Málsnúmer 2403010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 24. janúar sl. ásamt samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.

Í upplýsingum frá SSV hefur komið fram að ekki sé búið að skrifa undir samstarfsyfirlýsinguna en upplýsingar um undirskriftardag verða sendar þegar það liggur fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðild og þátttöku í verkefninu.