Málsnúmer 2403009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Lagður fram til kynningar Hagvísir Vesturlands um fjármál sveitarfélaga, íbúaþróun og veltufé frá rekstri, sem SSV hefur tekið saman.

Forseti vekur athygli á umfjöllun um fjármál Grundarfjarðarbæjar bls. 20 í Hagvísinum.

Þar segir: "Íbúum fækkaði um 0,5% að jafnaði árlega þetta tímabil [...] Veltufé frá rekstri hækkaði hins vegar með sannfærandi hætti allan tímann [...] sem er magnað þar sem íbúum fækkaði allan tímann. Þá jukust fjárfestingar líka um tæp 9% að jafnaði allt tímabilið en þó sérstaklega árin 2017 og 2018 [...] Veltufé frá rekstri að frádregnum fjárfestingum skilaði jákvæðum tölum á tímabilinu nema eitt árið."

Einnig þetta:
" ... var leitað vísbendinga fyrir fylgni á milli fjárfestinga og fjölda íbúa annars vegar og veltufjár frá rekstri hins vegar. Í ljós kom neikvæð fylgni í fyrra tilfellinu en jákvæð í því seinna. Neikvæð fylgni segir þó að fjárfestingar hafi aukist eftir því sem íbúum hefur fækkað en það er jú vegna þess að Grundarfjarðarbæ tókst að auka veltufé frá rekstri þrátt fyrir íbúafækkun og seinni fylgnin, sem er óvenju sterk, sýnir agaða fjármálastjórn."