618. fundur 22. mars 2024 kl. 08:30 - 11:23 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2024

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2024

Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2024.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 3,8% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Sorpútboð 2023-2024 - niðurstöður og samningsmál

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Eftir yfirferð og úrvinnslu tilboða í útboði sorpþjónustu hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ í desember/janúar sl. var öllum tilboðum hafnað, sbr. fund bæjarstjórnar 16. febrúar sl.Nýtt hraðútboð var sett af stað, þar sem sama útboð var endurtekið með örlítið breyttum forsendum og styttri útboðsfresti en í fyrra skiptið. Möguleiki var gefinn á að samið yrði við sitthvorn bjóðandann í sveitarfélögunum tveimur.Þann 15. mars sl. voru tilboð opnuð í hraðútboðinu og er opnunarskýrsla Ríkiskaupa nú lögð fram. Ríkiskaup munu á næstu dögum senda út val tilboðs þar sem tilkynnt er að til standi að taka tilgreindum tilboðum og er það undanfari samningsgerðar.

Bæjarstjóri fór yfir niðurstöðutölur í tilboðunum.

Lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í sorpþjónustu í Grundarfirði og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi að loknu útboðsferli Ríkiskaupa.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða.

4.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun 2024 til samþykktar, en bæjarstjórn veitti bæjarráði umboð til að afgreiða áætlunina.

Fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2024 samþykkt samhljóða.

5.Íbúðir við Hrannarstíg 18 og 28-40

Málsnúmer 2201007Vakta málsnúmer

Íbúð að Hrannarstíg 36 hefur verið innleyst.Í skoðun er rekstur íbúða fyrir eldri borgara og ætlunin að leggja fyrir bæjarráð, í apríl, uppgjör vegna ársins 2023 og nýjan samanburð við rekstur leiguíbúða hjá nágrannasveitarfélögum. Þegar gögnin liggja fyrir mun bæjarráð taka afstöðu til þess hvernig bregðast eigi við taprekstri af íbúðunum.Þar til slík niðurstöður liggja fyrir er lagt til að hin innleysta íbúð verði ekki auglýst til úthlutunar.

Bæjarráð samþykkir að bíða með að auglýsa íbúðina til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða.

6.Byggðastofnun - Umsögn Grundarfjarðarbæjar v. breytingar á afgreiðslu Íslandspósts

Málsnúmer 2403021Vakta málsnúmer

Þann 13. mars kynntu fulltrúar Póstsins breytingar á afgreiðslu sinni í Grundarfirði á fjarfundi með fulltrúum bæjarins.Lögð fram ýmis gögn og ósk Byggðstofnunar um umsögn bæjarins vegna boðaðra breytinga Íslandspósts á póstafgreiðslu í Grundarfirði.

Bæjarráð hefur ýmsar spurningar um þessi áform og óskar eftir öðrum fundi með fulltrúum Póstsins áður en erindi Byggðastofnunar verður svarað.

Samþykkt samhljóða.

7.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem aflað var í gjaldhlið fyrir salerni í samkomuhúsi.Farið yfir tilboðin.

Bæjarráð telur mikla þörf á að almenningssalerni séu opin í þéttbýli Grundarfjarðar, með góðu aðgengi og góðum opnunartíma. Þar sem slík aðstaða er ekki rekin í Grundarfirði hefur bærinn undanfarin ár tekið salernisaðstöðu samkomuhússins í slík not.

Á meðan notast er við þá lausn og að fenginni reynslu, telur bæjarráð brýnt að viðhafa gjaldtöku fyrir afnot af salernunum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á gjaldhliði í samkomuhúsi í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram nálgun vegna endurskoðunar á gjaldskrám í tengslum við kjaraviðræður 2024.

Bæjarráð fagnar því að kjarasamningar til fjögurra ára hafi náðst á almennum vinnumarkaði og mun Grundarfjarðarbær taka þátt í þeim aðgerðum sem lagðar eru til í yfirlýsingu ríkistjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að náðst hafi niðurstaða um hóflega hækkun launa á móti aðgerðum ríkis og sveitarfélaga.

Það er von bæjarráðs að samningar á opinberum markaði, sem hafa mest áhrif á launaútgjöld sveitarfélaga, verði sambærilegir við þegar gerða samninga, svo aðgerðir sveitarfélaga við lækkun gjaldskráa skili sér sem best til íbúa og hafi raunveruleg áhrif á verðbólgu og vexti til lengri tíma.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um nálgun við endurskoðun gjaldskráa Grundarfjarðarbæjar, þar sem gjaldskrám hefur verið skipt í þrjá flokka. Gjaldskrár í flokki III, gjaldskrár fyrir grunnþjónustu sem hefur mikil áhrif á barnafjölskyldur, verði teknar til endurskoðunar samkvæmt framangreindu og síðan til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að afla upplýsinga og undirbúa, í samræmi við umræður fundarins. Hvað varðar gjaldfrjálsar skólamáltíðir segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambandsins að sá liður verði útfærður í sameiningu fyrir lok maí 2024.

Samþykkt samhljóða.

9.Stytting vinnuviku - beiðni um frekari styttingu

Málsnúmer 2403029Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö erindi frá starfsfólki og stjórnendum Leikskólans Sólvalla um frekari styttingu vinnutíma.

Bæjarráð fór yfir bréfin.

Í gangi er vinna við ákvæði um styttingu vinnuvikunnar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess. Ætlunin er að niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir á næstunni í tengslum við kjarasamningagerð.

Bæjarráð vill að sú niðurstaða liggi fyrir áður en afstaða er tekin til erindanna.

Samþykkt samhljóða.

10.Úrvinnslusjóður - Hækkun á endurgjaldi sérstakrar söfnunar 2023 og 2024

Málsnúmer 2403019Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Úrvinnslusjóðs, dags. 11. mars sl., um samþykkt stjórnar sjóðsins um hækkun á gjaldskrá sem þýðir að meira verður greitt fyrir endurvinnsluefni til sveitarfélagsins vegna aukinnar flokkunar.

11.BSI - Aðalskoðun leiksvæða, samþykktur verksamningur

Málsnúmer 2403022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur bæjarins við BSI á Íslandi ehf. um aðalskoðun leiksvæða 2024-2025.Leiksvæðin eru fjögur; grunnskóla- og íþróttahússlóð, leikskólalóð, Þríhyrningur og Hjaltalínsholt.12.Alþingi - Til umsagnar 125. mál frá nefnda- og greiningarsviði

Málsnúmer 2403016Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dags. 15. mars sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 125. mál. Umsagnarfrestur er til og með 2. apríl nk.

13.Umboðsmaður barna - Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2403015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna, dags. 18. mars sl., um hljóðvist í skólum.

14.Landskjörstjórn - Glærur og upptaka af fundi landskjörstjórnar með yfirkjörstjórnum sveitarfélaga

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning frá fundi landskjörstjórnar með yfirkjörstjórnum sveitarfélaga þann 8. febrúar sl.

15.Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju - Ársuppgjör 2023

Málsnúmer 2403028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju vegna ársins 2023.

16.Skíðadeild - Ársuppgjör 2023

Málsnúmer 2403027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG vegna ársins 2023.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:23.