæjarstjóri fund á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Fjórðungssambands Vestfirðinga í Stykkishólmi um framtíðarmöguleika Breiðafjarðar. Kynnt var vinna stýrihóps sem hófst árið 2022 með forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar með tilliti til byggðaþróunar og sjálfbærrar nýtingar. Dregin voru fram sjónarmið íbúa og hagaðila, stýrihópi verkefnisins til upplýsinga, en hópurinn mun síðan gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Fyrir bæjarstjórnarfundinn í dag 12. mars kom formaður Viðreisnar í heimsókn, þar sem farið var yfir helstu hagsmunamál.

Framundan eru eftirtaldir fundir:

- 14. mars: Landsþing Sambandsins, Reykjavík, þar sem forseti fer með atkvæðisrétt bæjarstjórnar.
- 15. mars: Ráðstefna Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum undir yfirskriftinni "Er íslensk orka til heimabrúks?"
- 20. mars: Vorfundur SSV, aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf., Símenntunar, Heilbrigðiseftirlits og Starfsendurhæfingar Vesturlands.
- 21. mars: Bæjarstjóri með erindi um skemmtiferðaskip, á ársfundi náttúruverndarnefnda, Ísafirði.

3.Bæjarráð - 617

Málsnúmer 2402002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 617. fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram gögn skíðadeildar UMFG með hugmynd að þjónustuhúsi.
    Bæjarráð - 617 Rut Rúnarsdóttir og Jón Pétur Pétursson frá skíðadeildinni sátu fundinn undir þessum lið, ásamt Sigurði Val Ásbjarnarsyni og Ólafi Ólafssyni.

    Jón Pétur og Rut gerðu grein fyrir hugmynd að uppsetningu þjónustuhúss og uppbyggingu skíðasvæðisins.

    Rætt um möguleika á að samnýta þjónustuhúsið með þjónustu bæjarins.

    Einnig rætt um bókun skipulags- og umhverfisnefndar varðandi það að losa jarðvegsefni til uppfyllingar á skíðasvæði til hagsbóta fyrir svæðið.

    Bæjarráð tekur vel í hugmynd um nýtt þjónustuhús á svæðinu og felur skipulagsfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna með fulltrúum skíðadeildar að nánari tillögu um bæði framangreind efni sem bæjarráð mun taka til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða.

    Gestunum var þakkað fyrir komuna á fundinn.
    Bókun fundar Bæjarstjóri sagði frá því að í framhaldi af samtali fulltrúa Skíðadeildarinnar með bæjarráðinu hafi Sigurður Valur skipulagsfulltrúi, Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi og Valgeir bæjarverkstjóri farið og hitt fulltrúa Skíðadeildarinnar á skíðasvæðinu til að ræða um skipulag svæðisins, m.a. út frá hugmyndum Skíðadeildarinnar um byggingu þjónustu-/geymsluhúsnæðis á svæðinu.
    Skipulagsfulltrúi sendi bæjarstjóra minnispunkta um niðurstöður þeirrar heimsóknar, sem eru til frekari skoðunar.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

    Bæjarráð - 617
  • 3.3 2402013 Greitt útsvar 2024
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2024.
    Bæjarráð - 617 Janúar mánuður er í raun ómarktækur milli ára þar sem í þeim mánuði fer fram uppgjör fyrra árs.
  • 3.4 2401018 Framkvæmdir 2024
    Bæjarráð - 617 Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir framgang nokkurra stórra verkefna;

    Glugga- og hurðaskipti í íþróttahúsi/sundlaug. Fengin hafa verið tilboð í hurðir, glugga- og gluggaskipti, sem þurfa að fara fram á sama tíma og framkvæmdir vegna uppsetningar á varmadælum, svo ekki þurfi að loka sundlaug tvisvar. Varmadæluverkefnið verður unnið samhliða og gert er ráð fyrir að orkuskipti fari fram í júní nk.
    Þakviðgerð - viðgerð á þaki yfir anddyri er í undirbúningi, en ekki tókst að fá viðgerð á því á síðasta ári. Þak grunnskólabyggingar hefur lekið við tónlistarskóla, en verður lagfært strax og veður leyfir.
    Sögumiðstöð - framkvæmdir ársins eru í undirbúningi
    Leiktæki/leikvellir - undirbúningar er í gangi við kaup á leiktækjum og öðrum tilheyrandi framkvæmdum.

