Málsnúmer 2402028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Lögð fram tölvupóstsamskipti við Grundapol-félagið í Paimpol vegna afmælisfagnaðar sem haldinn verður í Paimpol á október nk. í tilefni af 20 ára vinabæjarsamskiptum bæjanna.Einnig er vísað í umræður á aðalfundi Grundapol í Grundarfirði og stjórnarfundar fyrr í febrúar.Ákveða þarf með þátttöku bæjarins í afmælisferð í október og fleira.Gert er ráð fyrir að menningarnefnd komi að málinu og geri tillögur um viðburði hér heima fyrir á afmælisárinu.

Miðað er við að fulltrúar bæjarstjórnar/bæjarins muni taka þátt. Kannaður verði áhugi bæjarfulltrúa á að fara í ferðina.

Gert er ráð fyrir hátíðarviðburðum á árinu, hér í Grundarfirði og er óskað eftir tillögum menningarnefndar.