Málsnúmer 2403029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Lögð fram tvö erindi frá starfsfólki og stjórnendum Leikskólans Sólvalla um frekari styttingu vinnutíma.

Bæjarráð fór yfir bréfin.

Í gangi er vinna við ákvæði um styttingu vinnuvikunnar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess. Ætlunin er að niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir á næstunni í tengslum við kjarasamningagerð.

Bæjarráð vill að sú niðurstaða liggi fyrir áður en afstaða er tekin til erindanna.

Samþykkt samhljóða.