    Skipulagsfulltrúi hefur rætt við iðnaðarmenn bæjarins og fór með þeim yfir fyrirhuguð verkefni, til að tryggja að verkefni verði unnin innan þeirra tímamarka sem sett eru.
  • Lögð fram tillaga um uppfærðar reglur um úthlutun íbúða til eldri borgara. Helstu breytingar felast í tilvísunum í reglugerð, þar sem eldri reglugerð er fallin úr gildi.
    Bæjarráð - 617 Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og leggur til að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um úthlutun íbúða til eldri borgara, sbr. tillögu bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 103.
    Tvær umsóknir bárust um íbúðina.


    Bæjarráð - 617 SG vék af fundi undir þessum lið.

    Skrifstofustjóri hefur undirbúið málið og gerði grein fyrir því. Farið yfir niðurstöður greiningar á matsviðmiðum vegna úthlutunar hlutaréttaríbúða eldri borgara.

    Lagt til að íbúð nr. 103 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til Ernu Njálsdóttur. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningi um íbúðina.

    Samþykkt samhljóða.

    SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lögð fram samantekt Deloitte um kostnað við rekstur 15 íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 og að Hrannarstíg 28-40 ásamt samanburði við fjórar íbúðir Snæfellsbæjar vegna ársins 2022.

    Um er að ræða deild sem fellur undir B-hluta bæjarsjóðs, sem eru deildir sem hafa sjálfstæðar tekjur og eiga að standa undir sér. Tap hefur verið á rekstri íbúðanna síðustu ár.
    Bæjarráð - 617 Bæjarráð fór yfir gögnin. Miðað er við að leggja fram frekari gögn vegna ársins 2023 á næsta fundi bæjarráðs.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Umræða um viðhald þjóðvega, fjárveitingar og fl. í framhaldi af samskonar umfjöllun og bókunum bæjarstjórnar um málið á liðnum árum.
    Bæjarráð - 617 Rætt um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar og fleiri vega, en ástand þessara vega hefur versnað enn frekar á þessum vetri og koma vegirnir afar illa undan vetri.

    Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu við fulltrúa Vegagerðarinnar á Vestursvæði í síðustu viku. Ekki lítur út fyrir að fjárveitingar 2024 verði neitt hærri en undanfarin ár og því er útséð um að varanlegar bætur verði gerðar á ástandi þjóðveganna, eins og bæjarstjórn hefur margoft kallað eftir.

    Bæjarráð lýsir verulegum áhyggjum af þessari stöðu, sem er algjörlega óviðunandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa bókun fyrir fund bæjarstjórnar í þar næstu viku. Í bókuninni komi fram sterkt orðalag um áhyggjur bæjarráðs/bæjarstjórnar af bráðri slysahættu vegna ástands umræddra vega.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar tölvubréf Óbyggðanefndar frá 12. febrúar sl.

    Þar er lýst þjóðlendukröfum fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins á svæði 12, sem eru eyjar og sker innan landhelgi Íslands en utan meginlandsins, að undanskildum nokkrum tilgreindum eyjum.

    Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og skal kröfum lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna mun óbyggðanefnd úrskurða um framkomnar kröfur.

    Bæjarstjóri tók þátt í fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til, sl. mánudag 26. febrúar, að beiðni sveitarfélaga sem kröfugerð nær til.

    Lagt til að umboð verði veitt til bæjarstjóra að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um erindi til fjármálaráðherra um kröfugerðina.

    Bæjarráð - 617 Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um viðbrögð/kröfugerð sveitarfélaga vegna málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram tölvupóstsamskipti við Grundapol-félagið í Paimpol vegna afmælisfagnaðar sem haldinn verður í Paimpol á október nk. í tilefni af 20 ára vinabæjarsamskiptum bæjanna.

    Einnig er vísað í umræður á aðalfundi Grundapol í Grundarfirði og stjórnarfundar fyrr í febrúar.

