Málsnúmer 2403018

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 6. fundur - 19.03.2024

Byggingarfélagið Djúpá ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 300fm parhúsi á einni hæð á lóðinni Grundargötu 90. Undirstöður eru steinsteyptar ásamt gólfplötu en burðarvirki veggja og þaks eru úr timbri.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Á 255. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að byggingaráform á hinni úthlutuðu lóð verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var samþykkt að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 69, 84, 86, 88, 92 og 94.Á 6. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. mars 2024 vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.Byggingaráform hafa nú verið lögð fram með viðeigandi teikningum/gögnum.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 300 fm parhúsi á einni hæð. Hvoru húsi fylgir bílskúr. Undirstöður eru steinsteyptar ásamt gólfplötu en burðarvirki veggja og þaks eru úr timbri.Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7. fundur - 26.04.2024

Á 6.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Djúpá ehf á 300m2 parhúsi við Grundargötu 90, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisnefnd.Á 257 fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var staðfest að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.Á 284 fundi Bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.