    Ákveða þarf með þátttöku bæjarins í afmælisferð í október og fleira.

    Gert er ráð fyrir að menningarnefnd komi að málinu og geri tillögur um viðburði hér heima fyrir á afmælisárinu.
    Bæjarráð - 617 Miðað er við að fulltrúar bæjarstjórnar/bæjarins muni taka þátt. Kannaður verði áhugi bæjarfulltrúa á að fara í ferðina.

    Gert er ráð fyrir hátíðarviðburðum á árinu, hér í Grundarfirði og er óskað eftir tillögum menningarnefndar.
  • Lögð fram beiðni Golfklúbbsins Vestarrs (GVG) dags. 22. febrúar sl. um viðræður við bæjarráð/bæjarstjórn auk fleiri gagna.

    Jafnframt lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundum golfklúbbsins og landeiganda, frá fundum 11. október 2023 og 30. janúar sl.

    Einnig lagt fram erindi frá Gunnari Kristjánssyni varðandi málefni golfklúbbsins.
    Bæjarráð - 617 Ólafur Ólafsson kom inn á fundinn undir þessum lið.

    Lögð fram tillaga um fund með stjórn golfklúbbsins í næstu viku. Skipaðir verða fulltrúar bæjarstjórnar til viðræðnanna fyrir vikulok.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar endurskoðuð fjölmiðlaskýrsla Creditinfo fyrir Grundarfjarðarbæ vegna ársins 2023.
    Bæjarráð - 617
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Rannís varðandi styrktækifæri úr bókasafnasjóði.
    Bæjarráð - 617
  • Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins dags. 7. febrúar sl. vegna fyrirhugaðrar úttektar á tónlistarskólum.
    Bæjarráð - 617
  • Lögð fram til kynningar kynning mennta- og barnamálaráðuneytisins um vinnu spretthóps um samhæfða svæðaskipan farsældarráða.
    Bæjarráð - 617
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV um MIPIM fjárfestingaráðstefnu í Cannes 12.-15. mars nk.
    Bæjarráð - 617
  • Lögð fram til kynningar kynning Stjórnarráðsins um aðgerðir ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu. Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa að ráðherranefndinni.
    Bæjarráð - 617
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV varðandi fund sem haldinn var 21. febrúar sl. um ráðstöfun dýraleifa, ásamt upptöku af fundinum.
    Bæjarráð - 617
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum um málþing um orkumál sem haldið verður 15. mars nk. í Reykjavík, ásamt dagskrá málþingsins.
    Bæjarráð - 617

4.Skólanefnd - 171

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 171. fundar skólanefndar.
  • Fram fór almenn umræða um starfsemi leikskólans.
    Skólanefnd - 171 Skólastjóri sagði frá vinnu við uppbyggingu í innra starfi leikskólans.
    Unnið er eftir áætlun leikskólans um faglegt leikskólastarf, sem sett var upp með aðstoð skólaráðgjafa Ásgarðs.

    Leikskólinn vann "tímalínu" um faglega starfið þar sem búið er að skipuleggja það út skólaárið. Allir starfsmenn þekkja hvað á að gera í hverjum mánuði og hverri viku, og geta gengið að þeirri áætlun vísri. Þannig verður auðveldara að vinna skipulega og halda áætlun í þeim verkefnum sem aðalnámskrá segir til um að vinna eigi með hverjum aldurshópi.

    Eftirfylgni áætlunargerðar og gæðamat leikskólastarfs er einnig unnið markvisst. Leikskólastjóri telur utanaðkomandi stuðning Ásgarðs við faglega starfið í samræmi við aðalnámskrá hjálpa mikið til í starfi skólans.

    Leikskólastjóri er um þessar mundir að skoða starfsmannamál vegna komandi skólaárs, en þá mun nemendum fækka þar sem stærri árgangur fer af Sólvöllum á Eldhamra á komandi hausti heldur en sá árgangur 12 mánaða barna sem inn kemur á árinu.

    Skólanefnd þakkaði fyrir upplýsingarnar og stefnir að heimsókn á leikskólastigið fljótlega.
  • Þær Margrét Sif, Sigurborg Knarran og Hallfríður Guðný sitja fundinn áfram undir þessum lið. Auk þeirra Anna Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, vegna leikskóladeildarinnar Eldhamra.

    Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra/forráðamanna barna á Leikskólanum Sólvöllum og leikskóladeildinni Eldhömrum, að beiðni skólanefndar.

    Skólanefnd - 171 Niðurstöður könnunarinnar eru ekki afgerandi, en gefa þó vísbendingar um óskir foreldra/forráðamanna um lokanir sem skólanefnd mun hafa hliðsjón af, þegar skóladagatöl leikskólastigsins fyrir næsta skólaár koma til afgreiðslu nefndarinnar á næstu vikum.

    Óskað hafði verið eftir að það yrði lokað hjá Sólvöllum og Eldhömrum þrjá daga í Dymbilviku, en skólanefnd hafði sett fyrirvara við það og vildi skoða aðra leið, a.m.k. árið 2024. Óskin er tilkomin til að unnt sé að vinna upp þörf fyrir styttingu vinnutíma, sem er veruleg áskorun fyrir leikskólastigið, eins og kynnt var í skýringartexta könnunarinnar.

    Skólanefnd samþykkir að hafa "takmarkaða opnun" í Dymbilviku 2024, þ.e. dagana 25., 26. og 27. mars, þannig að leikskóladvöl standi til boða fyrir börn foreldra sem mesta þörf hafa.

    Skólanefnd leggur til að skólagjöld lækki fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki hafa börn sín í leikskóla/leikskóladeild þessa þrjá daga.

  • Þær Margrét Sif, Sigurborg Knarran, Hallfríður Guðný og Anna Kristín sitja fundinn áfram undir þessum lið.

    Lagt fram skóladagatal fimm ára leikskóladeildarinnar Eldhamra.

    Skólanefnd - 171 Um afgreiðslu vísast til næsta dagskrárliðar á undan, m.a. um takmarkaða opnun Sólvalla og Eldhamra í Dymbilviku 2024.

    Skólanefnd leggur til að Eldhamrar og Sólvellir skoði möguleika á samvinnu vegna leikskóladvalar í takmarkaðri opnun þessa daga.
  • Farið var yfir hlutverk og verkefni skólanefndar við innleiðingu nýsamþykktrar menntastefnu Grundarfjarðarbæjar.


    Skólanefnd - 171 Gunnþór fór yfir sameiginlegt skjal skólanefndar þar sem skilgreind eru hlutverk og verkefni nefndarinnar yfir heilt ár. Hann útskýrði einnig matskerfi samkvæmt menntastefnunni nýju og verklag í starfi með skólunum öllum á þeim grunni.

    Til frekari skoðunar á næstu fundum.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Félags- og skólaþjónustunnar um sálfræðiþjónustu á vormisseri 2024.
    Skólanefnd - 171
  • Lögð fram til kynningar fréttatilkynning ráðherranefndar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu, frá nóvember 2023.

    Bæjarstjórn vísaði erindinu til skólanefndar til kynningar.

    Skólanefnd - 171

5.Skólanefnd - 172

Málsnúmer 2403002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 172. fundar skólanefndar.
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið, Margrét í fjarfundi.

    Skólanefnd - 172 Skólastjóri leikskóla fór yfir framkvæmdina á takmarkaðri lokun í Dymbilviku, þ.e. dagana 25.-27. mars nk. sbr. umræður á síðasta fundi skólanefndar.

    Skólastjóri sagði frá því að fjögur börn hefðu í upphafi árs verið á biðlista fyrir leikskóladvöl, tvö börn sem verða 12 mánaða í mars og tvö börn sem verða 12 mánaða í apríl. Þremur þeirra stendur nú til boða leikskólapláss og verið er að vinna að því að yngsta barnið komist einnig inn fyrir vorið.

    Margrét sagði frá því að mikil veikindi hafi herjað á börn og starfsfólk í vetur.

    Margrét sagði frá því að hún og skólastjóri grunnskóla muni hittast í næstu viku vegna samræmingar skóladagatala leik- og grunnskólastigs.

    Hér viku Margrét og Hallfríður af fundi.
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið, Margrét í fjarfundi.

    Skólastjóri leikskóla fór yfir framkvæmdina á takmarkaðri lokun í Dymbilviku, þ.e. dagana 25.-27. mars nk. í samræmi við umræður á síðasta fundi skólanefndar og tillögu leik- og grunnskólastjóranna.

    Skólanefnd - 172 Í framhaldi af umræðum skólanefndar sendu Sólvellir og Eldhamrar bréf til foreldra og kynntu "takmarkaða opnun" í Dymbilvikunni, þ.e. dagana 25. til 27. mars nk.

    Niðurstaðan er sú að 13-15 af um 50 börnum á Sólvöllum óska leikskóladvalar í Dymbilviku, og 4-5 börn af 11 börnum á Eldhömrum.

    Sólvellir og Eldhamrar taka því á móti þessum börnum en um leið næst að vinna aðeins upp styttingar, sbr. tillögu leikskólastjóra og viðfangsefni könnunar meðal foreldra.

    Foreldrum sem ekki nýta þessa daga verður veittur afsláttur leikskólagjalda.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.

    Skólanefnd - 172 Gunnþór fór yfir stöðuna í starfi með starfsfólki leikskóla, leikskóladeild, grunnskóla og tónlistarskóla við innleiðingu menntastefnunnar. Rætt var m.a. um stofnun gæðaráða/matsteyma innan hvers skóla og hvernig staða gæðaviðmiða er metin í hverjum skóla og aðgerðir settar fram í samræmi við þá stöðu.

    Haldið var áfram umræðu frá síðasta fundi um verkefni skólanefndar við innleiðingu nýrrar menntastefnu og einkum um verkefni samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar.

    Skólanefnd styðst nú við starfsáætlun sem tilgreinir skyldur og verkefni nefndarinnar og deilir þeim niður á starfstíma nefndarinnar.

    Farið var yfir verkefni mars- og aprílmánaðar í starfsáætlun skólanefndar.

    Næsti fundur er 2. apríl nk. og verður leitað svara og upplýsinga í samræmi við efni þess fundar.
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar sat fundinn undir þessum lið. Skólanefnd - 172 Skólastjóri sagði frá helstu verkefnum og starfsemi grunnskóla og Eldhamra, sbr. meðfylgjandi minnispunkta.


  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) dags. 20. desember 2023. Þar kemur fram að í ljósi þess að ekki hafi enn tekist að ráða sálfræðing í skólaþjónustu FSS hafi verið gert samkomulag við Ingu Stefánsdóttur, fráfarandi sálfræðing FSS, um að sinna takmarkaðri þjónustu í grunnskólunum á starfssvæði FSS út yfirstandandi skólaár og við Anton Birgisson, sálfræðing, um að sinna ákveðinni þjónustu í leikskólum svæðisins út yfirstandandi skólaár.

    Skólanefnd - 172
  • Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðuneytis dags 7. febrúar 2024 um fyrirhugaða úttekt á tónlistarskólum landsins.
    Skólanefnd - 172

6.Hafnarstjórn - 10

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar er í fjarfundi og sömuleiðis Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta, sem er hafnarstjórn innan handar við rýni á helstu forsendum vegna vinnu við framtíðarsýn fyrir hafnarsvæðið.
    Hafnarstjórn - 10 Í framhaldi af vinnu hafnarstjórnar á síðasta fundi, þann 16. janúar sl., ræddi hafnarstjórn undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar.

    Farið var vel yfir nýtingu hafnar og hafnarsvæða, hópa viðskiptavina á hafnarsvæðunum og annað sem skiptir máli um framtíðarnýtingu núverandi hafnarsvæða og viðbótarsvæða í framtíðinni.

    Vinnan er hluti af greiningu á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag sem gæti hentað fjölbreyttri hafnarstarfsemi.

7.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5

Málsnúmer 2402006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 1 í fundargerð 5. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Liðir nr. 2 og 3 verða teknir til afgreiðslu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, eins og byggingarfulltrúi leggur til, og eru því ekki hér til staðfestingar að sinni.
  • Á 255.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn landeiganda að Árbrekku ( L-220580 ) í landi Hamra (L-136613) um 60-65m2 byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Umsóknin fellur undir umfangsflokk 1.skv.gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.
  • Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsum í landi Innri-Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7. Hvert hús er tæpir 37m2 að stærð. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi samkvæmt uppdráttum frá W7. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer



ÁE og SGG véku af fundi undir þessum lið og í þeirra stað komu Marta Magnúsdóttir (MM) og Davíð Magnússon (DM).

Allir tóku til máls.

Farið yfir teikningar af kjallara íþróttahúss. Að umfjöllun lokinni er lagt til að farið verði í verðkönnun á verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

MM og DM yfirgáfu fundinn og ÁE og SGG tóku á ný sæti sín á fundinum.

9.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til að afgreiða húsnæðisáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða.

10.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Umræða um alvarlegt ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar, fjárveitingar 2024 og á næstu árum (eða skort á þeim) og ítrekun á fyrri bókunum bæjarstjórnar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.

Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga.

Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar fóru árið 2023 um 1.330 millj. kr. í viðhald þjóðvega á Vestursvæði (sem eru bæði Vesturland og Vestfirðir). Líkindi eru fyrir sambærilegri fjárhæð í ár og sé horft til þróunar verðlags þýðir það raunlækkun fjárveitinga milli ára. Fjármagn þetta, til styrkinga og endurbóta, er einungis talið standa undir tæpum 7% af kostnaði við allra brýnustu verkefnin.

Samkvæmt samantekt SSV (september 2023) námu fjárveitingar til nýframkvæmda við stofnvegi á Vesturlandi sl. ellefu ár (2013-2023) um 4,2 milljörðum kr. Í meðförum Alþingis er nú samgönguáætlun áranna 2024-2038. Henni er skipt niður í þrjú 5 ára tímabil. Á fyrsta tímabili, árin 2024-2028, eru áætlaðir 44,4 milljarðar kr. til stofnvega á landsbyggðinni (utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness). Af þeim 44,4 milljörðum kr. eru einungis 700 milljónir kr. ætlaðar til framkvæmda á Vesturlandi og segir sig því sjálft að sú fjárhæð er í engu samræmi við brýna framkvæmdaþörf svæðisins. Þessi fjárhæð er um 1,6% fjárveitinga til stofnvega á landsbyggðinni, en á Vesturlandi eru um 14% alls vegakerfis landsins í lengdarmetrum talið. Sé horft til Snæfellsnesvegar, þjóðvegar 54, þá er fjárveiting í endurbyggingu 19,5 km vegarkafla frá Brúarhrauni að Dalsmynni áætluð á þriðja tímabili, eða eftir tíu ár.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á innviðaráðherra, fjárlaganefnd og Alþingi að tryggja fjármagn til nauðsynlegra endurbóta á Snæfellsnesvegi, þjóðvegi 54, um Snæfellsnes og langleiðina að Borgarnesi.

Samþykkt samhljóða.

11.Grundarfjarðarbær - Um þjónustu HVE í Grundarfirði

Málsnúmer 2203025Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu læknisþjónustu, í samræmi við fyrri umræðu og ályktanir bæjarstjórnar.

Á síðustu árum hefur bæjarstjórn oftsinnis rætt og ályktað um stöðu læknismála í Grundarfirði. Í apríl 2022 áttu fulltrúar bæjarins fund með heilbrigðisráðherra um stöðuna.

Fundur er fyrirhugaður með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 10. apríl nk. í Grundarfirði, skv. beiðni bæjarstjóra. Auk þess hefur verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra, þingmönnum og stjórnendum HVE.

Bæjarstjórn ítrekar fyrri óskir sínar um að ríkið sinni skyldu sinni og sjái Grundfirðingum fyrir viðunandi læknisþjónustu.

Bæjarstjórn þakkar hvatamönnum og þátttakendum í undirskriftarsöfnun sem fram fór nýverið með kröfu um bætta læknisþjónustu í bænum.

Samþykkt samhljóða.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Yfirlýsing um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambandsins v. kjarasamninga mars 2024

Málsnúmer 2403006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tvö erindi frá Sambandinu vegna stuðnings ríkisstjórnar og sveitarfélaga við nýundirritaða kjarasamninga, svonefnda stöðugleikasamninga.



13.Sorpútboð 2023-2024 - niðurstöður og samningsmál

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um hraðútboð. Útboðsfrestur er til 15. mars nk.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun XXXIX. landsþings Sambandsins

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. janúar sl. með boðun á 39. landsþing sambandsins sem haldið verður 14. mars nk.

15.SSV - Fundarboð á aðalfund 20. mars 2024

Málsnúmer 2402021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um aðalfund sem haldinn verður 20. mars nk. á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands hf.



Aðalfulltrúar með setu á fundi SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Ágústa Einarsdóttir. Varafulltrúar eru Sigurður Gísli Guðjónsson, Signý Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.



Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Verði forföll í hópi framangreindra fulltrúa veitir bæjarstjórn Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra,

Samþykkt samhljóða.

16.Sorpurðun Vesturlands - Fundarboð á aðalfund 20. mars 2024

Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. með dagskrá aðalfundar sem haldinn verður 20. mars nk.



Forseti leggur til að bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

17.SSV - Formleg beiðni um samstarf - Samráð gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi

Málsnúmer 2403010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 24. janúar sl. ásamt samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.

Í upplýsingum frá SSV hefur komið fram að ekki sé búið að skrifa undir samstarfsyfirlýsinguna en upplýsingar um undirskriftardag verða sendar þegar það liggur fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðild og þátttöku í verkefninu.

18.Byggðasamlag Snæfellinga - Sjálfbærnistefna

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Stefna Snæfellsness í sjálfbærri þróun í málefnum umhverfis, menningar, samfélags og efnahags.

19.SSV - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 179. fundar stjórnar SSV sem haldinn var 24. janúar sl.

20.SSV - Fjármál sveitarfélaga, Hagvísir 2023

Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Hagvísir Vesturlands um fjármál sveitarfélaga, íbúaþróun og veltufé frá rekstri, sem SSV hefur tekið saman.

Forseti vekur athygli á umfjöllun um fjármál Grundarfjarðarbæjar bls. 20 í Hagvísinum.

Þar segir: "Íbúum fækkaði um 0,5% að jafnaði árlega þetta tímabil [...] Veltufé frá rekstri hækkaði hins vegar með sannfærandi hætti allan tímann [...] sem er magnað þar sem íbúum fækkaði allan tímann. Þá jukust fjárfestingar líka um tæp 9% að jafnaði allt tímabilið en þó sérstaklega árin 2017 og 2018 [...] Veltufé frá rekstri að frádregnum fjárfestingum skilaði jákvæðum tölum á tímabilinu nema eitt árið."

Einnig þetta:
" ... var leitað vísbendinga fyrir fylgni á milli fjárfestinga og fjölda íbúa annars vegar og veltufjár frá rekstri hins vegar. Í ljós kom neikvæð fylgni í fyrra tilfellinu en jákvæð í því seinna. Neikvæð fylgni segir þó að fjárfestingar hafi aukist eftir því sem íbúum hefur fækkað en það er jú vegna þess að Grundarfjarðarbæ tókst að auka veltufé frá rekstri þrátt fyrir íbúafækkun og seinni fylgnin, sem er óvenju sterk, sýnir agaða fjármálastjórn."

21.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 219. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 20. nóvember 2023.

Fylgiskjöl:

22.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 220. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 29. janúar sl.

Fylgiskjöl:

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu og erindisbréf valnefndar.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 15. desember 2023.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 942. fundar sem haldinn var 26. janúar sl., fundargerð 943. fundar sem haldinn var 9. febrúar sl. og fundargerð 944. fundar sem haldinn var 23. febrúar sl.

26.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 2024

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16. febrúar sl.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - 80 ára afmæli lýðveldisins - Bréf til sveitarstjórna

28.Land og skógur - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu

Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 27. febrúar sl. um endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu. Óskað er eftir ábendingum og tillögum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:46.